Þáttastjórnendur Fox News vildu að forsetinn gripi inn í óeirðirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. desember 2021 11:06 Þáttastjórnendurnir þrír eru meðal vinsælustu sjónvarpsmanna Fox News. Þrír þekktir þáttastjórnendur hjá Fox News sendu Mark Meadows, sem þá var hægri hönd Donald Trump í Hvíta húsinu, skilaboð 6. janúar síðastliðinn og biðluðu til hans um að fá forstann til að hvetja fólk til að hverfa frá þinghúsinu í Washington. Þegar skilaboðin voru send hafði fjöldi fólks safnast saman við þinghúsið, þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Múgæsingin endaði, eins og frægt er orðið, með innrás inn í þinghúsið og salinn þar sem þingmenn höfðu safnast saman. Gögn sem safnað hefur verið af þingnefnd sem hefur árásina til rannsóknar benda til þess að í aðdraganda hennar hafi Trump og stuðningsmenn hans leitað allra leiða til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Biden og til að freista þess að Trump sæti áfram sem forseti. „Mark, forsetinn þarf að segja fólkinu í þinghúsinu að fara heim,“ skrifaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Laura Ingraham til Meadow. „Þetta er að valda okkur öllum skaða. Hann er að tortíma arfleifð sinni.“ „Getur hann gefið yfirlýsingu? Beðið fólk um að yfirgefa þinghúsið,“ stóð í skilaboðunum frá Sean Hannity. „Gerðu það, komdu honum í sjónvarpið. Hann er að eyðileggja allt sem þið hafið áorkað,“ sagði Brian Kilmeade. Skilaboð þáttastjórnendanna þriggja voru meðal þeirra 9.000 gagna sem Meadows afhenti þingnefndinni á meðan hann var enn samvinnuþýður. Þegar að því kom að mæta fyrir þingnefndina til að svara spurningum varðandi umrædd gögn ákvað hann að gera það ekki. Þingnefndin hefur nú mælt með því að Meadows verði sóttur til saka vegna þessa. Ingraham stýrir þættinum The Ingraham Angle og Kilmeade Fox & Friends, sem var eitt sinn meðal uppáhaldssjónvarpsþátta Trump. Þá er Hannity þekktur stuðningsmaður forsetans. Þrátt fyrir að hafa hvatt Meadows til að fá Trump til að grípa til aðgerða þegar ljóst var í hvað stefndi við þinghúsið, voru það ekki endilega sjónarmið sem þáttastjórnendurnir héldu á lofti á Fox News. Ingraham sagði meðal annars að fólkið við þinghúsið væri langt í frá allt stuðningsfólk Trump og að meðal þeirra hefðu verið fulltrúar and-fasískra vinstrihreyfinga. Hannity fordæmdi óeirðirnar en virtist samt réttlæta þær með því að vísa til samsæriskenninga um stórfellt kosningasvindl. Tucker Carlson, vinsælasti sjónvarpsmaður Fox News, framleiddi á dögunum heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem því er meðal annars haldið fram að árásin á þinghúsið hafi verið skipulögð aðgerð til að kasta rýrð á hægrimenn. New York Times greindi frá. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Þegar skilaboðin voru send hafði fjöldi fólks safnast saman við þinghúsið, þar sem staðfesta átti kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. Múgæsingin endaði, eins og frægt er orðið, með innrás inn í þinghúsið og salinn þar sem þingmenn höfðu safnast saman. Gögn sem safnað hefur verið af þingnefnd sem hefur árásina til rannsóknar benda til þess að í aðdraganda hennar hafi Trump og stuðningsmenn hans leitað allra leiða til að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Biden og til að freista þess að Trump sæti áfram sem forseti. „Mark, forsetinn þarf að segja fólkinu í þinghúsinu að fara heim,“ skrifaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Laura Ingraham til Meadow. „Þetta er að valda okkur öllum skaða. Hann er að tortíma arfleifð sinni.“ „Getur hann gefið yfirlýsingu? Beðið fólk um að yfirgefa þinghúsið,“ stóð í skilaboðunum frá Sean Hannity. „Gerðu það, komdu honum í sjónvarpið. Hann er að eyðileggja allt sem þið hafið áorkað,“ sagði Brian Kilmeade. Skilaboð þáttastjórnendanna þriggja voru meðal þeirra 9.000 gagna sem Meadows afhenti þingnefndinni á meðan hann var enn samvinnuþýður. Þegar að því kom að mæta fyrir þingnefndina til að svara spurningum varðandi umrædd gögn ákvað hann að gera það ekki. Þingnefndin hefur nú mælt með því að Meadows verði sóttur til saka vegna þessa. Ingraham stýrir þættinum The Ingraham Angle og Kilmeade Fox & Friends, sem var eitt sinn meðal uppáhaldssjónvarpsþátta Trump. Þá er Hannity þekktur stuðningsmaður forsetans. Þrátt fyrir að hafa hvatt Meadows til að fá Trump til að grípa til aðgerða þegar ljóst var í hvað stefndi við þinghúsið, voru það ekki endilega sjónarmið sem þáttastjórnendurnir héldu á lofti á Fox News. Ingraham sagði meðal annars að fólkið við þinghúsið væri langt í frá allt stuðningsfólk Trump og að meðal þeirra hefðu verið fulltrúar and-fasískra vinstrihreyfinga. Hannity fordæmdi óeirðirnar en virtist samt réttlæta þær með því að vísa til samsæriskenninga um stórfellt kosningasvindl. Tucker Carlson, vinsælasti sjónvarpsmaður Fox News, framleiddi á dögunum heimildaþáttaröð í þremur hlutum þar sem því er meðal annars haldið fram að árásin á þinghúsið hafi verið skipulögð aðgerð til að kasta rýrð á hægrimenn. New York Times greindi frá.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira