Formaðurinn flaug með Haukaliðið og stuðningsmenn út í Evrópuleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 12:31 Þorgeir Haraldsson ræddi um afrek Haukanna á móti Barcelona. Samsett/S2 Sport Það er ekki slæmt þegar formaður Handknattleiksdeildar félagsins er líka flugstjóri hjá Icelandair og það nýttu Haukarnir sér þegar þeir mættu með stóran hóp með liðinu í Evrópuleiki liðsins fyrir tæplega tveimur áratugum. Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, ræddi meðal annars Evrópuævintýri Haukaliðsins í þættinum í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Þorgeir hefur verið í fararbroddi í starfi Hauka í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma urðu Haukarnir að stórveldi í íslenskum handbolta. Evrópuævintýri liðsins urðu líka eftirminnileg en þá var Haukaliðið oft að spila í Meistaradeild Evrópu. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Þorgeir um tímann hjá Haukum og spurði hann meðal annars af því hvað standi upp úr í þessum Evrópuævintýrum. „Það er þessi leikur í Barcelona,“ sagði Þorgeir en Haukarnir enduðu þá fjörutíu leikja sigurgöngu Barcelona liðsins í Evrópukeppni með að ná jafntefli á útivelli. Klippa: Foringjarnir: Evrópuævintýri Haukanna í handboltanum „Við vorum svo klikkaðir á þessum tíma,“ sagði Þorgeir og rifjaði upp ferðir Haukanna til Braga í Portúgal. „Það var svo mikil múgsefjun í klúbbnum að fólk fór að spyrja hvort það gætist ekki komist með. Það endaði bara í 180 manns í heilli flugvél,“ sagði Þorgeir. „Þetta var ekki einu sinni heldur þrisvar sinnum sem við gerðum þetta. Ég flaug nú í tvö skipti sjálfur vélinni. Þetta er þessi félagslegi pakki sem að ég held að geri stóran hlut hjá okkur,“ sagði Þorgeir. „Fólk vill vera með og þess vegna eru mikil sárindi í dag að geta ekki verið hérna,“ sagði Þorgeir og vísaði í það að Haukar hafa lokað á áhorfendur á heimaleikjum sínum vegna hertra sóttvarnarreglna. „Þegar við vorum að fara með þessar hópferðir það er ógleymanlegt. Leikurinn á móti Barcelona stendur upp úr,“ sagði Þorgeir eins og sjá má hér fyrir ofan. Foringjarnir Handbolti Haukar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Þorgeir Haraldsson, formaður Handknattleiksdeildar Hauka, ræddi meðal annars Evrópuævintýri Haukaliðsins í þættinum í Foringjunum á Stöð 2 Sport en í þáttunum er rætt við menn sem hafa gefið mikið af sér og verið lengi í áhrifastöðum hjá íslenskum íþróttafélögunum. Þorgeir hefur verið í fararbroddi í starfi Hauka í meira en þrjá áratugi og á þeim tíma urðu Haukarnir að stórveldi í íslenskum handbolta. Evrópuævintýri liðsins urðu líka eftirminnileg en þá var Haukaliðið oft að spila í Meistaradeild Evrópu. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Þorgeir um tímann hjá Haukum og spurði hann meðal annars af því hvað standi upp úr í þessum Evrópuævintýrum. „Það er þessi leikur í Barcelona,“ sagði Þorgeir en Haukarnir enduðu þá fjörutíu leikja sigurgöngu Barcelona liðsins í Evrópukeppni með að ná jafntefli á útivelli. Klippa: Foringjarnir: Evrópuævintýri Haukanna í handboltanum „Við vorum svo klikkaðir á þessum tíma,“ sagði Þorgeir og rifjaði upp ferðir Haukanna til Braga í Portúgal. „Það var svo mikil múgsefjun í klúbbnum að fólk fór að spyrja hvort það gætist ekki komist með. Það endaði bara í 180 manns í heilli flugvél,“ sagði Þorgeir. „Þetta var ekki einu sinni heldur þrisvar sinnum sem við gerðum þetta. Ég flaug nú í tvö skipti sjálfur vélinni. Þetta er þessi félagslegi pakki sem að ég held að geri stóran hlut hjá okkur,“ sagði Þorgeir. „Fólk vill vera með og þess vegna eru mikil sárindi í dag að geta ekki verið hérna,“ sagði Þorgeir og vísaði í það að Haukar hafa lokað á áhorfendur á heimaleikjum sínum vegna hertra sóttvarnarreglna. „Þegar við vorum að fara með þessar hópferðir það er ógleymanlegt. Leikurinn á móti Barcelona stendur upp úr,“ sagði Þorgeir eins og sjá má hér fyrir ofan.
Foringjarnir Handbolti Haukar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti