Umfjöllun og viðtöl: Rússland - Ísland 89-65 | Rússneski björninn reyndist Íslandi ofviða Atli Arason skrifar 29. nóvember 2021 20:30 Kristófer Acox í baráttunni í leik kvöldsins. FIBA Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. Ísland var án Martins Hermannssonar en hann fór á kostum í fyrsta leik undankeppninnar á dögunum. Tryggvi Snær lét finna fyrir sér.FIBA Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa í kvöld. 5 misnotuð skot og 9 tapaðir boltar áður en fyrstu stig Íslands komu eftir sjö og hálfa mínútu í stöðunni 16-2, var þar að verki Tryggvi Snær Hlinason og Elvar Már Friðriksson setti næstu tvö stig áður en Rússar lokuðu leikhlutanum sem þeir unnu 17-4. Rússar héldu áfram að keyra á Íslendinga í öðrum leikhluta og komust þeir í 25-4 áður en Kristófer Acox gerir sín fyrstu stig í leiknum. Leikurinn er í smá jafnvægi næstu mínúturnar þar sem Ísland nær smá áhlaupi með því að minnka muninn í 29-14 um miðbik leikhlutans en Rússar svara um hæl og gera 10 stig gegn 2 frá Íslandi næstu þrjár mínúturnar. Áhlaup Rússa hélt áfram og unnu þeir annan leikhluta örugglega, 25-14, sem þýddi að hálfleikstölur voru 42-18. Barist um boltann.FIBA Rússar komu á eldi út í seinni hálfleikinn. Anton Astapkovich skorar fyrstu 8 stigin Rússa gegn 2 frá Jón Axel og skyndilega varð munurinn orðinn 30 stig, 50-20. Eftir þetta fóru Rússarnir að slaka meira á og byrjunarliðið þeirra eyddi fleiri mínútum á bekknum en á parketinu sem varð til þess að allir leikmenn Rússa komust á blað. Ægir Þór setur fyrstu þriggja stiga tilraun Íslands ofan í körfuna úr níundu tilraun liðsins á 23. mínútu en á sama tíma voru Rússar búnir að kasta 10 af 20 tilraun sínum fyrir utan ofan í körfuna. Þrátt fyrir að hálfgert varalið Rússa var meira og minna að spila þá gjörsigruðu heimamenn þriðja leikhluta með mesta mun af öllum leikhlutunum, 35-18, staðan fyrir síðasta fjórðung var því 77-38. Síðasti leikhlutinn snerist aðallega um að draga úr skaðanum en íslenska liðinu gekk ágætlega með það í fjórða leikhlutanum sem var sá besti sem íslenska liðið spilaði í kvöld. Rússar virtust þó óáhugasamir að spila og var á köflum eins og þeir voru að bíða eftir lokaflautinu. Ísland reið á vaðið og náði að opna vörn Rússana vel og Kristinn Pálsson, Þórir Þorbjarnar og Hilmar Hennings áttu fína innkomu af varamannabekknum. Ísland náði meðal annars besta áhlaupi sínu í leiknum í fjórða leikhluta, 0-7, og tókst liðinu heilt yfir að brúa bilið aðeins en Ísland vann loka leikhlutann með 17 stigum, 12-29. Lokatölur, 89-65. Af hverju vann Rússland? Þrátt fyrir að hafa ekki úr sínu allra besta liði að velja, þá er Rússland með betra lið en Ísland og það skein í gegn í kvöld. Ekki hjálpaði það til að íslenska liðinu gekk illa að hitta í fyrsta leikhluta, 2/10, ásamt 10 töpuðum boltum, sem bjó til forskot fyrir Rússa sem Ísland náði aldrei að brúa. Hverjir stóðu upp úr? Elvar Már sendir Dmitrii Kulagin á flugFIBA Elvar Már var stigahæstur með 13 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá Rússum dreifðist stigaskorið vel þar sem allir komust á blað en besti leikmaður vallarins var Andrey Zubkov með 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Rússar leika næst við Hollendinga á meðan Ísland tekur á móti Ítalíu, í leik sem fer vonandi fram á Íslandi. „Við vorum aldrei inn í þessum leik“ Craig Pedersen fer yfir málinFIBA Craig Pedersen, þjálfari Íslands, telur að erfið byrjun íslenska liðsins hafi verið dýrkeypt í þessum leik. „Við byrjuðum leikinn ekki eins og við ætluðum. Tíu tapaðir boltar í fyrsta leikhluta er allt of mikið. Þeir voru mjög aggresívir að fylla upp í mögulegar sendingar leiðir á meðan að okkar sendingar voru ekki nógu góðar. Þeir yfirspiluðu okkur í dag. Ég er samt ánægður að við héldum áfram að berjast og áttum góðan fjórða leikhluta,“ sagði Craig Pedersen í viðtali við RÚV eftir leik. „Rússarnir stungu okkur af frekar snemma í dag. Við verðum bara að viðurkenna að við vorum aldrei inn í þessum leik. Við héldum samt áfram og ég held að við getum lært eitthvað af þessum leik.“ Craig var ánægður með að geta gefið fleiri leikmönnum reynslu og spilatíma í kvöld. „Það voru margir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið sem fengu nokkrar mínútur í kvöld og ég held að það er mikilvæg reynsla sem þeir hafa fengið.“ Næsti leikur liðsins er gegn Ítalíu sem verður ekkert auðveldari viðureign. Craig vonast til að endurheimta sína bestu leikmenn fyrir þá rimmu. „Vonandi fáum við Martin, Hauk og Hörð Axel til baka fyrir þann leik. Ítalirnir eru þó líka með líkamlega sterkt lið. Við verðum að vera beittari í sóknarleiknum okkar gegn þeim. Við getum ekki alltaf stoppað leikinn gegn svona góðum liðum en við verðum að vera færir um að skora fleiri stig til að halda okkur inn í leiknum.“ Körfubolti HM 2023 í körfubolta
Íslenska landsliðið í körfubolta mátti þola stórt tap í Pétursborg í Rússlandi í kvöld er það mætti heimamönnum í undankeppni HM. Lokatölur 89-65 heimamönnum í vil. Ísland var án Martins Hermannssonar en hann fór á kostum í fyrsta leik undankeppninnar á dögunum. Tryggvi Snær lét finna fyrir sér.FIBA Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa í kvöld. 5 misnotuð skot og 9 tapaðir boltar áður en fyrstu stig Íslands komu eftir sjö og hálfa mínútu í stöðunni 16-2, var þar að verki Tryggvi Snær Hlinason og Elvar Már Friðriksson setti næstu tvö stig áður en Rússar lokuðu leikhlutanum sem þeir unnu 17-4. Rússar héldu áfram að keyra á Íslendinga í öðrum leikhluta og komust þeir í 25-4 áður en Kristófer Acox gerir sín fyrstu stig í leiknum. Leikurinn er í smá jafnvægi næstu mínúturnar þar sem Ísland nær smá áhlaupi með því að minnka muninn í 29-14 um miðbik leikhlutans en Rússar svara um hæl og gera 10 stig gegn 2 frá Íslandi næstu þrjár mínúturnar. Áhlaup Rússa hélt áfram og unnu þeir annan leikhluta örugglega, 25-14, sem þýddi að hálfleikstölur voru 42-18. Barist um boltann.FIBA Rússar komu á eldi út í seinni hálfleikinn. Anton Astapkovich skorar fyrstu 8 stigin Rússa gegn 2 frá Jón Axel og skyndilega varð munurinn orðinn 30 stig, 50-20. Eftir þetta fóru Rússarnir að slaka meira á og byrjunarliðið þeirra eyddi fleiri mínútum á bekknum en á parketinu sem varð til þess að allir leikmenn Rússa komust á blað. Ægir Þór setur fyrstu þriggja stiga tilraun Íslands ofan í körfuna úr níundu tilraun liðsins á 23. mínútu en á sama tíma voru Rússar búnir að kasta 10 af 20 tilraun sínum fyrir utan ofan í körfuna. Þrátt fyrir að hálfgert varalið Rússa var meira og minna að spila þá gjörsigruðu heimamenn þriðja leikhluta með mesta mun af öllum leikhlutunum, 35-18, staðan fyrir síðasta fjórðung var því 77-38. Síðasti leikhlutinn snerist aðallega um að draga úr skaðanum en íslenska liðinu gekk ágætlega með það í fjórða leikhlutanum sem var sá besti sem íslenska liðið spilaði í kvöld. Rússar virtust þó óáhugasamir að spila og var á köflum eins og þeir voru að bíða eftir lokaflautinu. Ísland reið á vaðið og náði að opna vörn Rússana vel og Kristinn Pálsson, Þórir Þorbjarnar og Hilmar Hennings áttu fína innkomu af varamannabekknum. Ísland náði meðal annars besta áhlaupi sínu í leiknum í fjórða leikhluta, 0-7, og tókst liðinu heilt yfir að brúa bilið aðeins en Ísland vann loka leikhlutann með 17 stigum, 12-29. Lokatölur, 89-65. Af hverju vann Rússland? Þrátt fyrir að hafa ekki úr sínu allra besta liði að velja, þá er Rússland með betra lið en Ísland og það skein í gegn í kvöld. Ekki hjálpaði það til að íslenska liðinu gekk illa að hitta í fyrsta leikhluta, 2/10, ásamt 10 töpuðum boltum, sem bjó til forskot fyrir Rússa sem Ísland náði aldrei að brúa. Hverjir stóðu upp úr? Elvar Már sendir Dmitrii Kulagin á flugFIBA Elvar Már var stigahæstur með 13 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar. Hjá Rússum dreifðist stigaskorið vel þar sem allir komust á blað en besti leikmaður vallarins var Andrey Zubkov með 14 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Rússar leika næst við Hollendinga á meðan Ísland tekur á móti Ítalíu, í leik sem fer vonandi fram á Íslandi. „Við vorum aldrei inn í þessum leik“ Craig Pedersen fer yfir málinFIBA Craig Pedersen, þjálfari Íslands, telur að erfið byrjun íslenska liðsins hafi verið dýrkeypt í þessum leik. „Við byrjuðum leikinn ekki eins og við ætluðum. Tíu tapaðir boltar í fyrsta leikhluta er allt of mikið. Þeir voru mjög aggresívir að fylla upp í mögulegar sendingar leiðir á meðan að okkar sendingar voru ekki nógu góðar. Þeir yfirspiluðu okkur í dag. Ég er samt ánægður að við héldum áfram að berjast og áttum góðan fjórða leikhluta,“ sagði Craig Pedersen í viðtali við RÚV eftir leik. „Rússarnir stungu okkur af frekar snemma í dag. Við verðum bara að viðurkenna að við vorum aldrei inn í þessum leik. Við héldum samt áfram og ég held að við getum lært eitthvað af þessum leik.“ Craig var ánægður með að geta gefið fleiri leikmönnum reynslu og spilatíma í kvöld. „Það voru margir leikmenn sem hafa ekki spilað mikið sem fengu nokkrar mínútur í kvöld og ég held að það er mikilvæg reynsla sem þeir hafa fengið.“ Næsti leikur liðsins er gegn Ítalíu sem verður ekkert auðveldari viðureign. Craig vonast til að endurheimta sína bestu leikmenn fyrir þá rimmu. „Vonandi fáum við Martin, Hauk og Hörð Axel til baka fyrir þann leik. Ítalirnir eru þó líka með líkamlega sterkt lið. Við verðum að vera beittari í sóknarleiknum okkar gegn þeim. Við getum ekki alltaf stoppað leikinn gegn svona góðum liðum en við verðum að vera færir um að skora fleiri stig til að halda okkur inn í leiknum.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum