Viðskipti innlent

Kemur til Isavia frá Össuri

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Örn Kærnested.
Bjarni Örn Kærnested. Isavia

Bjarni Örn Kærnested hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia.

Í tilkynningu kemur fram að Bjarni Örn hafi starfað sem forstöðumaður á upplýsingatæknisviði hjá Össuri frá árinu 2019. Þar hafi hann borið ábyrgð á fjármálum og rekstri upplýsingatæknisviðsins og alþjóðlegri verkefnastofu fyrirtækisins.

„Áður starfaði hann sem forstöðumaður miðlægra lausna hjá Origo og á upplýsingatæknisviði Arion banka þar sem hann tók m.a. þátt í að móta og þróa stafræna vegferð bankans.

Bjarni Örn er með B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MBA frá Waseda-háskólanum í Japan. Hann mun hefja störf hjá Isavia í byrjun nýs árs,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×