Velkomin í hverfið mitt Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifa 1. desember 2021 07:30 Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma. Góð byrjun þegar fólk flytur hingað skiptir hér öllu máli og Velferðasvið Reykjavíkurborgar spilar þar stórt hlutverk. Samþætting og inngilding Undanfarin ár hefur „Velkomin í hverfið mitt“ verkefnið verið í þróun í borginni en það gengur út á að bjóða öllum fjölskyldum af erlendum uppruna með barn sem hefur skólagöngu til fundar þar sem samfélagið er kynnt og stuðningur boðinn. Stór hluti þessa er að tryggja að börn nýti frístundastyrk til að þau geti þjálfað hæfni sína og gert það sem þeim finnst skemmtilegt. Við höfum líka verið að þróa áfram sendiherraverkefni þar sem fólk af erlendum uppruna fær starf sem sendiherra reykvískrar þjónustu gagnvart samlöndum sínum og sendiherra þeirra tilbaka til okkar sem þróum áfram þjónustuna. Stór hluti verkefnisins snýst þannig um flæði upplýsinga milli Þjónustumiðstöðvar og menningarhópa með það að markmiði að skapa vettvang fyrir samstarf. Í dag hefur þjónustumiðstöð Breiðholts fengið 11 aðila til að gegna hlutverki sendiherra. Menningarmiðlarar af erlendum uppruna mynda annað mikilvægt verkefni en þeir hafa það hlutverk að virka sem brú á milli mismunandi hópa innan samfélags og miðla menningu milli hópa þannig að við kynnumst öll betur og skiljum hvort annað betur. Mikil áhersla er lögð á að færa alla þjónustu nær umsækjendum um alþjóðlega vernd og skapa þeim tækifæri og skjól meðan mál þeirra er tekið fyrir. Mótun alþjóða teymis En til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu þurfa sumir sérstaklega öflugan og jákvæðan stuðning í byrjun og þar á meðal er fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd. Fjöldi þeirra hefur farið úr um fimmtíu manns fyrir sex árum en í fyrra voru það um sex hundruð einstaklingar. Þetta er því bæði stórt og mikilvægt verkefni sem Reykjavíkurborg hefur metnað til að sinna vel og þá með inngildingu að leiðarljósi. Að við sköpum tækifæri fyrir öll að taka þátt í samfélaginu og láta til sín taka óháð uppruna, litarhafti, kyni, holdarfari, trú eða nokkurs annars. Í þróun er alþjóðateymi Alþjóðateymi, sem vinnur með málefni fólks af erlendum uppruna og verður staðsett í Mjódd í Breiðholti. Alþjóðateymi mun hafa það hlutverk að annast og samræma starf Reykjavíkurborgar með fólki af erlendum uppruna. Tilgangurinn með stofnun alþjóðateymis er að tryggja að starfsemi velferðarsviðs endurspegli sístækkandi hóp notenda þjónustu Reykjavíkurborgar sem er af erlendu bergi brotinn. Ennfremur að tryggja innleiðingu á þeim aðgerðum velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem taka til þjónustu við íbúa af erlendum uppruna. Saman munu starfa starfsmenn sem annast samræmda móttöku fyrir flóttafólk og vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæði þessi verkefni eru fjármögnuð af ríkissjóð en það er mikilvægt að sveitarfélög taki vel á móti þessu fólki eins og öðrum íbúum sem hingað flytja til skemmri eða lengri tíma. Samstarf samfélags Rauði krossinn veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd, talsmannaþjónustu og félagslegan stuðning. Hjálparstofnun kirkjunnar er með margvísleg verkefni sem og Samhjálp, Hjálpræðisherinn og fleiri aðilar sem stuðla með starfi sínu að því að draga úr félagslegri einangrun og valdefla fólk. Við þurfum nefnilega að nálgast þetta stóra verkefni öll saman. Við Íslendingar erum lánsöm, við þurfum ekki að flýja landið okkar og við erum það ríkt samfélag hér á enginn að þurfa að líða skort eða óttast um líf sitt og heilsu vegna fátæktar. Við getum hisnvegar gefið af okkur til þeirra sem þetta þurfa því við erum öll jafn mikilvæg sama hvar í heiminum við fæðumst. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum tekið á móti fleira fólki af erlendum uppruna en nokkurntíma áður. Innflytjendur eru fjölbreytur hópur sem leggur sitt að mörkum í þessu samfélagi og það skiptir miklu máli að vel sé staðið að móttöku nýrra íbúa, hvort sem þeir flytjast hingað til skemmri eða lengri tíma. Góð byrjun þegar fólk flytur hingað skiptir hér öllu máli og Velferðasvið Reykjavíkurborgar spilar þar stórt hlutverk. Samþætting og inngilding Undanfarin ár hefur „Velkomin í hverfið mitt“ verkefnið verið í þróun í borginni en það gengur út á að bjóða öllum fjölskyldum af erlendum uppruna með barn sem hefur skólagöngu til fundar þar sem samfélagið er kynnt og stuðningur boðinn. Stór hluti þessa er að tryggja að börn nýti frístundastyrk til að þau geti þjálfað hæfni sína og gert það sem þeim finnst skemmtilegt. Við höfum líka verið að þróa áfram sendiherraverkefni þar sem fólk af erlendum uppruna fær starf sem sendiherra reykvískrar þjónustu gagnvart samlöndum sínum og sendiherra þeirra tilbaka til okkar sem þróum áfram þjónustuna. Stór hluti verkefnisins snýst þannig um flæði upplýsinga milli Þjónustumiðstöðvar og menningarhópa með það að markmiði að skapa vettvang fyrir samstarf. Í dag hefur þjónustumiðstöð Breiðholts fengið 11 aðila til að gegna hlutverki sendiherra. Menningarmiðlarar af erlendum uppruna mynda annað mikilvægt verkefni en þeir hafa það hlutverk að virka sem brú á milli mismunandi hópa innan samfélags og miðla menningu milli hópa þannig að við kynnumst öll betur og skiljum hvort annað betur. Mikil áhersla er lögð á að færa alla þjónustu nær umsækjendum um alþjóðlega vernd og skapa þeim tækifæri og skjól meðan mál þeirra er tekið fyrir. Mótun alþjóða teymis En til þess að geta tekið virkan þátt í samfélaginu þurfa sumir sérstaklega öflugan og jákvæðan stuðning í byrjun og þar á meðal er fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd. Fjöldi þeirra hefur farið úr um fimmtíu manns fyrir sex árum en í fyrra voru það um sex hundruð einstaklingar. Þetta er því bæði stórt og mikilvægt verkefni sem Reykjavíkurborg hefur metnað til að sinna vel og þá með inngildingu að leiðarljósi. Að við sköpum tækifæri fyrir öll að taka þátt í samfélaginu og láta til sín taka óháð uppruna, litarhafti, kyni, holdarfari, trú eða nokkurs annars. Í þróun er alþjóðateymi Alþjóðateymi, sem vinnur með málefni fólks af erlendum uppruna og verður staðsett í Mjódd í Breiðholti. Alþjóðateymi mun hafa það hlutverk að annast og samræma starf Reykjavíkurborgar með fólki af erlendum uppruna. Tilgangurinn með stofnun alþjóðateymis er að tryggja að starfsemi velferðarsviðs endurspegli sístækkandi hóp notenda þjónustu Reykjavíkurborgar sem er af erlendu bergi brotinn. Ennfremur að tryggja innleiðingu á þeim aðgerðum velferðarstefnu Reykjavíkurborgar sem taka til þjónustu við íbúa af erlendum uppruna. Saman munu starfa starfsmenn sem annast samræmda móttöku fyrir flóttafólk og vinnu með umsækjendum um alþjóðlega vernd. Bæði þessi verkefni eru fjármögnuð af ríkissjóð en það er mikilvægt að sveitarfélög taki vel á móti þessu fólki eins og öðrum íbúum sem hingað flytja til skemmri eða lengri tíma. Samstarf samfélags Rauði krossinn veitir umsækjendum um alþjóðlega vernd, talsmannaþjónustu og félagslegan stuðning. Hjálparstofnun kirkjunnar er með margvísleg verkefni sem og Samhjálp, Hjálpræðisherinn og fleiri aðilar sem stuðla með starfi sínu að því að draga úr félagslegri einangrun og valdefla fólk. Við þurfum nefnilega að nálgast þetta stóra verkefni öll saman. Við Íslendingar erum lánsöm, við þurfum ekki að flýja landið okkar og við erum það ríkt samfélag hér á enginn að þurfa að líða skort eða óttast um líf sitt og heilsu vegna fátæktar. Við getum hisnvegar gefið af okkur til þeirra sem þetta þurfa því við erum öll jafn mikilvæg sama hvar í heiminum við fæðumst. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar Sabine Leskopf, borgarfulltrúi
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun