Spænski kvennaboltinn útilokaður frá mögulegri fjárfestingu upp á mörg hundruð milljónir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 10:31 Ríkjandi Evrópumeistarar Barcelona eru langbesta lið í heimi. Það virðist þó sem liðið standi höllum fæti fjárhagslega gegn stærstu liðum Evrópu. Boris Streubel/Getty Images Það virðist sem spænsk knattspyrna gæti farið að blómstra á ný en talið er að félög í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, séu við það að fá innspýtingu upp á þrjá milljarða evra á komandi árum. Kvennaboltinn mun hins vegar ekki fá sjá krónu af þessari upphæfð. Fjárfestingafélagið CVC Capital Partners, forráðamenn La Liga sem og forráðamenn stærstu þriggja liða deildarinnar vinna nú að nýjum sjónvarpssamningi sem á að vera kynntur á næstu dögum. Samningurinn á að jafna stöðu spænskra liða gagnvart til að mynda liðum í ensku úrvalsdeildinni. Bloomberg greinir frá. CVC myndi borga 2.7 milljarða evra fyrir 10 prósent hlutdeild í nýju fyrirtæki sem myndi sjá um sjónvarpsrétt efstu tveggja deilda Spánar. Samsvarar upphæðin tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Af því áttu rúmar fimm milljónir evra að renna til úrvalsdeildar kvenna þar sem félögin myndu skipta upphæðinni á milli sín. Samsvarar sú upphæð tæpum 840 milljónum íslenskra króna. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða að veruleika. Women are cut out of the billion-dollar discussions over the future of Spanish soccer https://t.co/yo7u759eTK via @bbgequality— david hellier (@hellierd) December 10, 2021 Ástæðan er sú að þrjú af stærstu félögum deildarinnar - Real Madríd, Barcelona og Athletic Bilbao – voru á móti samningi CVC og La Liga. Rökin voru þau að samningurinn myndi ógna fjölmiðlarétti félaganna. Í kjölfarið voru gerð drög að nýjum samning sem mun tryggja liðum deildarinnar tæpa tvo milljarða evra sem og að fjölmiðlaréttur þeirra yrði óskertur. Í þeim drögum er hins vegar hvergi minnst á kvennaboltann. La Liga þarf samþykki flestra félaga deildarinnar til að samningurinn verði staðfestur. Hafa allir aðilar sem koma að samninngum gefið út yfirlýsingu þess efnis að sama magn af fjármagni verði sett í kvennaboltann og í upphaflegum samning. Það kemur þó hvergi fram hvernig eigi að standa við þá fullyrðingu. Talsmaður CVC tók í sama streng og segir upphafleg áætlun fjármálarisans - að fimm milljónir evra séu eyrnamerktar kvennaboltanum – sé enn á döfinni en aftur kemur hvergi fram hvaðan það fjármagn á að koma eða hvernig eigi að nýta það. Þó Barcelona sé langbesta kvennalið heims um þessar mundir þá er ljóst að spænska deildin er langt á eftir löndum á borð við Englandi, Þýskalandi og Frakklandi þegar kemur að fjármagni sem sett er í kvennaknattspyrnu. Það er því spurning hvort spænska deildin verði skilin eftir er önnur knattspyrnusambönd og félög setji enn meira fjármagn í kvennaknattspyrnu. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira
Fjárfestingafélagið CVC Capital Partners, forráðamenn La Liga sem og forráðamenn stærstu þriggja liða deildarinnar vinna nú að nýjum sjónvarpssamningi sem á að vera kynntur á næstu dögum. Samningurinn á að jafna stöðu spænskra liða gagnvart til að mynda liðum í ensku úrvalsdeildinni. Bloomberg greinir frá. CVC myndi borga 2.7 milljarða evra fyrir 10 prósent hlutdeild í nýju fyrirtæki sem myndi sjá um sjónvarpsrétt efstu tveggja deilda Spánar. Samsvarar upphæðin tæpum 400 milljörðum íslenskra króna. Af því áttu rúmar fimm milljónir evra að renna til úrvalsdeildar kvenna þar sem félögin myndu skipta upphæðinni á milli sín. Samsvarar sú upphæð tæpum 840 milljónum íslenskra króna. Það virðist hins vegar ekki ætla að verða að veruleika. Women are cut out of the billion-dollar discussions over the future of Spanish soccer https://t.co/yo7u759eTK via @bbgequality— david hellier (@hellierd) December 10, 2021 Ástæðan er sú að þrjú af stærstu félögum deildarinnar - Real Madríd, Barcelona og Athletic Bilbao – voru á móti samningi CVC og La Liga. Rökin voru þau að samningurinn myndi ógna fjölmiðlarétti félaganna. Í kjölfarið voru gerð drög að nýjum samning sem mun tryggja liðum deildarinnar tæpa tvo milljarða evra sem og að fjölmiðlaréttur þeirra yrði óskertur. Í þeim drögum er hins vegar hvergi minnst á kvennaboltann. La Liga þarf samþykki flestra félaga deildarinnar til að samningurinn verði staðfestur. Hafa allir aðilar sem koma að samninngum gefið út yfirlýsingu þess efnis að sama magn af fjármagni verði sett í kvennaboltann og í upphaflegum samning. Það kemur þó hvergi fram hvernig eigi að standa við þá fullyrðingu. Talsmaður CVC tók í sama streng og segir upphafleg áætlun fjármálarisans - að fimm milljónir evra séu eyrnamerktar kvennaboltanum – sé enn á döfinni en aftur kemur hvergi fram hvaðan það fjármagn á að koma eða hvernig eigi að nýta það. Þó Barcelona sé langbesta kvennalið heims um þessar mundir þá er ljóst að spænska deildin er langt á eftir löndum á borð við Englandi, Þýskalandi og Frakklandi þegar kemur að fjármagni sem sett er í kvennaknattspyrnu. Það er því spurning hvort spænska deildin verði skilin eftir er önnur knattspyrnusambönd og félög setji enn meira fjármagn í kvennaknattspyrnu.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Fleiri fréttir Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Sjá meira