Tveggja mánaða gömul frétt, sem skrifuð var á Vísi, fór á lista yfir mest lesnu fréttirnar í gær og í morgun. Vel getur verið að einhverjir hafi ekki séð dagsetningu fréttarinnar og talið að nú sé verið að hætta notkun bóluefnis Moderna.
Þetta er fréttin sem um ræðir:
Svo er hins vegar ekki. Notkun efnisins var hætt tímabundið í október á meðan frekari niðurstaða úr rannsóknum á notkun þess við örvun var beðið. Að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, hefur efnið verið notað til örvunar hér á landi frá því að örvunarbólusetningarátak hófst í nóvember.
Þess er þó gætt við útsendingu boða í Moderna-örvun að slíkt boð sé ekki sent karlmönnum undir fertugu en sá hópur hefur fengið alvarlegri aukaverkanir af efninu en aðrir.
„Við tökum Mrna bóluefnin, sem eru Pfizer og Moderna, jöfnum höndum í örvunarbólusetningarnar bara eftir því hvað við eigum mikið af hvaða efni á hverjum tíma, hvað er að fara í fyrningu og svoleiðis. Þannig að við notum það alveg jöfnum höndum. Eina er að þegar við boðum í Moderna-dagana boðum við ekki karla undir fjörutíu ára,“ segir Ragnheiður.