Nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi lagt fram Telma Tómasson skrifar 2. desember 2021 10:08 Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökn TSB Tierschutzbund Zurich og AWF Animal Welfare Foundation birtu á dögunum heimildarmynd um blóðtöku mera á Íslandi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lagði í gær fram á Alþingi nýtt frumvarp um bann við blóðmerahaldi með breytingu á lögum um velferð dýra. Inga segir að nýbirt myndband alþjóðlegra dýraverndarsamtaka um búgreinina á Íslandi sýni harkalega meðferð hryssa við blóðtöku og að velferð þeirra sé ekki gætt. Um 50 frumvörp hafi nú þegar verið lögð fram af hálfu Flokks fólksins, en þetta sé eitt þriggja sem sett verði í forgang. Vonast hún til að málið verði tekið til umræðu á Alþingi fyrir jól. Takmarkaðar upplýsingar Eins og fram hefur komið er hórmónið PMSG unnið úr blóði fylfullra hryssa sem notað er til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr. Það er að langmestu leyti flutt út, einkum til að stilla saman gangmál og auka frjósemi húsdýra á meginlandinu. Fyrirtækið Ísteka ehf kaupir allar afurðirnar af blóðmerabændum hérlendis og veltir tæpum tveimur milljörðum króna á ársgrundvelli. Ísteka rekur einnig eigin blóðmerabú og á fjölda hryssa, samkvæmt heimildum fréttastofu, en nánari upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins er erfitt að nálgast, enda hefur Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri þess, hafnað öllum viðtölum þrátt fyrir ítrekuð boð þar um. Ísland eina Evrópulandið í blóðmerabúskap Um árabil hefur blóðmerahald verið bannað í löndum Evrópusambandsins á grunni laga um dýravernd og er Ísland eina landið í Evrópu þar sem greinin er stunduð. Dýraverndarsamtök hafa reynt að beita þrýstingi til að banna innflutning lyfja sem framleidd eru úr merablóði frá ríkjum utan ESB, til að mynda Argentínu og Úrúgvæ. Málið hefur hlotið áheyrn Evrópuþingsins sem ályktaði nú síðast í október um að hvetja framkvæmdastjórn ESB til að banna innflutning á PMSG, en mikil vinna er nú lögð í að auka sjálfbærni í landbúnaði í ríkjum sambandsins. Umræðan fór einnig fram í apríl á þessu ári en þá svaraði framkvæmastjórnin því til að innflutningsbann á lyfinu stæði ekki til að svo stöddu. Sérstök ákvæði um nærgætni og hvíld Inga Sæland lagði fram á Alþingi sambærilegt frumvarp og greint er frá hér að ofan fyrr á þessu ári, orðalag var með aðeins öðrum hætti og greinargerð með frumvarpinu önnur. Það frumvarp hlaut ekki brautargengi. Atvinnuveganefnd Alþingis bárust 13 umsagnir um frumvarpið frá ýmsum hagsmunaaðilum, félögum, einstaklingum og Matvælastofnun. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/vilhelm Umsagnirnar voru allar á þann veg að blóðtaka úr fylfullum hryssum, stangaðist ekki á við íslensk lög um velferð dýra, þvert á móti að velferðarsamningar Ísteka við bændur stuðluðu að betri meðferð og umhirðu dýra. Ísteka kveður dýravelferðarsamninga byggja á skilyrðum Matvælastofnunar og Fagráðs um dýravelferð sem sett eru í samræmi við nýjustu lög og reglugerðir. Orðrétt segir í umsögn: „Þar er meðal annars að finna sérstök ákvæði um nærgætni í umgengni og hvíld hrossanna, ákvæði um gott beitiland og aðgang að vatni og saltsteinum. Sérstök ákvæði eru einnig dýravelferðarsamningnum um góða aðstöðu þar sem blóðgjöf fer fram.“ Í umsögn Ísteka segir jafnframt að vel sé fylgst með heilsu hryssanna eftir blóðgjöf og rannsóknir hafi sýnt að hún hafi ekki neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Fréttastofan hefur óskað eftir nánari upplýsingum um þá rannsókn sem hér er getið um til staðfestingar á þessari fullyrðingu, en fyrirtækið hefur ekki svarað erindinu. Meðflutningsmenn Ingu að framlagningu frumvarps um bann við blóðmerahaldi nú eru aðrir þingmenn Flokks fólksins auk tveggja þingmanna Vinstri grænna, þeirra Jódísar Skúladóttur og Orra Páls Jóhannssonar. Dýraheilbrigði Alþingi Blóðmerahald Tengdar fréttir Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum. 25. nóvember 2021 14:44 Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra. 23. nóvember 2021 18:12 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Um 50 frumvörp hafi nú þegar verið lögð fram af hálfu Flokks fólksins, en þetta sé eitt þriggja sem sett verði í forgang. Vonast hún til að málið verði tekið til umræðu á Alþingi fyrir jól. Takmarkaðar upplýsingar Eins og fram hefur komið er hórmónið PMSG unnið úr blóði fylfullra hryssa sem notað er til að framleiða frjósemislyf fyrir dýr. Það er að langmestu leyti flutt út, einkum til að stilla saman gangmál og auka frjósemi húsdýra á meginlandinu. Fyrirtækið Ísteka ehf kaupir allar afurðirnar af blóðmerabændum hérlendis og veltir tæpum tveimur milljörðum króna á ársgrundvelli. Ísteka rekur einnig eigin blóðmerabú og á fjölda hryssa, samkvæmt heimildum fréttastofu, en nánari upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins er erfitt að nálgast, enda hefur Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri þess, hafnað öllum viðtölum þrátt fyrir ítrekuð boð þar um. Ísland eina Evrópulandið í blóðmerabúskap Um árabil hefur blóðmerahald verið bannað í löndum Evrópusambandsins á grunni laga um dýravernd og er Ísland eina landið í Evrópu þar sem greinin er stunduð. Dýraverndarsamtök hafa reynt að beita þrýstingi til að banna innflutning lyfja sem framleidd eru úr merablóði frá ríkjum utan ESB, til að mynda Argentínu og Úrúgvæ. Málið hefur hlotið áheyrn Evrópuþingsins sem ályktaði nú síðast í október um að hvetja framkvæmdastjórn ESB til að banna innflutning á PMSG, en mikil vinna er nú lögð í að auka sjálfbærni í landbúnaði í ríkjum sambandsins. Umræðan fór einnig fram í apríl á þessu ári en þá svaraði framkvæmastjórnin því til að innflutningsbann á lyfinu stæði ekki til að svo stöddu. Sérstök ákvæði um nærgætni og hvíld Inga Sæland lagði fram á Alþingi sambærilegt frumvarp og greint er frá hér að ofan fyrr á þessu ári, orðalag var með aðeins öðrum hætti og greinargerð með frumvarpinu önnur. Það frumvarp hlaut ekki brautargengi. Atvinnuveganefnd Alþingis bárust 13 umsagnir um frumvarpið frá ýmsum hagsmunaaðilum, félögum, einstaklingum og Matvælastofnun. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/vilhelm Umsagnirnar voru allar á þann veg að blóðtaka úr fylfullum hryssum, stangaðist ekki á við íslensk lög um velferð dýra, þvert á móti að velferðarsamningar Ísteka við bændur stuðluðu að betri meðferð og umhirðu dýra. Ísteka kveður dýravelferðarsamninga byggja á skilyrðum Matvælastofnunar og Fagráðs um dýravelferð sem sett eru í samræmi við nýjustu lög og reglugerðir. Orðrétt segir í umsögn: „Þar er meðal annars að finna sérstök ákvæði um nærgætni í umgengni og hvíld hrossanna, ákvæði um gott beitiland og aðgang að vatni og saltsteinum. Sérstök ákvæði eru einnig dýravelferðarsamningnum um góða aðstöðu þar sem blóðgjöf fer fram.“ Í umsögn Ísteka segir jafnframt að vel sé fylgst með heilsu hryssanna eftir blóðgjöf og rannsóknir hafi sýnt að hún hafi ekki neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Fréttastofan hefur óskað eftir nánari upplýsingum um þá rannsókn sem hér er getið um til staðfestingar á þessari fullyrðingu, en fyrirtækið hefur ekki svarað erindinu. Meðflutningsmenn Ingu að framlagningu frumvarps um bann við blóðmerahaldi nú eru aðrir þingmenn Flokks fólksins auk tveggja þingmanna Vinstri grænna, þeirra Jódísar Skúladóttur og Orra Páls Jóhannssonar.
Dýraheilbrigði Alþingi Blóðmerahald Tengdar fréttir Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum. 25. nóvember 2021 14:44 Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra. 23. nóvember 2021 18:12 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09
Frumvarpi Ingu um blóðmerar slátrað í umsögnum Fjölmargir lögðust með umsögn alfarið á móti því að frumvarp sem Inga Sæland lagði fram snemma árs, frumvarp til laga um breytingu á lögum um velferð dýra, nr. 55/2013 – blóðmerahald – yrði að lögum. 25. nóvember 2021 14:44
Hátt í fjörutíu lítrar teknir úr hverri hryssu Hátt í fjörutíu lítrar af blóði eru teknir úr hryssum á hverju blóðtökutímabili. Allt að fimm lítrar eru teknir í hvert skipti, sem samsvarar um fimmtán til tuttugu prósentum af öllu blóðmagni hestsins. Fyrir þessa fimm lítra fást tíu þúsund krónur eða áttatíu þúsund krónur fyrir fjörutíu lítra. 23. nóvember 2021 18:12
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent