Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Tinni Sveinsson skrifar 13. desember 2021 17:07 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem almannavarnir sendu frá sér rétt í þessu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar fundar Almannavarna, netöryggissveitarinnar CERT-IS og Fjarskiptastofu í hádeginu í dag. Unnið er viðbragðsáætlun almannavarna og CERT-IS um verndun ómissandi upplýsingainnviða. Leiðbeiningar seinna í dag Viðskiptavinir fyrirtækja og stofnana eru varaðir við því að á næstu dögum geti ýmis kerfi verið fyrirvaralaust tekin úr umferð tímabundið meðan unnið er að nauðsynlegum uppfærslum. Netöryggissveitin vinnur að leiðbeiningum til rekstraraðila net- og tölvukerfa um viðbrögð við þessum veikleika sem væntanlega verða tilbúnar síðar í dag, mánudag. „Allt frá því að Log4j veikleikans varð vart sl. fimmtudag hafa rekstraraðilar, netöryggissveitin CERT-IS, Fjarskiptastofa og aðrir viðbragsaðilar unnið sleitulaust að því að lágmarka þann skaða sem veikleikinn gæti valdið,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vandamál um allan heim „Alvarleiki veikleikans felst fyrst og fremst í því hvað Log4j kóðasafnið er útbreitt og hversu djúpan og ríkan aðgang það getur veitt að innri kerfum. Það er mikilvægt að taka fram að þessi veikleiki er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur vandamál um allan heim og einnig að hann beinist fyrst og fremst að rekstri net- og tölvukerfa. Þannig þarf almenningur ekki að óttast hann sérstaklega þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Það er þó alltaf góð vinnuregla að uppfæra vírusvarnir og annan hugbúnað um leið og uppfærslur eru kynntar. Þeim tilmælum er áfram beint til rekstraraðila net- og tölvukerfa að farið sé yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti hugsanlega verið til staðar. Uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði og að setja sig í samband við framleiðendur kerfa/hugbúnaðar til þess að fá upplýsingar um hvenær uppfærslna er að vænta. Einnig þarf að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá sem grunar að ráðist hafi verið á kerfi í þeirra umsjón eru beðnir um að senda tilkynningu á netöryggissveitina á síðunni oryggisbrestur.island.is. Hægt er að kynna sér veikleikann nánar á heimasíðu Syndis. Tölvuárásir Netöryggi Almannavarnir Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem almannavarnir sendu frá sér rétt í þessu. Ákvörðunin var tekin í kjölfar fundar Almannavarna, netöryggissveitarinnar CERT-IS og Fjarskiptastofu í hádeginu í dag. Unnið er viðbragðsáætlun almannavarna og CERT-IS um verndun ómissandi upplýsingainnviða. Leiðbeiningar seinna í dag Viðskiptavinir fyrirtækja og stofnana eru varaðir við því að á næstu dögum geti ýmis kerfi verið fyrirvaralaust tekin úr umferð tímabundið meðan unnið er að nauðsynlegum uppfærslum. Netöryggissveitin vinnur að leiðbeiningum til rekstraraðila net- og tölvukerfa um viðbrögð við þessum veikleika sem væntanlega verða tilbúnar síðar í dag, mánudag. „Allt frá því að Log4j veikleikans varð vart sl. fimmtudag hafa rekstraraðilar, netöryggissveitin CERT-IS, Fjarskiptastofa og aðrir viðbragsaðilar unnið sleitulaust að því að lágmarka þann skaða sem veikleikinn gæti valdið,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vandamál um allan heim „Alvarleiki veikleikans felst fyrst og fremst í því hvað Log4j kóðasafnið er útbreitt og hversu djúpan og ríkan aðgang það getur veitt að innri kerfum. Það er mikilvægt að taka fram að þessi veikleiki er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur vandamál um allan heim og einnig að hann beinist fyrst og fremst að rekstri net- og tölvukerfa. Þannig þarf almenningur ekki að óttast hann sérstaklega þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Það er þó alltaf góð vinnuregla að uppfæra vírusvarnir og annan hugbúnað um leið og uppfærslur eru kynntar. Þeim tilmælum er áfram beint til rekstraraðila net- og tölvukerfa að farið sé yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti hugsanlega verið til staðar. Uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði og að setja sig í samband við framleiðendur kerfa/hugbúnaðar til þess að fá upplýsingar um hvenær uppfærslna er að vænta. Einnig þarf að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá sem grunar að ráðist hafi verið á kerfi í þeirra umsjón eru beðnir um að senda tilkynningu á netöryggissveitina á síðunni oryggisbrestur.island.is. Hægt er að kynna sér veikleikann nánar á heimasíðu Syndis.
Tölvuárásir Netöryggi Almannavarnir Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sjá meira