Soumya Swaminathan segir þar að auki að of snemmt sé að segja til um hvort omíkron-afbrigðið verði ráðandi í heiminum. Hún sagði réttu viðbrögðin við afbrigðinu þau að vera viðbúin og varkár. Ekki í óðagoti.
Þetta segir hún í viðtali við Reuters fréttaveituna sem birt var í dag.
Swaminathan segir delta-afbrigðið yfirráðandi á heimsvísu og 99 prósent þeirra sem smitist af Covid-19 smitist vegna delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Omíkron-afbrigðið hafi mikið verk að vinna til að verða yfirráðandi.
Það geti gerst en ómögulegt sé að segja til um það.
Omíkron hefur greinst víða um heiminn en enn ríkir mikil óvissa um afbrigðið. Það er mikið stökkbreytt og því eru taldar líkur á því að það eigi auðveldara með að komast framhjá þeim vörnum sem bóluefni veita fólki. Sömuleiðis er það talið smitast auðveldar manna á milli en vísbendingar eru um að það valdi mildum einkennum og þá sérstaklega meðal bólusettra.
Lítið er þó vitað með vissu og Swaminathan segir erfitt að segja til með það enn.
„Við þurfum að bíða. Vonum að það sé vægara,“ segir hún við Reuters.
Framleiðendur bóluefna eru þegar byrjaðir að undirbúa framleiðslu nýrra bóluefna fyrir omíkron-afbrigðið. WHO hefur hrósað forsvarsmönnum fyrirtækjanna fyrir það.
The World Health Organization said that it was commendable that vaccine manufacturers were planning ahead for the likelihood for having to adjust the existing vaccine and not wait until the final alarm bell rings https://t.co/pNYfx9lBMz pic.twitter.com/aIckgjAbfZ
— Reuters (@Reuters) December 3, 2021