Fjölnir Tattoo er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2021 20:22 Fjölnir Geir Bragason tók virkan þátt í að móta húðflúrsmenningu landsins. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. Húðflúrlistamaðurinn fæddist í Reykjavík þann 5. febrúar 1965 og er sonur Kolbrúnar Benediktsdóttur leikskólakennara og Braga Ásgeirssonar myndlistamanns. Systkini Fjölnis eru Bragi Agnar (Brian), Júlía, Ásgeir Reynar, Símon Jóhann og Kolbrá Þyri. Synir Fjölnis eru Atli Freyr, fæddur 30. júní 1989, Fáfnir, fæddur 9. desember 1995 og Fenrir Flóki, fæddur 16. febrúar 2013. Barnabörn Fjölnis eru Fjölnir Myrkvi, Ísabel Dimma og Indíana Nótt, Atlabörn. Fjölnir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000 og starfaði sem húðflúrlistamaður frá árinu 1995. Hann vann lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húðflúrstofunni. Fjölnir tók þátt í að stofna og skipuleggja FO TATT FEST hátíðina í Færeyjum árið 2012 ásamt félaga sínum Páli Sch Thorsteinssyni. Nú síðastliðið sumar hélt Fjölnir Tattoo blót á Langaholti á Snæfellsnesi og svo var fyrsta íslenska hátíðin, IS TATT FEST haldin í IÐNÓ í október síðastliðnum. Ásgeir Bragason bróðir hans er meðal þeirra sem minnast Fjölnis í kvöld og hefur fjöldi fólks vottað fjölskyldunni samúð sína. Fjölnir hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri húðflúrsmenningu og verið samferða byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Hann ræddi skrautlegan feril sinn við Sölva Tryggvason í hlaðvarpsþætti hans fyrr á þessu ári. „Þegar ég segist hafa séð blóð, svita og tár, þá er ég að tala um alvöru blóð, svita og tár. Og fólk segir manni allt þegar það situr í stólnum, þannig að ég hef séð ótrúlegan þverskurð af íslensku samfélagi í gegnum árin. Og oft hefur maður horft upp á sorglega hluti og ótrúlegar sögur,“ sagði Fjölnir. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Fjölnir var hluti af fimm manna hópi sem steig fram til að lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á vöggustofum og fleiri opinberum uppheldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik seinustu aldar. Mennirnir áttu það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og margir sem voru vistaðir á stofnununum. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Hópurinn mætti á fund borgarstjóra vegna málsins í sumar og kallaði eftir nákvæmri úttekt á því hversu mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum. Þá vildu þeir viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. Fréttin hefur verið uppfærð. Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Húðflúrlistamaðurinn fæddist í Reykjavík þann 5. febrúar 1965 og er sonur Kolbrúnar Benediktsdóttur leikskólakennara og Braga Ásgeirssonar myndlistamanns. Systkini Fjölnis eru Bragi Agnar (Brian), Júlía, Ásgeir Reynar, Símon Jóhann og Kolbrá Þyri. Synir Fjölnis eru Atli Freyr, fæddur 30. júní 1989, Fáfnir, fæddur 9. desember 1995 og Fenrir Flóki, fæddur 16. febrúar 2013. Barnabörn Fjölnis eru Fjölnir Myrkvi, Ísabel Dimma og Indíana Nótt, Atlabörn. Fjölnir útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 2000 og starfaði sem húðflúrlistamaður frá árinu 1995. Hann vann lengst af á JP Tattoo og svo síðar á Íslenzku húðflúrstofunni. Fjölnir tók þátt í að stofna og skipuleggja FO TATT FEST hátíðina í Færeyjum árið 2012 ásamt félaga sínum Páli Sch Thorsteinssyni. Nú síðastliðið sumar hélt Fjölnir Tattoo blót á Langaholti á Snæfellsnesi og svo var fyrsta íslenska hátíðin, IS TATT FEST haldin í IÐNÓ í október síðastliðnum. Ásgeir Bragason bróðir hans er meðal þeirra sem minnast Fjölnis í kvöld og hefur fjöldi fólks vottað fjölskyldunni samúð sína. Fjölnir hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskri húðflúrsmenningu og verið samferða byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Hann ræddi skrautlegan feril sinn við Sölva Tryggvason í hlaðvarpsþætti hans fyrr á þessu ári. „Þegar ég segist hafa séð blóð, svita og tár, þá er ég að tala um alvöru blóð, svita og tár. Og fólk segir manni allt þegar það situr í stólnum, þannig að ég hef séð ótrúlegan þverskurð af íslensku samfélagi í gegnum árin. Og oft hefur maður horft upp á sorglega hluti og ótrúlegar sögur,“ sagði Fjölnir. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Fjölnir var hluti af fimm manna hópi sem steig fram til að lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á vöggustofum og fleiri opinberum uppheldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik seinustu aldar. Mennirnir áttu það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og margir sem voru vistaðir á stofnununum. View this post on Instagram A post shared by Fjölnir Geir Bragason (@fjolnirgeir) Hópurinn mætti á fund borgarstjóra vegna málsins í sumar og kallaði eftir nákvæmri úttekt á því hversu mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum. Þá vildu þeir viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. Fréttin hefur verið uppfærð.
Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sjá meira
Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25