Össur

Fréttamynd

Guð­mundur Fer­tram og risa­sala á Kerecis hlutu við­skipta­verð­laun Þjóð­mála

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, var útnefndur viðskiptamaður ársins 2023 á Hátíðarkvöldi Þjóðmála síðastliðinn fimmtudag auk þess sem risasala á fyrirtækinu til alþjóðlega heilbrigðisrisans Coloplast fyrir jafnvirði um 180 milljarða króna var valin viðskipti ársins. Þá hlaut Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, sérstök heiðursverðlaun Þjóðmála fyrir ævilangt framlag sitt til uppbyggingar íslensks atvinnulífs.

Innherji
Fréttamynd

Össur hjálpar fólki í Úkraínu sem misst hefur út­limi

Stoðtækjaframleiðandinn Össur hefur hlotið styrk úr heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu til að útvega Úkraínumönnum, sem misst hafa útlimi, stoðtæki. Forstjóri fyrirtækisins segir þessa aðstoð hafa gríðarleg áhrif á fólk og einn sem hafi fengið nýjan gervifót hafi beðið maka síns á sjúkrabekknum þegar hann fékk nýja fótinn. 

Innlent
Fréttamynd

Össur hagnaðist um 1,2 milljarða króna

Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um níu milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2022. Sala nam alls 170 milljónum bandaríkjadala, eða 21,8 milljörðum króna. Söluvöxtur nam 10% í staðbundinni mynt og innri vöxtur var 6% á ársfjórðungnum.

Viðskipti innlent