Hægri græn orka? Tómas Guðbjartsson skrifar 29. nóvember 2021 17:00 Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. Umhverfisráðherra hefur hingað til þurft að gæta hagsmuna náttúrunnar gagnvart öðrum ráðherrum og ráðuneytum, eins og við iðnaðarráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Nýskipaður ráðherra er hins vegar þegar farinn að berja i bumbur með slagorðum eins og „orkuskipti“, „græn orka“ og „virkja meira - en varlega“ - slagorð sem eru meira umbúðir en innihald. Ég minni á að aðeins 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag þarf til að rafvæða allan bílaflota Íslendinga. Yfir 80% af orku okkar fer hins vegar í að knýja stóriðju, aðallega álver, sem eru afar mengandi og hráefnið baxít flutt yfir hnöttinn til að bræða það hérlendis. Afurðin er síðan flutt aftur yfir hafið og notuð i hagkerfum sem sum nýta sér ekki einu sinni að endurnýta málminn. Ekki eru kísilverin skárri, jafnvel þau sem teljast „Vinstri Græn“ eins og á Bakka, en erlendir álrisar gefa nú í skyn að þeir vilji frekari fjárfestingar hér á landi. Enda ál- og kísilverð í hæstu hæðum - en nota bene tímabundið. Eru menn búnir að gleyma hótunum Rio Tinto í Straumsvík fyrir tveimur árum, þegar átti að leggja verksmiðjuna af? Hættan nú er sú að náttúruperlur verið færðar á færibandi undir fallöxi hagsmunaaðila. Nýskipaður ráðherra málaflokksins mun þá sitja báðum megin borðsins og því í kjöraðstöðu að „láta hlutina gerast“. Allt í nafni „grænnar orku“ - sem eftir allt er ekki svo græn - hvort sem hún kemur frá vinstri eða hægri - enda verið að rústa einstakri náttúru okkar, sem ólíkt græðgi, er takmörkuð auðlind. Að svona ráðuneyti skuli vera sett á koppinn á vakt VG er síðan ekkert annað en hneyksli. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það hljóta allir að sjá að það er algjörlega út úr kú að sami ráðherra fari með umhverfis-/loftslagsmál og orkumál. Hagsmunir orkugeirans á Íslandi eru gríðarlegir og náttúran alltaf sett i annað sæti. Einfaldlega vegna þess að í orku- og stóriðjugeiranum liggja peningarnir - og lobbýismi staðalbúnaður. Umhverfisráðherra hefur hingað til þurft að gæta hagsmuna náttúrunnar gagnvart öðrum ráðherrum og ráðuneytum, eins og við iðnaðarráðherra og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Nýskipaður ráðherra er hins vegar þegar farinn að berja i bumbur með slagorðum eins og „orkuskipti“, „græn orka“ og „virkja meira - en varlega“ - slagorð sem eru meira umbúðir en innihald. Ég minni á að aðeins 3% af þeirri orku sem við framleiðum í dag þarf til að rafvæða allan bílaflota Íslendinga. Yfir 80% af orku okkar fer hins vegar í að knýja stóriðju, aðallega álver, sem eru afar mengandi og hráefnið baxít flutt yfir hnöttinn til að bræða það hérlendis. Afurðin er síðan flutt aftur yfir hafið og notuð i hagkerfum sem sum nýta sér ekki einu sinni að endurnýta málminn. Ekki eru kísilverin skárri, jafnvel þau sem teljast „Vinstri Græn“ eins og á Bakka, en erlendir álrisar gefa nú í skyn að þeir vilji frekari fjárfestingar hér á landi. Enda ál- og kísilverð í hæstu hæðum - en nota bene tímabundið. Eru menn búnir að gleyma hótunum Rio Tinto í Straumsvík fyrir tveimur árum, þegar átti að leggja verksmiðjuna af? Hættan nú er sú að náttúruperlur verið færðar á færibandi undir fallöxi hagsmunaaðila. Nýskipaður ráðherra málaflokksins mun þá sitja báðum megin borðsins og því í kjöraðstöðu að „láta hlutina gerast“. Allt í nafni „grænnar orku“ - sem eftir allt er ekki svo græn - hvort sem hún kemur frá vinstri eða hægri - enda verið að rústa einstakri náttúru okkar, sem ólíkt græðgi, er takmörkuð auðlind. Að svona ráðuneyti skuli vera sett á koppinn á vakt VG er síðan ekkert annað en hneyksli. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun