Verðbólga ríkisstjórnarinnar Kristrún Frostadóttir skrifar 10. desember 2021 07:01 Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun. Frekar en sú staðreynd að við förum nú inn í kjarasamningavetur með mikla verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Þetta er afleiðing af hagstjórnarákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Ein stærsta COVID aðgerðin í fyrra fól í sér brúarlán með ríkisábyrgð. Sérstaklega var liðkað fyrir getu bankanna til að veita lán til að fylgja þessu eftir. Stjórnvöld tóku meðvitaða ákvörðun um að útvista stórum hluta af efnahagslegum björgunaraðgerðum til fjármálafyrirtækja sem völdu hvert lánsfjármagn flæddi. Nær engin brúarlán voru veitt. En gríðarlegt fjármagn fór inn á íbúðamarkaðinn og aðra eignamarkaði í stað þess að drífa áfram nýja fjárfestingu. Þessi aðgerð varð til þess að mikið auka fjármagn elti sömu fasteignirnar og úr varð kapphlaup á íbúðamarkaði. Seigfljótandi framboðshliðin, þangað sem lítið fjármagn rann, réði ekki við þessa hröðu breytingu. Stærsti hluti skuldaaukningarinnar í einkageiranum í fyrra rataði í sömu eignirnar og fyrir voru á íbúðamarkaðnum. Engin ný verðmæti sköpuðust vegna þessa. Geta heimilanna til að skuldsetja sig meira en ella vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er m.a. á bakvið einkaneysluvöxt síðustu mánaða sem hefur drifið áfram hraðan efnahagsbata. En þessum hraða bata fylgir aukið ójafnvægi í hagkerfinu þar sem íbúðaverð hefur rokið fram úr ráðstöfunartekjum og ungt fólk á leið út í lífið er skuldsettara en áður. Lærdómurinn af krísunni 2008 er að skuldir heimila og fyrirtækja skipta máli, ekki aðeins skuldir ríkissjóðs. Þessi þróun var fyrirsjáanleg. Ábendingar bárust, m.a. frá undirritaðri, um að skynsamlegra væri að ríkið kæmi fjármagni beint til þeirra sem á því þurftu vegna COVID og það hratt. Bankarnir myndu beina útlánasvigrúmi inn á íbúðamarkað á áhættutímum og ójafnvægi skapast. Þessar ábendingar voru ítrekað hundsaðar. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands lýsti því síðan yfir fyrr í vikunni að kerfisáhætta færi vaxandi vegna hækkandi íbúðaverðs og skulda heimilanna. Aukna áhættu má merkja í greiðslubyrði, sérstaklega hjá fyrstu kaupendum og veðsetningarhlutföll hafa hækkað. Þá eru uppi áhyggjur um að eignaverðshækkanir verði til þess að skuldsetning aukist enn frekar, sem þrýstir áfram á íbúðaverð. Staðan á íbúðamarkaði er ekki nýtilkomin. Íbúðaverð hefur hækkað um 50% umfram ráðstöfunartekjur heimilanna á síðustu 30 árum. Langtímastefnu hefur skort í húsnæðismálum hjá ríkisstjórninni. Hugmyndafræðilegur ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um björgunarúrræði bættist svo við þetta langvarandi stefnuleysi sem varð til þess að ráðist var í aðgerðir í fyrra sem ýktu vandann á húsnæðismarkaði enn frekar. Verðbólga er nú 1,7% hærri en síðasta afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Ríkissjóður greiðir 3,6 milljarða aukalega í verðlagsbætur vegna þessa. Það jafngildir fjármagninu sem ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa í niðurgreiðslu á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á næsta ári. Svona smáskrefapólitík kostar. Verðbólgan er upprunnin á ríkisstjórnarborðinu. Í stað þess að hafa sýn á hvernig ríkið getur stutt við stöðugleika á húsnæðismarkaði setti stjórnin með afstöðuleysi sínu af stað atburðarás sem leitt hefur til hærri verðbólgu og óstöðugleika. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Húsnæðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Skuldsetning ríkissjóðs er 200 milljörðum króna minni en við var búist, en skuldir heimilanna hafa aukist um 400 milljarða frá því að faraldurinn hófst. Þetta er ekki tilviljun. Frekar en sú staðreynd að við förum nú inn í kjarasamningavetur með mikla verðbólgu og hátt húsnæðisverð. Þetta er afleiðing af hagstjórnarákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Ein stærsta COVID aðgerðin í fyrra fól í sér brúarlán með ríkisábyrgð. Sérstaklega var liðkað fyrir getu bankanna til að veita lán til að fylgja þessu eftir. Stjórnvöld tóku meðvitaða ákvörðun um að útvista stórum hluta af efnahagslegum björgunaraðgerðum til fjármálafyrirtækja sem völdu hvert lánsfjármagn flæddi. Nær engin brúarlán voru veitt. En gríðarlegt fjármagn fór inn á íbúðamarkaðinn og aðra eignamarkaði í stað þess að drífa áfram nýja fjárfestingu. Þessi aðgerð varð til þess að mikið auka fjármagn elti sömu fasteignirnar og úr varð kapphlaup á íbúðamarkaði. Seigfljótandi framboðshliðin, þangað sem lítið fjármagn rann, réði ekki við þessa hröðu breytingu. Stærsti hluti skuldaaukningarinnar í einkageiranum í fyrra rataði í sömu eignirnar og fyrir voru á íbúðamarkaðnum. Engin ný verðmæti sköpuðust vegna þessa. Geta heimilanna til að skuldsetja sig meira en ella vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar er m.a. á bakvið einkaneysluvöxt síðustu mánaða sem hefur drifið áfram hraðan efnahagsbata. En þessum hraða bata fylgir aukið ójafnvægi í hagkerfinu þar sem íbúðaverð hefur rokið fram úr ráðstöfunartekjum og ungt fólk á leið út í lífið er skuldsettara en áður. Lærdómurinn af krísunni 2008 er að skuldir heimila og fyrirtækja skipta máli, ekki aðeins skuldir ríkissjóðs. Þessi þróun var fyrirsjáanleg. Ábendingar bárust, m.a. frá undirritaðri, um að skynsamlegra væri að ríkið kæmi fjármagni beint til þeirra sem á því þurftu vegna COVID og það hratt. Bankarnir myndu beina útlánasvigrúmi inn á íbúðamarkað á áhættutímum og ójafnvægi skapast. Þessar ábendingar voru ítrekað hundsaðar. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands lýsti því síðan yfir fyrr í vikunni að kerfisáhætta færi vaxandi vegna hækkandi íbúðaverðs og skulda heimilanna. Aukna áhættu má merkja í greiðslubyrði, sérstaklega hjá fyrstu kaupendum og veðsetningarhlutföll hafa hækkað. Þá eru uppi áhyggjur um að eignaverðshækkanir verði til þess að skuldsetning aukist enn frekar, sem þrýstir áfram á íbúðaverð. Staðan á íbúðamarkaði er ekki nýtilkomin. Íbúðaverð hefur hækkað um 50% umfram ráðstöfunartekjur heimilanna á síðustu 30 árum. Langtímastefnu hefur skort í húsnæðismálum hjá ríkisstjórninni. Hugmyndafræðilegur ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um björgunarúrræði bættist svo við þetta langvarandi stefnuleysi sem varð til þess að ráðist var í aðgerðir í fyrra sem ýktu vandann á húsnæðismarkaði enn frekar. Verðbólga er nú 1,7% hærri en síðasta afkomuáætlun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Ríkissjóður greiðir 3,6 milljarða aukalega í verðlagsbætur vegna þessa. Það jafngildir fjármagninu sem ríkisstjórnin ætlar að ráðstafa í niðurgreiðslu á uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á næsta ári. Svona smáskrefapólitík kostar. Verðbólgan er upprunnin á ríkisstjórnarborðinu. Í stað þess að hafa sýn á hvernig ríkið getur stutt við stöðugleika á húsnæðismarkaði setti stjórnin með afstöðuleysi sínu af stað atburðarás sem leitt hefur til hærri verðbólgu og óstöðugleika. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun