Elexír við virkjanaáráttu? Tómas Guðbjartsson skrifar 12. desember 2021 19:30 Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira. Sem er ekki alls kostar rétt eins og Bjarni rekur í frábærri grein sinni á visir.is. Að sama skapi er svargrein Landsvirkjunar máttlítil og svarar alls ekki þeim staðreyndum sem settar eru fram í grein Bjarna. Það er orkuskortur á Íslandi, en hann er ekki vegna þess að það vanti fleiri virkjanir. Bilanir hafa komið upp í túrbínum og vatnsstaða uppistöðulóna sunnanlands verið óvenju lág. Þetta veldur minnkuðum afköstum virkjana. Á sama tíma eru álver og kísilverksmiðjur að keyra verksmiðjur sínar á fullu stími vegna tímabundins hás verðs á afurðum. Sú staða gæti breyst skyndilega og sum þeirra lognast út af, eins og álver Rio Tinto í Straumsvík. Loks má nefna að fiskimjölsverksmiðjur hafa fyrir löngu samið um kaup á svokölluðu umframrafmagni - á mun lægra verði en annars er í boði. Þegar orkuskortur kemur upp, eins og nú er raunin, þýða slíkir samningar að þau verða að sæta skerðingum. Staðreyndin er sú að hér á landi hefur um árabil verið ónýtt rafmagn í kerfinu, eins og við Blöndu og fleiri stórvirkjunum. Þetta er ekkert smá magn umframrafmagns, en erfitt hefur reynst að koma því til neytanda vegna ófullkomins dreifikerfis sem Landsnet ber ábyrgð á. Þar veigra menn sér sífellt við að velja umhverfisvænni lausnir eins og grafa strengi í jörð, enda kostar það meira en sjónmengandi háspennulínur. Dreifikerfið er því helsta meinsemdin og ljóst að lækningin felst ekki í því að virkja meira. Hin síðari ár hefur umframrafmagn verið selt gagnaverum, sem eru vægast sagt sveiflukenndur og óáreiðanlegur kúnni sem að stærstum hluta til fæst við gröft eftir rafmyntum. Sá furðulegi iðnaður hefur nú verið bannaður í Kína og önnur Norðurlönd ætla sömuleiðis að banna hann í sínum löndum. Enda notar gröftur eftir rafmyntum þegar meira rafmagn en allt Austurríki á ársbasis! Allir sjá hljóta að sjá hversu fáránleg rafmynt er út frá umhverfissjónarmiðum. Þar að auki eru rafmyntir notaðar af glæpasamtökum og aðilum sem ekki vilja láta rekja slóð sína í viðskiptum. Leit að slíku glópagulli ætti því ekki að eiga sér stað hérlendis. Íslensk gagnaver verða að leggja spilin á borðið og tryggja að þau séu ekki að sinna slíkum viðskiptavinum. Annars á að vísa þeim á dyr sem orkukaupendum - eins og fjöldi ríkja er farinn að gera. Þangað til gagnsæjar upplýsingar um starfsemi gagnavera liggja fyrir er sjálfgefið að skerða raforku til þeirra, enda veita þau tiltölulega fá störf, ef frá er skilinn stuttur uppbyggingartími þeirra. Höfundur er náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01 Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Grein Bjarna Bjarnasonar forstjóra OR er mikilvægt innlegg og vonandi lækning á þeirri virkjanaáráttu sem tröllriðið hefur umræðunni hérlendis sl. mánuði, en þar er því stöðugt haldið fram að virkja þurfi meira. Sem er ekki alls kostar rétt eins og Bjarni rekur í frábærri grein sinni á visir.is. Að sama skapi er svargrein Landsvirkjunar máttlítil og svarar alls ekki þeim staðreyndum sem settar eru fram í grein Bjarna. Það er orkuskortur á Íslandi, en hann er ekki vegna þess að það vanti fleiri virkjanir. Bilanir hafa komið upp í túrbínum og vatnsstaða uppistöðulóna sunnanlands verið óvenju lág. Þetta veldur minnkuðum afköstum virkjana. Á sama tíma eru álver og kísilverksmiðjur að keyra verksmiðjur sínar á fullu stími vegna tímabundins hás verðs á afurðum. Sú staða gæti breyst skyndilega og sum þeirra lognast út af, eins og álver Rio Tinto í Straumsvík. Loks má nefna að fiskimjölsverksmiðjur hafa fyrir löngu samið um kaup á svokölluðu umframrafmagni - á mun lægra verði en annars er í boði. Þegar orkuskortur kemur upp, eins og nú er raunin, þýða slíkir samningar að þau verða að sæta skerðingum. Staðreyndin er sú að hér á landi hefur um árabil verið ónýtt rafmagn í kerfinu, eins og við Blöndu og fleiri stórvirkjunum. Þetta er ekkert smá magn umframrafmagns, en erfitt hefur reynst að koma því til neytanda vegna ófullkomins dreifikerfis sem Landsnet ber ábyrgð á. Þar veigra menn sér sífellt við að velja umhverfisvænni lausnir eins og grafa strengi í jörð, enda kostar það meira en sjónmengandi háspennulínur. Dreifikerfið er því helsta meinsemdin og ljóst að lækningin felst ekki í því að virkja meira. Hin síðari ár hefur umframrafmagn verið selt gagnaverum, sem eru vægast sagt sveiflukenndur og óáreiðanlegur kúnni sem að stærstum hluta til fæst við gröft eftir rafmyntum. Sá furðulegi iðnaður hefur nú verið bannaður í Kína og önnur Norðurlönd ætla sömuleiðis að banna hann í sínum löndum. Enda notar gröftur eftir rafmyntum þegar meira rafmagn en allt Austurríki á ársbasis! Allir sjá hljóta að sjá hversu fáránleg rafmynt er út frá umhverfissjónarmiðum. Þar að auki eru rafmyntir notaðar af glæpasamtökum og aðilum sem ekki vilja láta rekja slóð sína í viðskiptum. Leit að slíku glópagulli ætti því ekki að eiga sér stað hérlendis. Íslensk gagnaver verða að leggja spilin á borðið og tryggja að þau séu ekki að sinna slíkum viðskiptavinum. Annars á að vísa þeim á dyr sem orkukaupendum - eins og fjöldi ríkja er farinn að gera. Þangað til gagnsæjar upplýsingar um starfsemi gagnavera liggja fyrir er sjálfgefið að skerða raforku til þeirra, enda veita þau tiltölulega fá störf, ef frá er skilinn stuttur uppbyggingartími þeirra. Höfundur er náttúruverndarsinni.
Um vatnsbúskap og vinnslukerfi Landsvirkjunar Það kemur verulega á óvart að í aðsendri grein forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur á Vísi þann 10. desember sl. skuli fjallað um vatnsbúskap og skerðingar Landsvirkjunar og ýjað að því að til sé næg vinnslugeta í raforkukerfi landsmanna til að fullnægja orkuskiptum framtíðarinnar. 11. desember 2021 12:01
Er rafmagnsskortur á Íslandi í dag? Stutta svarið er já. Annars þyrfti ekki að skerða afhendingu á rafmagni til stórnotenda. Ástæðan er ekki sú að það vanti fleiri og stærri virkjanir heldur fyrst og fremst skortur á vatni til að keyra þær. Skoðum þetta aðeins nánar. 10. desember 2021 08:00
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun