Meiri skjátími, minni hreyfing og lítið grænmeti í faraldrinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. desember 2021 13:01 Hugrún Snorradóttir segir börn hafa varið meiri tíma með foreldrum sínum en það hafi þó ekki endilega verið gæðastundir. Reykjavíkurborg Skjátími barna jókst, þau hreyfðu sig minna og borðuðu minna grænmeti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst en fyrir hann. Þá voru menntaskólanemar meira einmana en áður. Þetta sýna niðurstöður nýrrar úttektar á heilsu og líðan borgarbúa í faraldrinum. Í gær var birt sérstök skýrsla um niðurstöður lýðheilsumats sem Reykjavíkurborg gerði til að meta áhrif kórónuveirufaraldursins á heilsu og líðan fólks í borginni. Notaðar voru tölur frá síðasta ári. Hugrún Snorradóttir lýðheilsufræðingur er höfundur skýrslunnar en hún segir faraldurinn hafa haft töluverð áhrif á líðan og heilsu fólks. „Bæði neikvæð og jákvæð. Af svona neikvæðu mætti helst nefna eins og bara áhrifin á börn og unglinga. Það er hérna hreyfa sig minna, borða minna grænmeti og það er rosalega aukning í skjátíma barna í 5.-7. bekk, sérstaklega samfélagsmiðlum, það hefur aukist mikið þarna á þessu tímabili og svona áhrif á líðan líka. Þeim fannst þau minna vera við stjórn á þessum tíma og námið þeim þótti það ekki jafn skemmtilegt og áður og svo er rosa áhugavert að bera þetta saman við eins og framhaldsskólanema en þar var allt kennt í fjarnámi og þar sér maður alveg að þetta hafði töluverð áhrif á líðan þeirra. Þau voru meira einmana, andlega og líkamleg heilsa þeirra þau mátu hana verri og þau hérna bara hreyfðu sig minna líka en að sama skapi þá sváfu framhaldsskólanemar meira. Þeir drukku færri orkudrykki og hérna drukku minna áfengi á þessum tíma,“ segir Hugrún. Hugrún segir að áhugavert verði að fylgjast með hver langtímaáhrifin verði á framhaldsskólanemana. Þá segir hún að þó mörg börn hafi varið meiri tíma en áður með foreldrum sínum þá segi það ekki alla söguna. „Þá áttu þau erfiðarar að fá hlýju og umhyggju frá þeim miðað við fyrri mælingu. Þannig það er svolítið svona hvernig var aðstaðan heima fyrir á þessum tíma. Þetta voru meiri stundir saman en ekki gæðastundir.“ Vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað Þá hafði faraldurinn áhrif á fleiri hópa, eins og aldraða sem sögðust hafa fundið fyrir því að dregið hafi verið úr líkamsrækt og að samskipti við aðra hafi minnkað. Daglegt líf fatlaðs fólks raskaðist þá töluvert. Einnig eru vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað á Íslandi frá upphafi faraldursins. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndar og tilkynningum um heimilisofbeldi. En áhrifin voru þó ekki öll neikvæð eins og áður segir. Fram kemur í skýrslunni að ölvunardrykkja fullorðinna minnkaði, grunnskólanemar vörðu meiri tíma með foreldrum sínum, framhaldsskólanemar fengu meiri svefn og drukku færri orkudrykki. Þá segir í skýrslunni að faraldurinn hafi haft jákvæð áhrif á heimilislausa í Reykjavík, þjónusta við hópinn var aukin og aðlöguð aðstæðum. Þá hafi verið komið á sérstöku neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur og þeim veittur varanlegur samastaður. Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkudrykkir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Í gær var birt sérstök skýrsla um niðurstöður lýðheilsumats sem Reykjavíkurborg gerði til að meta áhrif kórónuveirufaraldursins á heilsu og líðan fólks í borginni. Notaðar voru tölur frá síðasta ári. Hugrún Snorradóttir lýðheilsufræðingur er höfundur skýrslunnar en hún segir faraldurinn hafa haft töluverð áhrif á líðan og heilsu fólks. „Bæði neikvæð og jákvæð. Af svona neikvæðu mætti helst nefna eins og bara áhrifin á börn og unglinga. Það er hérna hreyfa sig minna, borða minna grænmeti og það er rosalega aukning í skjátíma barna í 5.-7. bekk, sérstaklega samfélagsmiðlum, það hefur aukist mikið þarna á þessu tímabili og svona áhrif á líðan líka. Þeim fannst þau minna vera við stjórn á þessum tíma og námið þeim þótti það ekki jafn skemmtilegt og áður og svo er rosa áhugavert að bera þetta saman við eins og framhaldsskólanema en þar var allt kennt í fjarnámi og þar sér maður alveg að þetta hafði töluverð áhrif á líðan þeirra. Þau voru meira einmana, andlega og líkamleg heilsa þeirra þau mátu hana verri og þau hérna bara hreyfðu sig minna líka en að sama skapi þá sváfu framhaldsskólanemar meira. Þeir drukku færri orkudrykki og hérna drukku minna áfengi á þessum tíma,“ segir Hugrún. Hugrún segir að áhugavert verði að fylgjast með hver langtímaáhrifin verði á framhaldsskólanemana. Þá segir hún að þó mörg börn hafi varið meiri tíma en áður með foreldrum sínum þá segi það ekki alla söguna. „Þá áttu þau erfiðarar að fá hlýju og umhyggju frá þeim miðað við fyrri mælingu. Þannig það er svolítið svona hvernig var aðstaðan heima fyrir á þessum tíma. Þetta voru meiri stundir saman en ekki gæðastundir.“ Vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað Þá hafði faraldurinn áhrif á fleiri hópa, eins og aldraða sem sögðust hafa fundið fyrir því að dregið hafi verið úr líkamsrækt og að samskipti við aðra hafi minnkað. Daglegt líf fatlaðs fólks raskaðist þá töluvert. Einnig eru vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað á Íslandi frá upphafi faraldursins. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndar og tilkynningum um heimilisofbeldi. En áhrifin voru þó ekki öll neikvæð eins og áður segir. Fram kemur í skýrslunni að ölvunardrykkja fullorðinna minnkaði, grunnskólanemar vörðu meiri tíma með foreldrum sínum, framhaldsskólanemar fengu meiri svefn og drukku færri orkudrykki. Þá segir í skýrslunni að faraldurinn hafi haft jákvæð áhrif á heimilislausa í Reykjavík, þjónusta við hópinn var aukin og aðlöguð aðstæðum. Þá hafi verið komið á sérstöku neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur og þeim veittur varanlegur samastaður.
Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkudrykkir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira