Hægri græn orka? Tómas Guðbjartsson skrifar 29. nóvember 2021 17:00 Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. Umhverfisráðherra hefur hingað til þurft að gæta hagsmuna náttúrunnar gagnvart öðrum ráðherrum og ráðuneytum, eins og við iðnaðarráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Nýskipaður ráðherra er hins vegar þegar farinn að berja i bumbur með slagorðum eins og „orkuskipti“, „græn orka“ og „virkja meira - en varlega“ - slagorð sem eru meira umbúðir en innihald. Ég minni á að aðeins 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag þarf til að rafvæða allan bílaflota Íslendinga. Yfir 80% af orku okkar fer hins vegar í að knýja stóriðju, aðallega álver, sem eru afar mengandi og hráefnið baxít flutt yfir hnöttinn til að bræða það hérlendis. Afurðin er síðan flutt aftur yfir hafið og notuð i hagkerfum sem sum nýta sér ekki einu sinni að endurnýta málminn. Ekki eru kísilverin skárri, jafnvel þau sem teljast „Vinstri Græn“ eins og á Bakka, en erlendir álrisar gefa nú í skyn að þeir vilji frekari fjárfestingar hér á landi. Enda ál- og kísilverð í hæstu hæðum - en nota bene tímabundið. Eru menn búnir að gleyma hótunum Rio Tinto í Straumsvík fyrir tveimur árum, þegar átti að leggja verksmiðjuna af? Hættan nú er sú að náttúruperlur verið færðar á færibandi undir fallöxi hagsmunaaðila. Nýskipaður ráðherra málaflokksins mun þá sitja báðum megin borðsins og því í kjöraðstöðu að „láta hlutina gerast“. Allt í nafni „grænnar orku“ - sem eftir allt er ekki svo græn - hvort sem hún kemur frá vinstri eða hægri - enda verið að rústa einstakri náttúru okkar, sem ólíkt græðgi, er takmörkuð auðlind. Að svona ráðuneyti skuli vera sett á koppinn á vakt VG er síðan ekkert annað en hneyksli. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. Umhverfisráðherra hefur hingað til þurft að gæta hagsmuna náttúrunnar gagnvart öðrum ráðherrum og ráðuneytum, eins og við iðnaðarráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Nýskipaður ráðherra er hins vegar þegar farinn að berja i bumbur með slagorðum eins og „orkuskipti“, „græn orka“ og „virkja meira - en varlega“ - slagorð sem eru meira umbúðir en innihald. Ég minni á að aðeins 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag þarf til að rafvæða allan bílaflota Íslendinga. Yfir 80% af orku okkar fer hins vegar í að knýja stóriðju, aðallega álver, sem eru afar mengandi og hráefnið baxít flutt yfir hnöttinn til að bræða það hérlendis. Afurðin er síðan flutt aftur yfir hafið og notuð i hagkerfum sem sum nýta sér ekki einu sinni að endurnýta málminn. Ekki eru kísilverin skárri, jafnvel þau sem teljast „Vinstri Græn“ eins og á Bakka, en erlendir álrisar gefa nú í skyn að þeir vilji frekari fjárfestingar hér á landi. Enda ál- og kísilverð í hæstu hæðum - en nota bene tímabundið. Eru menn búnir að gleyma hótunum Rio Tinto í Straumsvík fyrir tveimur árum, þegar átti að leggja verksmiðjuna af? Hættan nú er sú að náttúruperlur verið færðar á færibandi undir fallöxi hagsmunaaðila. Nýskipaður ráðherra málaflokksins mun þá sitja báðum megin borðsins og því í kjöraðstöðu að „láta hlutina gerast“. Allt í nafni „grænnar orku“ - sem eftir allt er ekki svo græn - hvort sem hún kemur frá vinstri eða hægri - enda verið að rústa einstakri náttúru okkar, sem ólíkt græðgi, er takmörkuð auðlind. Að svona ráðuneyti skuli vera sett á koppinn á vakt VG er síðan ekkert annað en hneyksli. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun