Rólegra veður í kortunum eftir „heiðarlegan“ storm gærdagsins Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2021 07:09 Hiti um og yfir frostmarki. Vísir/Vilhelm Mun rólegra veður er í kortunum í dag eftir „heiðarlegan“ storm gærdagsins. Er útlit fyrir breytilega átt í dag, yfirleitt á bilinu fimm til tíu metra á sekúndu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að væntanlega muni flestir landshlutar fá skammt af úrkomu áður en dagurinn sé á enda. Hiti um og yfir frostmarki. Yfirlit: Vetrarfærð er víðast hvar á landinu og flughált er á nokkrum leiðum. Færðarkort Vegagerðarinnar má sjá hér: #færðin https://t.co/On4TGJQx5K— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 6, 2021 „Hitinn mjakast niðurávið og því verður úrkoman ýmist rigning eða snjókoma. Á morgun verður lítil lægð á ferðinni úti fyrir norðurströndinni. Á norðanverðu landinu má þá búast við vestan kalda eða strekkingi og snjókomu með köflum. Sunnantil er útlit fyrir hægari suðlæga átt og stöku él. Frost 0 til 5 stig. Um og uppúr miðri viku virðist eiga að vera tiltölulega rólegt veður áfram, það er allavega ekki stormur í kortunum eins og þau líta út núna þegar þetta er skrifað.“ Spákortið fyrir klukkan 15. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Vestlæg átt 5-13 m/s á norðanverðu landinu og snjókoma með köflum. Suðaustan 3-8 á Suður- og Vesturlandi og stöku él. Frost 0 til 6 stig. Á miðvikudag: Suðlæg átt 3-10 og léttskýjað, en stöku él með vesturströndinni. Bætir heldur í vind um kvöldið og fer að snjóa austast á landinu. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á fimmtudag: Suðaustan 5-13 og rigning eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið norðanlands. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil él. Frost 0 til 6 stig. Á laugardag: Hvöss austlæg átt með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig. Á sunnudag: Breytileg átt, rigning eða slydda með köflum og svipaður hiti áfram. Veður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir að væntanlega muni flestir landshlutar fá skammt af úrkomu áður en dagurinn sé á enda. Hiti um og yfir frostmarki. Yfirlit: Vetrarfærð er víðast hvar á landinu og flughált er á nokkrum leiðum. Færðarkort Vegagerðarinnar má sjá hér: #færðin https://t.co/On4TGJQx5K— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 6, 2021 „Hitinn mjakast niðurávið og því verður úrkoman ýmist rigning eða snjókoma. Á morgun verður lítil lægð á ferðinni úti fyrir norðurströndinni. Á norðanverðu landinu má þá búast við vestan kalda eða strekkingi og snjókomu með köflum. Sunnantil er útlit fyrir hægari suðlæga átt og stöku él. Frost 0 til 5 stig. Um og uppúr miðri viku virðist eiga að vera tiltölulega rólegt veður áfram, það er allavega ekki stormur í kortunum eins og þau líta út núna þegar þetta er skrifað.“ Spákortið fyrir klukkan 15. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Vestlæg átt 5-13 m/s á norðanverðu landinu og snjókoma með köflum. Suðaustan 3-8 á Suður- og Vesturlandi og stöku él. Frost 0 til 6 stig. Á miðvikudag: Suðlæg átt 3-10 og léttskýjað, en stöku él með vesturströndinni. Bætir heldur í vind um kvöldið og fer að snjóa austast á landinu. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á fimmtudag: Suðaustan 5-13 og rigning eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið norðanlands. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og sums staðar dálítil él. Frost 0 til 6 stig. Á laugardag: Hvöss austlæg átt með rigningu eða slyddu, talsverð úrkoma um landið suðaustanvert. Hiti 1 til 6 stig. Á sunnudag: Breytileg átt, rigning eða slydda með köflum og svipaður hiti áfram.
Veður Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira