Sebastian Alexandersson: „HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. desember 2021 22:14 Sebastian Alexandersson var ánægður með sína menn í kvöld þrátt fyrir tap á móti KA. Vísir/Vilhelm „Ég held bara áfram að vera heiðarlegur og segi að ég er brjálæðislega stoltur af mínu liði. Ég fullyrði það bara, ég veit að öllum þjálfurum þykir sitt lið best þá er ég bara þannig líka og finnst liðið mitt best,“ sagði Sebastian Alexanderson þjálfari HK eftir tap á móti KA í KA heimilinu í kvöld, 33-30. „Ég efast um að mörg lið í deildinni hefðu þolað það mótlæti sem liðið hefur þolað í dag og síðustu daga, enn og aftur eru við að fá rautt spjald hjá lykilmanni. Ég er enginn dómari en mér fannst halla á okkur í dag og eflaust finnst Jonna það líka. Við spiluðum samt frábærlega í 60 mínútur, ógeðslega stoltur af strákunum miða við allt sem hefur gengið á síðustu daga og í dag.“ Sebastian var spurður út í það hvað hefði gengið á síðustu daga en mikið hefur verið um meiðsli í liðinu og þá var 16 marka maðurinn úr síðasta leik, Einar Bragi veikur og var því ekki með í dag. „Við erum með lykilmann meiddan í dag, við erum með meiddan leikmann eftir leikinn í Vestmannaeyjum, við erum með mann sem bakkar upp þann mann og hann meiðist líka í gær og svo eru tveir til þrír sem eru að spila í dag sem meiðast í leiknum. Þetta var harður leikur, ég fýla það alveg. Menn voru að gefa allt í þetta og menn sem hafa kannski lítið spilað eru að skila flottu verki í dag.“ „Einar Bragi er veikur. Hann veiktist, við vorum að vonast til að hann yrði með í dag en hann er það ekki.“ HK komu mjög einbeitir til leiks og keyrðu upp hraðann í leiknum. „Við vildum sýna að við erum gott sóknarlið. Við erum búnir að sýna það í þessum síðustu tveimur leikjum og við erum voðalega ánægðir með það, sérstaklega í ljósi þess hvað vantar marga.“ Eftir hörkuleik varð HK að játa sig sigraða. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í þeim síðari komst KA betur inn í leikinn. „Þeir fara í 7 á 6 og eru ofan á það með frábæra sóknarmenn. Við fengum ekki mikla markvörslu og vorum í vandræðum með það. Það er erfitt að halda uppi hraða þegar það vantar breiddina í liðið en þeir sem voru inn á gáfu allt í þetta.“ Næsta verkefni HK er verðugt en þeir heimsækja Íslandsmeistarana á Hlíðarenda. „Það eru öll verkefni risaverkefni fyrir okkur, ég held að taflan segi það. Okkur er alveg sama hvað liðið heitir Valur, KA, Víkingur, ÍBV. Nei reyndar ekki Víkingur. Við erum mest hræddir við þá. Við verðum bara fegnir að spila við Val í hverri umferð frekar en að mæta þeim.“ Sebastian er bjartsýnn á framhaldið. „Við höldum bara áfram að vinna í okkur málum og ég staðhæfi það hér og nú að ef einhverjir efuðust um það að þá geti þið heyrt það fyrst hér. HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár.“ Handbolti Íslenski handboltinn HK Olís-deild karla Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira
„Ég efast um að mörg lið í deildinni hefðu þolað það mótlæti sem liðið hefur þolað í dag og síðustu daga, enn og aftur eru við að fá rautt spjald hjá lykilmanni. Ég er enginn dómari en mér fannst halla á okkur í dag og eflaust finnst Jonna það líka. Við spiluðum samt frábærlega í 60 mínútur, ógeðslega stoltur af strákunum miða við allt sem hefur gengið á síðustu daga og í dag.“ Sebastian var spurður út í það hvað hefði gengið á síðustu daga en mikið hefur verið um meiðsli í liðinu og þá var 16 marka maðurinn úr síðasta leik, Einar Bragi veikur og var því ekki með í dag. „Við erum með lykilmann meiddan í dag, við erum með meiddan leikmann eftir leikinn í Vestmannaeyjum, við erum með mann sem bakkar upp þann mann og hann meiðist líka í gær og svo eru tveir til þrír sem eru að spila í dag sem meiðast í leiknum. Þetta var harður leikur, ég fýla það alveg. Menn voru að gefa allt í þetta og menn sem hafa kannski lítið spilað eru að skila flottu verki í dag.“ „Einar Bragi er veikur. Hann veiktist, við vorum að vonast til að hann yrði með í dag en hann er það ekki.“ HK komu mjög einbeitir til leiks og keyrðu upp hraðann í leiknum. „Við vildum sýna að við erum gott sóknarlið. Við erum búnir að sýna það í þessum síðustu tveimur leikjum og við erum voðalega ánægðir með það, sérstaklega í ljósi þess hvað vantar marga.“ Eftir hörkuleik varð HK að játa sig sigraða. Þeir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í þeim síðari komst KA betur inn í leikinn. „Þeir fara í 7 á 6 og eru ofan á það með frábæra sóknarmenn. Við fengum ekki mikla markvörslu og vorum í vandræðum með það. Það er erfitt að halda uppi hraða þegar það vantar breiddina í liðið en þeir sem voru inn á gáfu allt í þetta.“ Næsta verkefni HK er verðugt en þeir heimsækja Íslandsmeistarana á Hlíðarenda. „Það eru öll verkefni risaverkefni fyrir okkur, ég held að taflan segi það. Okkur er alveg sama hvað liðið heitir Valur, KA, Víkingur, ÍBV. Nei reyndar ekki Víkingur. Við erum mest hræddir við þá. Við verðum bara fegnir að spila við Val í hverri umferð frekar en að mæta þeim.“ Sebastian er bjartsýnn á framhaldið. „Við höldum bara áfram að vinna í okkur málum og ég staðhæfi það hér og nú að ef einhverjir efuðust um það að þá geti þið heyrt það fyrst hér. HK verður frábært lið eftir tvö til þrjú ár.“
Handbolti Íslenski handboltinn HK Olís-deild karla Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum KA/Þór með fullt hús stiga Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Botnslagurinn færður Fótbolti og golf langvinsælust en hröð fjölgun í sundi og skotfimi Tilbúinn að láta nýju stjörnuna í þungavigtinni mæta Usyk Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport