Við þurfum meira af grænu orkunni okkar Gunnar Guðni Tómasson skrifar 3. desember 2021 14:01 Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar. Þeir framleiða sem aldrei fyrr inn á markaði, sem greiða hátt verð fyrir. Og eftirspurnin er líka merki um kraft og almenna velgengni í samfélaginu. Nú er hins vegar svo komið að við náum vart að anna eftirspurn eftir raforku, hvað þá að taka nýjum tækifærum fagnandi. Landsvirkjun rekur stærsta vinnslukerfi raforku á Íslandi og framleiðir yfir 70% af þeirri raforku sem seld er í landinu. Vinnslukerfi okkar samanstendur af 15 vatnsaflsstöðvum, þremur jarðvarmastöðvum og tveimur vindmyllum. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Hluti af þessu afli er bundinn sem svokallað reiðu- og reglunarafl í samningum við Landsnet, en tilgangur þess er að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Þar að auki er lítill hluti aflsins almennt frátekinn vegna reglubundins viðhalds í aflstöðvum Landsvirkjunar. Það sem eftir stendur er það afl sem tiltækt er hverju sinni til að framleiða raforku og sinna eftirspurn frá viðskiptavinum okkar. Aldrei meiri orkuvinnsla Álag í vinnslukerfi Landsvirkjunar hefur verið mikið undanfarnar vikur. Nú á síðustu vikum hefur heildarvinnsla í kerfinu ítrekað slegið fyrri met. Þann 11. nóvember síðastliðinn fór vinnslan í fyrsta skipti í sögunni í 1869 MW og þann 30. nóvember var metið enn bætt þegar vinnslan var samtals 1890 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það jafnvel alveg uppurið. Þetta á sérstaklega við um Suðvesturland þar sem notkunin er mest. Við þetta bætist að staða í miðlunarlónum okkar er frekar þröng um þessar mundir, sérstaklega á Suðurlandi, en flutningstakmarkanir milli landshluta hafa veruleg áhrif á samnýtingu miðlunarlóna Landsvirkjunar og þar með á rekstur vinnslukerfisins í heild. Í þessari þröngu stöðu höfum við leitast við að flytja eins mikla orku suður yfir heiðar og mögulegt er, en þar er flutningskerfið takmarkandi þáttur. Öfundsverð staða Við eigum fullt í fangi með að anna eftirspurn eftir grænu, hreinu orkunni okkar og ekkert sem bendir til að draga muni úr þeirri eftirspurn. Þvert á móti, því við vitum að auk þess að anna eftirspurn núverandi viðskiptavina þurfum við jafnframt að huga að orkuskiptum og ýmsum grænum tækifærum framtíðar sem kalla á aukið framboð raforku. Þetta er öfundsverð staða, í landi endurnýjanlegrar orku. Það blasir hins vegar við að orka og afl inn í raforkukerfið fæst eingöngu með byggingu nýrra virkjana eða stækkun eldri virkjana. Hvort tveggja er langt og flókið ferli sem tekur að lágmarki nokkur ár og í sumum tilfellum jafnvel áratugi í undirbúningi og framkvæmd. Landsvirkjun stýrir sínu vinnslukerfi með það að markmiði að afhenda orku til viðskiptavina sinna í samræmi við samninga þar um. Við núverandi aðstæður er engin laus orka í vinnslukerfi fyrirtækisins. Rétt er að minna á að það er ekki eingöngu hlutverk Landsvirkjunar að huga að því hvernig aukinni þörf samfélagsins fyrir raforku verður mætt, því samspil heildarframboðs og heildareftirspurnar á raforkumarkaði á hverjum tíma snýr að orkuöryggi í landinu og er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Orkuskipti Vindorka Gunnar Guðni Tómasson Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Eftirspurn eftir raforku hefur aldrei verið meiri hér á landi. Það eru auðvitað góð tíðindi fyrir Landsvirkjun, sem byggir rekstur sinn á sölu rafmagns. Þessi mikla eftirspurn endurspeglar líka jákvæðar aðstæður í rekstri stórra viðskiptavina okkar. Þeir framleiða sem aldrei fyrr inn á markaði, sem greiða hátt verð fyrir. Og eftirspurnin er líka merki um kraft og almenna velgengni í samfélaginu. Nú er hins vegar svo komið að við náum vart að anna eftirspurn eftir raforku, hvað þá að taka nýjum tækifærum fagnandi. Landsvirkjun rekur stærsta vinnslukerfi raforku á Íslandi og framleiðir yfir 70% af þeirri raforku sem seld er í landinu. Vinnslukerfi okkar samanstendur af 15 vatnsaflsstöðvum, þremur jarðvarmastöðvum og tveimur vindmyllum. Samanlagt uppsett afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar er um 2150 MW, þar af um 2000 MW í vatnsafli. Hluti af þessu afli er bundinn sem svokallað reiðu- og reglunarafl í samningum við Landsnet, en tilgangur þess er að tryggja öruggan rekstur raforkukerfisins. Þar að auki er lítill hluti aflsins almennt frátekinn vegna reglubundins viðhalds í aflstöðvum Landsvirkjunar. Það sem eftir stendur er það afl sem tiltækt er hverju sinni til að framleiða raforku og sinna eftirspurn frá viðskiptavinum okkar. Aldrei meiri orkuvinnsla Álag í vinnslukerfi Landsvirkjunar hefur verið mikið undanfarnar vikur. Nú á síðustu vikum hefur heildarvinnsla í kerfinu ítrekað slegið fyrri met. Þann 11. nóvember síðastliðinn fór vinnslan í fyrsta skipti í sögunni í 1869 MW og þann 30. nóvember var metið enn bætt þegar vinnslan var samtals 1890 MW. Við slíkar aðstæður verður mjög þröngt um tiltækt afl í vinnslukerfi Landsvirkjunar og það jafnvel alveg uppurið. Þetta á sérstaklega við um Suðvesturland þar sem notkunin er mest. Við þetta bætist að staða í miðlunarlónum okkar er frekar þröng um þessar mundir, sérstaklega á Suðurlandi, en flutningstakmarkanir milli landshluta hafa veruleg áhrif á samnýtingu miðlunarlóna Landsvirkjunar og þar með á rekstur vinnslukerfisins í heild. Í þessari þröngu stöðu höfum við leitast við að flytja eins mikla orku suður yfir heiðar og mögulegt er, en þar er flutningskerfið takmarkandi þáttur. Öfundsverð staða Við eigum fullt í fangi með að anna eftirspurn eftir grænu, hreinu orkunni okkar og ekkert sem bendir til að draga muni úr þeirri eftirspurn. Þvert á móti, því við vitum að auk þess að anna eftirspurn núverandi viðskiptavina þurfum við jafnframt að huga að orkuskiptum og ýmsum grænum tækifærum framtíðar sem kalla á aukið framboð raforku. Þetta er öfundsverð staða, í landi endurnýjanlegrar orku. Það blasir hins vegar við að orka og afl inn í raforkukerfið fæst eingöngu með byggingu nýrra virkjana eða stækkun eldri virkjana. Hvort tveggja er langt og flókið ferli sem tekur að lágmarki nokkur ár og í sumum tilfellum jafnvel áratugi í undirbúningi og framkvæmd. Landsvirkjun stýrir sínu vinnslukerfi með það að markmiði að afhenda orku til viðskiptavina sinna í samræmi við samninga þar um. Við núverandi aðstæður er engin laus orka í vinnslukerfi fyrirtækisins. Rétt er að minna á að það er ekki eingöngu hlutverk Landsvirkjunar að huga að því hvernig aukinni þörf samfélagsins fyrir raforku verður mætt, því samspil heildarframboðs og heildareftirspurnar á raforkumarkaði á hverjum tíma snýr að orkuöryggi í landinu og er á ábyrgð stjórnvalda að tryggja. Höfundur er framkvæmdastjóri Vatnsafls hjá Landsvirkjun.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun