Sport

ÓL-meistari kærður fyrir að brjóta á þrettán ára dóttur þjálfara síns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yannick Agnel á hápunkti sundferils síns.
Yannick Agnel á hápunkti sundferils síns. EPA/HANNIBAL HANSCHKE

Fyrrverandi tvöfaldur Ólympíumeistari á nú á hættu að vera dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir barnaníð.

Yannick Agnel er nú orðinn 29 ára gamall en atvikið sem um ræðir gerðist þegar hann var á hátindi ferilsins. Hann hætti að keppa eftir Ólympíuleikana 2016.

Agnel, sem þá var 24 ára og ríkjandi Ólympíumeistari 200 metra skriðsundi, viðurkennir að sögn saksóknarans að hafa stunda kynmök með þrettán ára stúlku - dóttur þjálfara síns. Hann segir það hafa verið með samþykki stúlkunnar. 

Agnel var handtekinn á dögunum eftir að meðlimur í æfingahópi hans kærði hann til lögreglunnar. L'Equipe hefur meðal annars fjallað um málið en í framhaldinu einnig aðrir erlendir miðlar.

Franska þingið samþykkti nýverið lög um að það sé litið á það sem nauðgun þegar fullorðið fólk hefur samræði með einstaklingi undir fimmtán ára.

Rætt hefur verið við fjölda sundmanna úr æfingahópnum en auk lögreglurannsóknarinnar þá hefur franska sundsambandið einnig hafið sína rannsókn.

Agnel á yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.

Stúlkan sem um ræðir var dóttir eins þjálfara Agnel. Þau flökkuðu saman um heiminn og segir saksóknari Agnel hafa haft samræði við stúlkuna meðal annars á Spáni, Tælandi og Brasilíu 

Agnel á enn heimsmetið í 400 metra skriðsundi í 25 metra laug en það er 3.32.25 mín. og frá árinu 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×