Samfélagsbíllinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 11. desember 2021 17:30 Undanfarið hefur verið umræða um ívilnanir á rafbíla og hvort ekki þurfi að endurskoða þær með auknum fjölda rafbíla á götum landsins. Það er mikilvægt að rifja aðeins upp af hverju ríkið er yfirleitt að ívilna þessum tækjum og hvað ríkið fær í raun fyrir peninginn. Með ívilnunum er ríkið í raun að fjárfesta í samfélagsávinningi sem fylgir því að kaupandi velur rafbíl í stað bensínbíls. Með öðrum orðum þá fylgir ákveðinn samfélagsávinningur slíkum kaupum sem snertir miklu fleiri en kaupandann sjálfan og myndar eftirsóknaverð verðmæti fyrir samfélagið allt. Orkuöryggi Með rafbílakaupum eykst orkuöryggi Íslands. Rafbíll nýtir innlenda orku í stað þess að vera háður innfluttu eldsneyti. Til að setja í samhengi samfélagsgildi orkuöryggis þá má benda á fæðuöryggi til samanburðar. Ríkið styrkir innlendan landbúnað um á annan tug milljarða á ári. Þessi styrkir eru ekki síst til að tryggja fæðuöryggi á Íslandi. Það er því varla óeðlilegt að styrkja orkuöryggið líka enda jafn líklegt að hnökrar geti orðið á olíuinnflutningi til landsins eins og á matvælainnflutningi. Hagkvæmara raforkukerfi Raforkukostnaði íbúa má skipta í tvennt þ.e. raforkuframleiðslu og raforkudreifingu. Raforkudreifingin er áhugaverði hlutinn í þessu samhengi. Skoðum sem dæmi tíu húsa götu í glænýju hverfi. Það kostar talsverða fjárfestingu að leggja rafmagn í þessa götu og dreifikostnaðurinn sem íbúar borga á að standa undir þeirri fjárfestingu og viðhaldi. Ef fimm íbúar kaupa rafbíl þá aukast einfaldlega tekjurnar sem dreifiveitan fær þó svo að kostnaður hennar aukist oftast ekkert (sömu raflínur). Flutnings- og dreififyrirtæki raforku eru háð sérleyfi sem þýðir að þau hafa lögbundin tekjumörk. Með einföldum hætti má segja að ef tekjur þeirra aukast, umfram uppbyggingar- og viðhaldsþörf, þá ber þeim að lækka verð á flutningi. Með öðrum orðum þá mun betri nýting raflína, með tilkomu rafbíla, lækka raforkuverð til lengri tíma. Ofan á þetta skapa rafbílar möguleika á hagkvæmri geymslu raforku í geymum sínum sem, ef rétt er haldið á spöðunum, geta tekið út óhagkvæma afltoppa og dreift álagi með skilvirkari hætti. Rafbílar geta því lækkað samfélagskostnað raforkukerfisins talsvert. Mengun heilsuspillandi efna Bruni jarðefnaeldsneytis veldur heilsuspillandi mengun og er áætlað bruni jarðefnaeldsneytis valdi ótímabærum dauða yfir 8 milljón jarðarbúa á ári hverju. Hér á landi er þetta auðvitað miklu minna vandamál enda umferð minni og vindar tíðir. Samt sem áður eru klárlega heilsuspillandi efni að koma úr púströrum íslenskra bifreiða sem gott væri að losna við. Rafbílar eru því örlítið, en mikilvægt, innlegg í minni heilbrigðiskostnað t.d. vegna ýmissa öndunarfærasjúkdóma. Efnahagsstöðuleiki Innflutningur á olíu kostar þjóðina tugi milljarða á ári. Rafbílar draga ekki einungis úr útflæði gjaldeyris heldur minnkar líka óstöðuleikinn sem fylgir verðsveiflum á olíu. Rafbílavæðing er því alvöru samfélagsávinningur fyrir alla, ekki bara þá sem aka á slíkum tækjum. Minni hávaði Hávaði veldur streitu og kostnaði. Samfélög eru tilbúinn að fjárfesta í minni hávaða og eyða oft talsverðum upphæðum t.d. í hljóðmanir. Rafbílar minnka örlítið umferðarhávaða sem er klárlega samfélagsverðmæti. Minni losun gróðurhúsalofttegunda Ísland hefur, eins og nánast allar þjóðir heims, ákveðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum undirritað alvöru skuldbindingar en ljóst er að verkefnið verður ekki ókeypis. Eini alvöru mælikvarðinn á hvað losun CO2 kostar er verð á losun á markaði. Verð á tonninu hefur verið í kringum 70 evrur undanfarið eða í kringum ellefu þúsund krónur tonnið. Rafbíll minnkar losun á Íslandi um þrjú tonn á ári sem er þá 33 þúsund krónur á ári. Til gamans má geta þess að kolefnisgjald er lagt á bensínlítrann sem nemur 10 krónum en ef kolefnisgjaldið fylgdi markaðsverði kolefnis ætti hann að vera 25 krónur í dag. Rafbílar munu minnka samfélagskostnað vegna skuldbindinga okkar í loftslagsmálum. Mikilvægt er að benda á að enn meiri samfélagsávinningur fæst með breyttum ferðvenjum eins og hjólreiðum og almenningssamgöngum. Ólíklegt er þó að einkabílanotkun leggist af og því nauðsynlegt að styðja bæði við breyttar ferðavenjur og orkuskipti bifreiða. Öllum ætti þó að vera ljóst að það fjármagn sem ríkið setur í þessa málaflokka er alls ekki kastað út í loftið heldur skilar það fjölþættum samfélagsávinningi sem vert er að fjárfesta í. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Vistvænir bílar Bílar Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið umræða um ívilnanir á rafbíla og hvort ekki þurfi að endurskoða þær með auknum fjölda rafbíla á götum landsins. Það er mikilvægt að rifja aðeins upp af hverju ríkið er yfirleitt að ívilna þessum tækjum og hvað ríkið fær í raun fyrir peninginn. Með ívilnunum er ríkið í raun að fjárfesta í samfélagsávinningi sem fylgir því að kaupandi velur rafbíl í stað bensínbíls. Með öðrum orðum þá fylgir ákveðinn samfélagsávinningur slíkum kaupum sem snertir miklu fleiri en kaupandann sjálfan og myndar eftirsóknaverð verðmæti fyrir samfélagið allt. Orkuöryggi Með rafbílakaupum eykst orkuöryggi Íslands. Rafbíll nýtir innlenda orku í stað þess að vera háður innfluttu eldsneyti. Til að setja í samhengi samfélagsgildi orkuöryggis þá má benda á fæðuöryggi til samanburðar. Ríkið styrkir innlendan landbúnað um á annan tug milljarða á ári. Þessi styrkir eru ekki síst til að tryggja fæðuöryggi á Íslandi. Það er því varla óeðlilegt að styrkja orkuöryggið líka enda jafn líklegt að hnökrar geti orðið á olíuinnflutningi til landsins eins og á matvælainnflutningi. Hagkvæmara raforkukerfi Raforkukostnaði íbúa má skipta í tvennt þ.e. raforkuframleiðslu og raforkudreifingu. Raforkudreifingin er áhugaverði hlutinn í þessu samhengi. Skoðum sem dæmi tíu húsa götu í glænýju hverfi. Það kostar talsverða fjárfestingu að leggja rafmagn í þessa götu og dreifikostnaðurinn sem íbúar borga á að standa undir þeirri fjárfestingu og viðhaldi. Ef fimm íbúar kaupa rafbíl þá aukast einfaldlega tekjurnar sem dreifiveitan fær þó svo að kostnaður hennar aukist oftast ekkert (sömu raflínur). Flutnings- og dreififyrirtæki raforku eru háð sérleyfi sem þýðir að þau hafa lögbundin tekjumörk. Með einföldum hætti má segja að ef tekjur þeirra aukast, umfram uppbyggingar- og viðhaldsþörf, þá ber þeim að lækka verð á flutningi. Með öðrum orðum þá mun betri nýting raflína, með tilkomu rafbíla, lækka raforkuverð til lengri tíma. Ofan á þetta skapa rafbílar möguleika á hagkvæmri geymslu raforku í geymum sínum sem, ef rétt er haldið á spöðunum, geta tekið út óhagkvæma afltoppa og dreift álagi með skilvirkari hætti. Rafbílar geta því lækkað samfélagskostnað raforkukerfisins talsvert. Mengun heilsuspillandi efna Bruni jarðefnaeldsneytis veldur heilsuspillandi mengun og er áætlað bruni jarðefnaeldsneytis valdi ótímabærum dauða yfir 8 milljón jarðarbúa á ári hverju. Hér á landi er þetta auðvitað miklu minna vandamál enda umferð minni og vindar tíðir. Samt sem áður eru klárlega heilsuspillandi efni að koma úr púströrum íslenskra bifreiða sem gott væri að losna við. Rafbílar eru því örlítið, en mikilvægt, innlegg í minni heilbrigðiskostnað t.d. vegna ýmissa öndunarfærasjúkdóma. Efnahagsstöðuleiki Innflutningur á olíu kostar þjóðina tugi milljarða á ári. Rafbílar draga ekki einungis úr útflæði gjaldeyris heldur minnkar líka óstöðuleikinn sem fylgir verðsveiflum á olíu. Rafbílavæðing er því alvöru samfélagsávinningur fyrir alla, ekki bara þá sem aka á slíkum tækjum. Minni hávaði Hávaði veldur streitu og kostnaði. Samfélög eru tilbúinn að fjárfesta í minni hávaða og eyða oft talsverðum upphæðum t.d. í hljóðmanir. Rafbílar minnka örlítið umferðarhávaða sem er klárlega samfélagsverðmæti. Minni losun gróðurhúsalofttegunda Ísland hefur, eins og nánast allar þjóðir heims, ákveðið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við höfum undirritað alvöru skuldbindingar en ljóst er að verkefnið verður ekki ókeypis. Eini alvöru mælikvarðinn á hvað losun CO2 kostar er verð á losun á markaði. Verð á tonninu hefur verið í kringum 70 evrur undanfarið eða í kringum ellefu þúsund krónur tonnið. Rafbíll minnkar losun á Íslandi um þrjú tonn á ári sem er þá 33 þúsund krónur á ári. Til gamans má geta þess að kolefnisgjald er lagt á bensínlítrann sem nemur 10 krónum en ef kolefnisgjaldið fylgdi markaðsverði kolefnis ætti hann að vera 25 krónur í dag. Rafbílar munu minnka samfélagskostnað vegna skuldbindinga okkar í loftslagsmálum. Mikilvægt er að benda á að enn meiri samfélagsávinningur fæst með breyttum ferðvenjum eins og hjólreiðum og almenningssamgöngum. Ólíklegt er þó að einkabílanotkun leggist af og því nauðsynlegt að styðja bæði við breyttar ferðavenjur og orkuskipti bifreiða. Öllum ætti þó að vera ljóst að það fjármagn sem ríkið setur í þessa málaflokka er alls ekki kastað út í loftið heldur skilar það fjölþættum samfélagsávinningi sem vert er að fjárfesta í. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar