Reiðir yfir því að fá ekki boð á lýðræðisfund Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2021 13:01 Vladimír Pútín, Joe Biden og Xi Jinping, forsetar Rússlands, Bandaríkjanna og Kína. AP Joe Biden mun í dag loka tveggja daga stafrænum lýðræðisfundi sínum með því að beina athygli að mikilvægi þess að standa í hárinu á harðræðisstjórnum og einræðisherrum og það að tryggja sjálfstæða fjölmiðla. Rússar og Kínverjar eru reiðir yfir því að hafa ekki fengið boð á lýðræðisfundinn. Á fyrsta degi ráðstefnunnar, í gær, hét Biden því að Bandaríkin myndu verja allt að 424 milljónum dala í að ýta undir frjálsa fjölmiðla, baráttu gegn spillingu og annað á heimsvísu. Hann sagði þörf á slíkum aðgerðum, því lýðræðið ætti undir högg að sækja og dregið hefði úr því á undanförnum árum. Biden spurði fundargesti sína að því hvort þeir myndu áfram leyfa það að grafið sé undan lýðræðinu og réttindum fólks eða hvort þeir myndu snúa bökum saman og leiða heiminn í átt að meira frelsi. Forsetinn bandaríski mun halda lokaávarp sitt í kvöld. Sjá einnig: Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu lýðræðis i heiminum. Þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í fyrsta sinn á árinu sagði hann meðal annars að lýðræðið þyrfti að sanna sig. Hann sagði hlakka í andstæðingum Bandaríkjanna og einræðisherrum heimsins vegna stöðu lýðræðis þar í landi. Sjá einnig: Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Meðal þeirra ríkja sem ekki fengu boðskort á lýðræðisfund Bidens voru Rússland og Kína. AP fréttaveitan segir frá því að sendiherrar þeirra ríkja í Bandaríkjunum hafi sent frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem þeir sökuðu Biden um kalda stríðs hugsunarhátt, eins og bæði ríkin hafa ítrekað gert áður. Lengi verið sakaður um einræðistilburði Vladimír Pútín hefur verið lengur við völd í Rússlandi en nokkur annar frá því Stalín var við völd. Hann hefur verið forseti Rússlands frá árinu 2000, að undanskildum árunum 2008 til 2012 þegar hann var forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands gerði honum ekki kleift að sitja lengur í embætti en í tvö kjörtímabil. Eftir 2012 var reglum landsins breytt á þann veg að lengd kjörtímabila var gerð sex ár. Núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024 og hefði það átt að vera hans síðasta en í fyrra voru gerðar breytingar á stjórnarskrá landsins sem gera honum kleift að bjóða sig fram aftur og sitja tvö kjörtímabil til viðbótar. Hann hefur einnig unnið að breytingum sem myndu koma á fót ríkisráði sem hann gæti stýrt. Í valdatíð sinni hefur Pútín ítrekað verið sakaður um einræðistilburði og það að grafa undan mögulegu lýðræði í Rússlandi. Kosningar hafa ekki farið fram með sanngjörnum og gagnsæjum hætti og forsetinn hefur beitt réttarkerfi Rússlands gegn pólitískum andstæðingum sínum og sjálfstæðum fjölmiðlum. Sjá einnig: Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Þá hefur hann jafnvel verið sakaður um að eitra fyrir pólitískum andstæðingum sínum eins og Alexei Navalní, sem situr nú í fangelsi fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Hann var á skilorði vegna fyrri dóms sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt vera gerræðislegan. Á meðan Navalní hefur setið í fangelsi hefur hann fengið stöðu öfga- og hryðjuverkamanns og samtök hans eru skilgreind sem ólögleg öfgasamtök. Kínverjar reiðir og segja Kína lýðræðisríki Ráðamenn í Kína brugðust reiðir við því að hafa ekki verið boðið á lýðræðisfundinn en ráðamönnum í Taívan hafi verið boðið. Kínverjar telja lýðræðisríkið Taívan tilheyra þeim og hafa heitið því að sameina það meginlandinu, með valdi ef þörf sé á. Í Peking hafa menn ítrekað gagnrýnt lýðræðisfundinn og Bandaríkin. Meðal annars með Harry Potter brandara og með því að halda því fram að Kína sé lýðræðisríki og betra lýðræðisríki en Bandaríkin. Ríkisráð Kína birti til að mynda um síðustu helgi grein með titlinum „Kína: Lýðræði sem virkar“. Þar er því haldið fram að ekki sé til nein ein rétt tegund lýðræðis. „Lýðræði“ Kína virki því það sjái um þarfir íbúa landsins. Samkvæmt frétt Washington Post var því haldið fram í greininni að „lýðræðiskerfi“ Kína væri í grunninn í takt við hugmyndir forn Grikkja um lýðræði. Þar stóð einnig að öflug miðstýring væri nauðsynleg til að tryggja að áhyggjum 1,4 milljarða íbúa væri mætt. Ríkisstjórn Kína hefur lengi verið sökuð um margvísleg mannréttindabrot en einnig um þjóðarmorð á Úígúrum sem hafa verið sendir í hundruð þúsunda tali í þrælkunarbúðir og konur sem tilheyra minnihlutahópnum hafa verið þvingaðar í ófrjósemiaðgerðir. Kommúnistaflokkur Kína fer með öll völd í landinu og Xi Jinping, forseti, fer með öll völd í flokknum. Honum tókst nýverið að gera breytingar á stjórnarskrá Kína svo hann geti í raun setið í embætti forseta til æviloka. Sjá einnig: Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Engar kosningar eru haldnar í Kína og stjórnarandstaða er svo gott sem ekki leyfð. Pólitískir andstæðingar Kommúnistaflokksins hafa ítrekað verið fangelsaðir eða einfaldlega látnir hverfa. Þá hefur Kommúnistaflokkurinn verið harðlega gagnrýndur vegna andlýðræðislegra aðgerða í Hong Kong þar sem mótmælum var mætt af mikilli hörku. Þá hefur Kommúnistaflokkurinn komið á hörðum öryggislögum sem hafa meðal annars gert mannréttindasamtökum ómögulegt að starfa í Hong Kong. Sjá einnig: Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Ríkismiðlar Kína, talsmenn utanríkisráðuneytis þess og aðrir hafa á undanförnum dögum farið mikinn á samfélagsmiðlum eins og Twitter í gagnrýni þeirra á lýðræðið í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal er Lijian Zhao, einn talsmanna utanríkisráðuneytisins. Hann deildi þessari mynd frá ríkismiðlinum Global Times. Vert er að taka fram að almennum borgurum í Kína er ekki veittur aðgangur að Twitter. #GTCartoon: A troubling backdrop for the US-convened “democracy summit.” Can the US save its self-decided democratic norms in one meeting? #WeaponizedDemocracy pic.twitter.com/z9mlwvbEPL— Global Times (@globaltimesnews) December 9, 2021 Bandaríkin Rússland Kína Eitrað fyrir Alexei Navalní Árás á bandaríska þinghúsið Hong Kong Taívan Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Rússar og Kínverjar eru reiðir yfir því að hafa ekki fengið boð á lýðræðisfundinn. Á fyrsta degi ráðstefnunnar, í gær, hét Biden því að Bandaríkin myndu verja allt að 424 milljónum dala í að ýta undir frjálsa fjölmiðla, baráttu gegn spillingu og annað á heimsvísu. Hann sagði þörf á slíkum aðgerðum, því lýðræðið ætti undir högg að sækja og dregið hefði úr því á undanförnum árum. Biden spurði fundargesti sína að því hvort þeir myndu áfram leyfa það að grafið sé undan lýðræðinu og réttindum fólks eða hvort þeir myndu snúa bökum saman og leiða heiminn í átt að meira frelsi. Forsetinn bandaríski mun halda lokaávarp sitt í kvöld. Sjá einnig: Lýðræði talið fara hnignandi í Bandaríkjunum í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Biden hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu lýðræðis i heiminum. Þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í fyrsta sinn á árinu sagði hann meðal annars að lýðræðið þyrfti að sanna sig. Hann sagði hlakka í andstæðingum Bandaríkjanna og einræðisherrum heimsins vegna stöðu lýðræðis þar í landi. Sjá einnig: Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Meðal þeirra ríkja sem ekki fengu boðskort á lýðræðisfund Bidens voru Rússland og Kína. AP fréttaveitan segir frá því að sendiherrar þeirra ríkja í Bandaríkjunum hafi sent frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem þeir sökuðu Biden um kalda stríðs hugsunarhátt, eins og bæði ríkin hafa ítrekað gert áður. Lengi verið sakaður um einræðistilburði Vladimír Pútín hefur verið lengur við völd í Rússlandi en nokkur annar frá því Stalín var við völd. Hann hefur verið forseti Rússlands frá árinu 2000, að undanskildum árunum 2008 til 2012 þegar hann var forsætisráðherra. Stjórnarskrá Rússlands gerði honum ekki kleift að sitja lengur í embætti en í tvö kjörtímabil. Eftir 2012 var reglum landsins breytt á þann veg að lengd kjörtímabila var gerð sex ár. Núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024 og hefði það átt að vera hans síðasta en í fyrra voru gerðar breytingar á stjórnarskrá landsins sem gera honum kleift að bjóða sig fram aftur og sitja tvö kjörtímabil til viðbótar. Hann hefur einnig unnið að breytingum sem myndu koma á fót ríkisráði sem hann gæti stýrt. Í valdatíð sinni hefur Pútín ítrekað verið sakaður um einræðistilburði og það að grafa undan mögulegu lýðræði í Rússlandi. Kosningar hafa ekki farið fram með sanngjörnum og gagnsæjum hætti og forsetinn hefur beitt réttarkerfi Rússlands gegn pólitískum andstæðingum sínum og sjálfstæðum fjölmiðlum. Sjá einnig: Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Þá hefur hann jafnvel verið sakaður um að eitra fyrir pólitískum andstæðingum sínum eins og Alexei Navalní, sem situr nú í fangelsi fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Hann var á skilorði vegna fyrri dóms sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt vera gerræðislegan. Á meðan Navalní hefur setið í fangelsi hefur hann fengið stöðu öfga- og hryðjuverkamanns og samtök hans eru skilgreind sem ólögleg öfgasamtök. Kínverjar reiðir og segja Kína lýðræðisríki Ráðamenn í Kína brugðust reiðir við því að hafa ekki verið boðið á lýðræðisfundinn en ráðamönnum í Taívan hafi verið boðið. Kínverjar telja lýðræðisríkið Taívan tilheyra þeim og hafa heitið því að sameina það meginlandinu, með valdi ef þörf sé á. Í Peking hafa menn ítrekað gagnrýnt lýðræðisfundinn og Bandaríkin. Meðal annars með Harry Potter brandara og með því að halda því fram að Kína sé lýðræðisríki og betra lýðræðisríki en Bandaríkin. Ríkisráð Kína birti til að mynda um síðustu helgi grein með titlinum „Kína: Lýðræði sem virkar“. Þar er því haldið fram að ekki sé til nein ein rétt tegund lýðræðis. „Lýðræði“ Kína virki því það sjái um þarfir íbúa landsins. Samkvæmt frétt Washington Post var því haldið fram í greininni að „lýðræðiskerfi“ Kína væri í grunninn í takt við hugmyndir forn Grikkja um lýðræði. Þar stóð einnig að öflug miðstýring væri nauðsynleg til að tryggja að áhyggjum 1,4 milljarða íbúa væri mætt. Ríkisstjórn Kína hefur lengi verið sökuð um margvísleg mannréttindabrot en einnig um þjóðarmorð á Úígúrum sem hafa verið sendir í hundruð þúsunda tali í þrælkunarbúðir og konur sem tilheyra minnihlutahópnum hafa verið þvingaðar í ófrjósemiaðgerðir. Kommúnistaflokkur Kína fer með öll völd í landinu og Xi Jinping, forseti, fer með öll völd í flokknum. Honum tókst nýverið að gera breytingar á stjórnarskrá Kína svo hann geti í raun setið í embætti forseta til æviloka. Sjá einnig: Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng Engar kosningar eru haldnar í Kína og stjórnarandstaða er svo gott sem ekki leyfð. Pólitískir andstæðingar Kommúnistaflokksins hafa ítrekað verið fangelsaðir eða einfaldlega látnir hverfa. Þá hefur Kommúnistaflokkurinn verið harðlega gagnrýndur vegna andlýðræðislegra aðgerða í Hong Kong þar sem mótmælum var mætt af mikilli hörku. Þá hefur Kommúnistaflokkurinn komið á hörðum öryggislögum sem hafa meðal annars gert mannréttindasamtökum ómögulegt að starfa í Hong Kong. Sjá einnig: Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Ríkismiðlar Kína, talsmenn utanríkisráðuneytis þess og aðrir hafa á undanförnum dögum farið mikinn á samfélagsmiðlum eins og Twitter í gagnrýni þeirra á lýðræðið í Bandaríkjunum. Þeirra á meðal er Lijian Zhao, einn talsmanna utanríkisráðuneytisins. Hann deildi þessari mynd frá ríkismiðlinum Global Times. Vert er að taka fram að almennum borgurum í Kína er ekki veittur aðgangur að Twitter. #GTCartoon: A troubling backdrop for the US-convened “democracy summit.” Can the US save its self-decided democratic norms in one meeting? #WeaponizedDemocracy pic.twitter.com/z9mlwvbEPL— Global Times (@globaltimesnews) December 9, 2021
Bandaríkin Rússland Kína Eitrað fyrir Alexei Navalní Árás á bandaríska þinghúsið Hong Kong Taívan Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira