Hafa selt mikinn meirihluta eigna HD verks eftir brunann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2021 18:35 Þrír létust í eldsvoðanum við Bræðraborgarstíg sumarið 2020. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Landsréttar þess efnis að sýslumanni beri að gera kyrrsetningu hjá HD verki ehf, í tengslum við skaðabótakröfur vegna brunans sem varð þegar Bræðraborgarstígur 1 brann síðasta sumar. Félagið hefur selt stóran hluta eignasafns síns. Íbúar sem bjuggu í húsinu og aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum fóru fram á að eignir HD verks yrðu kyrrsettar svo fullnusta mættu skaðabótakröfur vegna ófullnægjandi brunavarna þeirra næðu þær fram að ganga fyrir dómstólum. Höfðu þeir farið fram á kyrrsetningu eigna HD Verks að virði áttatíu milljóna króna. Sýslumaður varð ekki við þeirri beiðni en eftir að Landsréttur kvað upp úrskurð sinn þar sem sýslumanni var gert að taka málið upp aftur kyrrsetti hann 35 milljóna króna greiðslu til HD Verks auk fasteignar í Kópavogi sem metin var á 99 miljónir króna. Hæstiréttur staðfesti í dag þann úrskurð Landsréttar en lagði það fyrir sýslumann að kyrrsetja eignir samkvæmt kröfu hvers og eins í málinu, í stað einnar kyrrsetningar fyrir allan hópinn. Selt um 78 prósent af eignasafninu Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að HD verk hafi minnkað eignasafn sitt til muna síðastliðin misseri, selt um 78 prósent af eignasafni sínu. „Jafnframt hefur hann umbreytt fasteignum í reiðufé sem kann að vera undir hælinn lagt hvort verði fyrir hendi þegar endanlega hefur verið dæmt um þær kröfur sem varnaraðilar hafa uppi á hendur honum. Samkvæmt þessu verður að telja sennilegt að draga muni mjög úr líkindum þess að fullnusta krafna varnaraðila fáist eða að hún verði verulega örðugri ef kyrrsetning hjá sóknaraðila fer ekki fram,“ segir í dómi Hæstaréttar. Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Íbúar sem bjuggu í húsinu og aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum fóru fram á að eignir HD verks yrðu kyrrsettar svo fullnusta mættu skaðabótakröfur vegna ófullnægjandi brunavarna þeirra næðu þær fram að ganga fyrir dómstólum. Höfðu þeir farið fram á kyrrsetningu eigna HD Verks að virði áttatíu milljóna króna. Sýslumaður varð ekki við þeirri beiðni en eftir að Landsréttur kvað upp úrskurð sinn þar sem sýslumanni var gert að taka málið upp aftur kyrrsetti hann 35 milljóna króna greiðslu til HD Verks auk fasteignar í Kópavogi sem metin var á 99 miljónir króna. Hæstiréttur staðfesti í dag þann úrskurð Landsréttar en lagði það fyrir sýslumann að kyrrsetja eignir samkvæmt kröfu hvers og eins í málinu, í stað einnar kyrrsetningar fyrir allan hópinn. Selt um 78 prósent af eignasafninu Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að HD verk hafi minnkað eignasafn sitt til muna síðastliðin misseri, selt um 78 prósent af eignasafni sínu. „Jafnframt hefur hann umbreytt fasteignum í reiðufé sem kann að vera undir hælinn lagt hvort verði fyrir hendi þegar endanlega hefur verið dæmt um þær kröfur sem varnaraðilar hafa uppi á hendur honum. Samkvæmt þessu verður að telja sennilegt að draga muni mjög úr líkindum þess að fullnusta krafna varnaraðila fáist eða að hún verði verulega örðugri ef kyrrsetning hjá sóknaraðila fer ekki fram,“ segir í dómi Hæstaréttar.
Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira