Gummi Tóta með flotta innkomu þegar New York sló út Arnór Ingva og félaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 08:01 Guðmundur Þórarinsson fagnar með félögum sínum í New York City FC eftir að sigurinn var í höfn í vítakeppninni. AP/Charles Krupa Guðmundur Þórarinsson og félagar i New York City eru komnir alla leið í úrslitaleik Austudeildar MLS-deildarinnar eftir að hafa slegið út deildarmeistara New England Revolution í Íslendingarslag í nótt. Liðin gerðu 2-2 jafntefli eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. New York City vann 5-3 í vítakeppni. Onwards. Together. #ForTheCity pic.twitter.com/OX2VjXT7Wh— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Íslensku landsliðsmennirnir Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason byrjuðu báðir á bekknum í leiknum en komu inn á sem varamenn. Arnór Ingvi kom inn á 90. mínútu en var síðan tekin aftur af velli á 114. mínútu. Guðmundur kom inn á 101. mínútu og átta mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Valentín Castellanos. Castellanos skoraði þá með skalla og kom New York City í 2-1. Hér fyrir neðan má sjá fyrirgjöf Gumma Tóta og markið. THE LATE TATYGOL @tatycaste11anos pic.twitter.com/mkGa6u1zuz— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Tajon Buchanan jafnaði metin fyrir Revolution og tryggði sínu liði vítakeppni. Leikmenn New York City nýttu allar fimm vítaspyrnurnar sínar og voru búnir að vinna vítakeppnina fyrir síðustu spyrnu New England. Guðmundur tók ekki víti fyrir sitt lið og Arnór Ingvi var farinn af velli. THAT WINNING PENALTY #ForTheCity pic.twitter.com/7NDpggp6Xw— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Adam Buksa sem skoraði fyrra mark New England í leiknum var sá eini sem klikkaði en Sean Johnson varði frá honum aðra vítaspyrnu liðsins. Buksa jafnaði leikinn í 1-1 á 9. mínútu eftir að Santiago Rodríguez hafði komið New York City í 1-0 strax á 3. mínútu. New York City mætir Philadelphia Union í úrslitaleik Austurdeildarinnar sem fer fram á sunnudaginn kemur. Sigurvegarinn úr þeim leik spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn. Highlights from an instant #MLSCupPlayoffs classic in Foxborough #ForTheCity pic.twitter.com/NM2qa1vPeA— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 MLS Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Liðin gerðu 2-2 jafntefli eftir að staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. New York City vann 5-3 í vítakeppni. Onwards. Together. #ForTheCity pic.twitter.com/OX2VjXT7Wh— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Íslensku landsliðsmennirnir Guðmundur Þórarinsson og Arnór Ingvi Traustason byrjuðu báðir á bekknum í leiknum en komu inn á sem varamenn. Arnór Ingvi kom inn á 90. mínútu en var síðan tekin aftur af velli á 114. mínútu. Guðmundur kom inn á 101. mínútu og átta mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Valentín Castellanos. Castellanos skoraði þá með skalla og kom New York City í 2-1. Hér fyrir neðan má sjá fyrirgjöf Gumma Tóta og markið. THE LATE TATYGOL @tatycaste11anos pic.twitter.com/mkGa6u1zuz— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Tajon Buchanan jafnaði metin fyrir Revolution og tryggði sínu liði vítakeppni. Leikmenn New York City nýttu allar fimm vítaspyrnurnar sínar og voru búnir að vinna vítakeppnina fyrir síðustu spyrnu New England. Guðmundur tók ekki víti fyrir sitt lið og Arnór Ingvi var farinn af velli. THAT WINNING PENALTY #ForTheCity pic.twitter.com/7NDpggp6Xw— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021 Adam Buksa sem skoraði fyrra mark New England í leiknum var sá eini sem klikkaði en Sean Johnson varði frá honum aðra vítaspyrnu liðsins. Buksa jafnaði leikinn í 1-1 á 9. mínútu eftir að Santiago Rodríguez hafði komið New York City í 1-0 strax á 3. mínútu. New York City mætir Philadelphia Union í úrslitaleik Austurdeildarinnar sem fer fram á sunnudaginn kemur. Sigurvegarinn úr þeim leik spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn. Highlights from an instant #MLSCupPlayoffs classic in Foxborough #ForTheCity pic.twitter.com/NM2qa1vPeA— New York City FC (@NYCFC) December 1, 2021
MLS Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira