Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2021 18:01 Bólusett var með bóluefni Moderna í dag. Vísir/Vilhelm Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. Það var strax fullt út úr dyrum þegar opnað var fyrir örvunarbólusetningar á nýjan leik klukkan tíu í morgun en bólusetningum lauk klukkan þrjú í dag og höfðu þá rúmlega sjö þúsund manns fengið þriðja skammtinn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið mjög vel. „Það hefur gengið bara ljómandi vel í dag. Það komu til okkar um 7150 manns sem er bara nokkuð gott, þetta er í annað sinn sem við erum að slá þetta 7000 manna met, við slóum það líklegast fyrst einn daginn í viku eitt, þannig þetta er bara mjög góð aðsókn,“ segir Ragnheiður. Þórólfur Guðnason var meðal þeirra sem mættu í örvun í dag en sjálfur var hann fullbólusettur með AstraZeneca. Grínaðist hann þá með að hann væri að svíkja lit með því að fá örvunarskammt með Moderna. Ragnheiður segir gaman að fá sóttvarnalækni í bólusetningu. „Það er alltaf gaman og hann svona slær tóninn með því að koma til okkar,“ segir Ragnheiður. Mæting í örvunarbólusetningu hefur verið um 70 prósent undanfarnar tvær vikur en einnig hefur fólk nýtt sér opna bólusetningadaga á fimmtudögum og föstudögum. Þannig gætu fleiri hafa skilað sér í bólusetningu. Ragnheiður segist binda miklar vonir við mætingu næstu daga og hvetur alla sem geta að mæta þegar þeir fá boð. „Við vonum að gangurinn verði bara góður áfram hjá okkur þessa viku og svo næstu, sem er þá síðasta vikan. Það voru líklega um 23 þúsund manns sem fengu boð í þessari viku og svo eru heldur færri í næstu viku þannig þetta er allt svona að hafast hjá okkur,“ segir Ragnheiður. Þeir sem komast ekki á boðuðum tíma þurfa þó ekki að örvænta en allir sem hafa fengið boð eiga rétt á að mæta þegar verið er að bólusetja. Að því er kemur fram á covid.is hefur þátttaka í bólusetningu verið heldur góð en 82 prósent þeirra sem áttu að mæta í örvun fyrir nóvember hafa fengið sinn skammt og 66 prósent þeirra sem áttu að mæta í nóvember. Þá hafa einhverjir sem áttu að mæta í desember fengið að mæta fyrr þar sem 18 prósent þeirra fengið sinn skammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi Sjá meira
Það var strax fullt út úr dyrum þegar opnað var fyrir örvunarbólusetningar á nýjan leik klukkan tíu í morgun en bólusetningum lauk klukkan þrjú í dag og höfðu þá rúmlega sjö þúsund manns fengið þriðja skammtinn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið mjög vel. „Það hefur gengið bara ljómandi vel í dag. Það komu til okkar um 7150 manns sem er bara nokkuð gott, þetta er í annað sinn sem við erum að slá þetta 7000 manna met, við slóum það líklegast fyrst einn daginn í viku eitt, þannig þetta er bara mjög góð aðsókn,“ segir Ragnheiður. Þórólfur Guðnason var meðal þeirra sem mættu í örvun í dag en sjálfur var hann fullbólusettur með AstraZeneca. Grínaðist hann þá með að hann væri að svíkja lit með því að fá örvunarskammt með Moderna. Ragnheiður segir gaman að fá sóttvarnalækni í bólusetningu. „Það er alltaf gaman og hann svona slær tóninn með því að koma til okkar,“ segir Ragnheiður. Mæting í örvunarbólusetningu hefur verið um 70 prósent undanfarnar tvær vikur en einnig hefur fólk nýtt sér opna bólusetningadaga á fimmtudögum og föstudögum. Þannig gætu fleiri hafa skilað sér í bólusetningu. Ragnheiður segist binda miklar vonir við mætingu næstu daga og hvetur alla sem geta að mæta þegar þeir fá boð. „Við vonum að gangurinn verði bara góður áfram hjá okkur þessa viku og svo næstu, sem er þá síðasta vikan. Það voru líklega um 23 þúsund manns sem fengu boð í þessari viku og svo eru heldur færri í næstu viku þannig þetta er allt svona að hafast hjá okkur,“ segir Ragnheiður. Þeir sem komast ekki á boðuðum tíma þurfa þó ekki að örvænta en allir sem hafa fengið boð eiga rétt á að mæta þegar verið er að bólusetja. Að því er kemur fram á covid.is hefur þátttaka í bólusetningu verið heldur góð en 82 prósent þeirra sem áttu að mæta í örvun fyrir nóvember hafa fengið sinn skammt og 66 prósent þeirra sem áttu að mæta í nóvember. Þá hafa einhverjir sem áttu að mæta í desember fengið að mæta fyrr þar sem 18 prósent þeirra fengið sinn skammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi Sjá meira