Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Grindavík 79-72 | Frábær stemningssigur ÍR í Hellinum Sæbjörn Þór S. Steinke skrifar 9. desember 2021 20:48 ÍR-ingar unnu frábæran sigur gegn Grindvíkingum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Í TM Hellinum fór fram leikur ÍR og Grindavík í 9. umferð Subway-deildar karla. Heimamenn í ÍR unnu sjö stiga sigur eftir baráttuleik sem gestirnir leiddu stærstan hluta leiksins. Þriðji sigur ÍR staðreynd og á sama tíma þriðja tap Grindavíkur. Leikurinn fór svolítið hægt af stað en menn fóru a tengja betur þegar leið á fyrsta leikhluta. Gestirnir voru aðeins með yfirhöndina en Breiðhyltingar enduðu leikhlutann vel, skoruðu sex síðustu stigin og leiddu leikinn. Stemninginn var með heimamönnum í öðrum leikhluta og náðu þeir að bæta tveimur stigum við forskotið, leiddu með sex stigum og voru með stjórn á leiknum. Dómararnir leyfðu mikil átök inn í teigunum og voru gestirnir ósáttir að Ivan Aurrecoechea fór ekki oftar á vítalínuna. Stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, voru í miklu stuði og studdu vel við sína menn jafnt sem þeir létu gestina heyra það. Heimamenn bættu fimm stigum við forystuna í þriðja leikhluta. Áfram voru menn ósáttir við dómgæsluna, en munurinn var sá að stuðningsmenn heimamanna tóku það á sig að tuða á meðan þjálfari og leikmaður gestanna fengu tæknivillu. Grindvíkingar náðu muninum niður í þrjú stig undir lokin en lengra komust þeir ekki og Breiðhyltingar unnu góðan sigur. Af hverju vann ÍR? Baráttan var framúrskarandi hjá gestunum og stemningin í hellinum virkilega þó að dómararnir hafi kannski fengið fullmikið að heyra það frá áhorfendum. ÍR spilaði hörkuvörn og skipulagða sókn og liðið er sjáanlega í framför. Hverjir stóðu upp úr? Liðssigur er það sem undirritaður myndi kalla þetta. ÍR-ingar spiluðu allir vel en Collin Pryor var sennilega maður leiksins. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting Grindavíkur var afleit, 11% (2/17) og gekk sérstaklega illa þegar Björgvin Hafþór Ríkharðsson var inn á því þá gátu heimamenn tvídekkað inn í teig og gáfu Björgvini opin skot. Þá gekk Grindvíkingum líka illa að hemja skapið og urðu fljótt pirraðir út í dómarana. Hvað gerist næst? ÍR tekur á móti Þór Þorlákshöfn í VÍS-bikarnum á sunnudag og Grindavík fer sama kvöld í Garðabæinn. Næsta umferð í deildinni er í næstu viku. ÍR heimsækir Njarðvík og Grindavík tekur á móti Keflavík. Daníel: Minna pirraður út í strákana en oft áður eftir tapleik Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekkert of fúll eftir tapið í kvöld.Vísir/Bára „Ég er minna pirraður út í strákana heldur en oft áður eftir tapleik,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjáfari Grindavíkur eftir tapið. „Undir venjulegum kringumstæðum finnst mér við setja þessi skot ofan í en við gerðum það ekki í dag. Við héldum þeim í 79 stigum sem þokkalegt en sóknarlega fáum við virkilega lítið af köllum inn í teig og það gekk illa fyrir utan líka.“ Varstu ósáttur með línuna hjá dómurunum? „ÍR gerði vel, þeir settu línuna í fyrri hálfleik og spiluðu þannig í 40 mínútur. Við vorum virkilega mjúkir í fyrri hálfleik, hleyptum þeim dálítið í takt og vorum kannski hræddir við að fá villur.“ Subway-deild karla ÍR UMF Grindavík
Í TM Hellinum fór fram leikur ÍR og Grindavík í 9. umferð Subway-deildar karla. Heimamenn í ÍR unnu sjö stiga sigur eftir baráttuleik sem gestirnir leiddu stærstan hluta leiksins. Þriðji sigur ÍR staðreynd og á sama tíma þriðja tap Grindavíkur. Leikurinn fór svolítið hægt af stað en menn fóru a tengja betur þegar leið á fyrsta leikhluta. Gestirnir voru aðeins með yfirhöndina en Breiðhyltingar enduðu leikhlutann vel, skoruðu sex síðustu stigin og leiddu leikinn. Stemninginn var með heimamönnum í öðrum leikhluta og náðu þeir að bæta tveimur stigum við forskotið, leiddu með sex stigum og voru með stjórn á leiknum. Dómararnir leyfðu mikil átök inn í teigunum og voru gestirnir ósáttir að Ivan Aurrecoechea fór ekki oftar á vítalínuna. Stuðningsmenn ÍR, Ghetto Hooligans, voru í miklu stuði og studdu vel við sína menn jafnt sem þeir létu gestina heyra það. Heimamenn bættu fimm stigum við forystuna í þriðja leikhluta. Áfram voru menn ósáttir við dómgæsluna, en munurinn var sá að stuðningsmenn heimamanna tóku það á sig að tuða á meðan þjálfari og leikmaður gestanna fengu tæknivillu. Grindvíkingar náðu muninum niður í þrjú stig undir lokin en lengra komust þeir ekki og Breiðhyltingar unnu góðan sigur. Af hverju vann ÍR? Baráttan var framúrskarandi hjá gestunum og stemningin í hellinum virkilega þó að dómararnir hafi kannski fengið fullmikið að heyra það frá áhorfendum. ÍR spilaði hörkuvörn og skipulagða sókn og liðið er sjáanlega í framför. Hverjir stóðu upp úr? Liðssigur er það sem undirritaður myndi kalla þetta. ÍR-ingar spiluðu allir vel en Collin Pryor var sennilega maður leiksins. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting Grindavíkur var afleit, 11% (2/17) og gekk sérstaklega illa þegar Björgvin Hafþór Ríkharðsson var inn á því þá gátu heimamenn tvídekkað inn í teig og gáfu Björgvini opin skot. Þá gekk Grindvíkingum líka illa að hemja skapið og urðu fljótt pirraðir út í dómarana. Hvað gerist næst? ÍR tekur á móti Þór Þorlákshöfn í VÍS-bikarnum á sunnudag og Grindavík fer sama kvöld í Garðabæinn. Næsta umferð í deildinni er í næstu viku. ÍR heimsækir Njarðvík og Grindavík tekur á móti Keflavík. Daníel: Minna pirraður út í strákana en oft áður eftir tapleik Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindvíkinga, var ekkert of fúll eftir tapið í kvöld.Vísir/Bára „Ég er minna pirraður út í strákana heldur en oft áður eftir tapleik,“ sagði Daníel Guðmundsson, þjáfari Grindavíkur eftir tapið. „Undir venjulegum kringumstæðum finnst mér við setja þessi skot ofan í en við gerðum það ekki í dag. Við héldum þeim í 79 stigum sem þokkalegt en sóknarlega fáum við virkilega lítið af köllum inn í teig og það gekk illa fyrir utan líka.“ Varstu ósáttur með línuna hjá dómurunum? „ÍR gerði vel, þeir settu línuna í fyrri hálfleik og spiluðu þannig í 40 mínútur. Við vorum virkilega mjúkir í fyrri hálfleik, hleyptum þeim dálítið í takt og vorum kannski hræddir við að fá villur.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti