Ætlar Landssamband hestamanna að hygla illri meðferð á hestum? Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 14. desember 2021 14:00 Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. Það kemur þess vegna á óvart að heyra af fyrirætlunum stærstu samtaka hestamanna; Landssambands hestamanna (LH), fyrir næsta sumar. Ekki er hægt að segja að þær fyrirætlanir samræmist þeirri vegferð sem hestasamfélagið hefur verið á varðandi aukna velferð hesta. 280 km á fjórum dögum LH stefnir á að standa fyrir þolreiðarkeppni um suðurhálendið þar sem leggja á mun harðar að hestum en venjulegt er, í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landsteinana. Keppnin ber yfirskriftina Survive Iceland og er markhópurinn erlendir knapar. Þolreiðakeppnir erlendis hafa verið umdeildar út frá sjónarmiði velferðar vegna þess hversu langar vegalengdir hestar eru látnir bera knapa, í þágu ævintýramennsku keppenda. Forsendur Survive Iceland eru að keppendur fari ríðandi um 280 km leið á fjórum dögum. Dagleiðin verður því um 60-70 km. Hver keppandi mun fá þrjá þjálfaða hesta til afnota og notar tvo hesta á dag til reiðar með reglulegum áningum. Vegið gróflega að velferð hesta Í Survive Iceland verður því gert ráð fyrir að keppendur ríði einum hesti um 30-35 km á dag. Þetta er gríðarlega löng vegalengd fyrir hest að bera knapa á einum degi. Þar að auki er um að ræða keppni í tíma og því munu keppendur fara röskt áfram í þeim tilgangi að sigra. Sá hestur sem ekki verður notaður yfir daginn verður ekið á milli staða. Hestarnir fá einn frídag í keppninni, þ.e. tveir þeirra notaðir til reiðar í þrjá daga og einn í tvo daga. Í hestaferðum hérlendis er yfirleitt er miðað við 7-14 km dagleið á hest í reið. Þetta er hefð sem hefur myndast út frá sanngirni gagnvart hestum, enda mikið álag fyrir stoðkerfi þeirra að bera um 1/3 líkamsþyngdar sinnar í lengri tíma. Í lengri ferðum hafa menn að auki fleiri hesta til reiðar, en hestar sem ekki eru notaðir hlaupa þá yfirleitt með. Í hefðbundnum hestaferðum er venjulega farið um 30-40 km leið yfir daginn og skipt reglulega um reiðskjóta. Í þessum ferðum er ætlunin að njóta náttúru Íslands með hestunum og hraði ferðarinnar í samræmi við það, séu menn að huga vel að hestum sínum. Um verður að ræða illa meðferð á hestum Dýralæknir mun meta hestana eftir hvern legg í Survive Iceland, taka púls og skoða líkamlegt ástand. Hinsvegar getur dýralæknir ekki metið líðan hestanna eða áhrifin á stoðkerfi þeirra að bera knapa svo lengi. Vert er að taka fram að erlendar rannsóknir hafa sýnt að hestar þurfi líklega um 2-3 daga hvíld til að endurhlaða orkubirgðir vöðvanna eftir mikið líkamlegt álag. Við megum ekki gleyma því að íslenski hesturinn er einn harðgerðasti hestur heims, sem þýðir að hann harkar meira af sér en önnur hestakyn myndu gera í sömu aðstæðum. Það þýðir hinsvegar ekki að við eigum að ofbjóða honum. Að ætlast til þess að láta hesta bera knapa svona langa dagleið er ekkert annað en pynting og ill meðferð á hestum. Þess má geta að LH framkvæmdi sambærilega prufukeppni síðastliðið sumar þar sem hestar frá hestaleigufyrirtækjum voru látnir fara þessar dagleiðir með knapa. Áskorun til LH og ÍSÍ Það er sannarlega undarlegt að stærstu samtök hestamanna ætli sér að standa fyrir svona meðferð á hestum í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landið. Það er alvarlegt mál að samtökin ætli sér í þessari kynningarherferð á íslenska hestinum að vega svo gróflega að velferð hans. Samtökin munu einnig með þessu setja fordæmi fyrir hestamenn í landinu og fara af þeirri leið sem hestasamfélagið hefur verið á hvað varðar aukna velferð hesta. LH er er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Hér með er skorað á LH að breyta áformum sínum um lengd dagleiða á hest í þolreiðakeppninni Survive Iceland, þannig að ekki sé lagt meira á hesta en hefðbundið er í ferðum hér á landi og hestum sé ekki ofboðið. Sömuleiðis er skorað á ÍSÍ að ganga á eftir því að LH stuðli að velferð hesta í sínu starfi í hvívetna og komi í veg fyrir þessa meðferð alfarið. Höfundur er hestafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið aukin vakning á meðal hestamanna hvað varðar velferð hesta og bæting verið á mörgum sviðum í þágu velferðar hesta. Mikilvægt er að sú þróun haldi áfram innan hestaíþróttarinnar. Það kemur þess vegna á óvart að heyra af fyrirætlunum stærstu samtaka hestamanna; Landssambands hestamanna (LH), fyrir næsta sumar. Ekki er hægt að segja að þær fyrirætlanir samræmist þeirri vegferð sem hestasamfélagið hefur verið á varðandi aukna velferð hesta. 280 km á fjórum dögum LH stefnir á að standa fyrir þolreiðarkeppni um suðurhálendið þar sem leggja á mun harðar að hestum en venjulegt er, í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landsteinana. Keppnin ber yfirskriftina Survive Iceland og er markhópurinn erlendir knapar. Þolreiðakeppnir erlendis hafa verið umdeildar út frá sjónarmiði velferðar vegna þess hversu langar vegalengdir hestar eru látnir bera knapa, í þágu ævintýramennsku keppenda. Forsendur Survive Iceland eru að keppendur fari ríðandi um 280 km leið á fjórum dögum. Dagleiðin verður því um 60-70 km. Hver keppandi mun fá þrjá þjálfaða hesta til afnota og notar tvo hesta á dag til reiðar með reglulegum áningum. Vegið gróflega að velferð hesta Í Survive Iceland verður því gert ráð fyrir að keppendur ríði einum hesti um 30-35 km á dag. Þetta er gríðarlega löng vegalengd fyrir hest að bera knapa á einum degi. Þar að auki er um að ræða keppni í tíma og því munu keppendur fara röskt áfram í þeim tilgangi að sigra. Sá hestur sem ekki verður notaður yfir daginn verður ekið á milli staða. Hestarnir fá einn frídag í keppninni, þ.e. tveir þeirra notaðir til reiðar í þrjá daga og einn í tvo daga. Í hestaferðum hérlendis er yfirleitt er miðað við 7-14 km dagleið á hest í reið. Þetta er hefð sem hefur myndast út frá sanngirni gagnvart hestum, enda mikið álag fyrir stoðkerfi þeirra að bera um 1/3 líkamsþyngdar sinnar í lengri tíma. Í lengri ferðum hafa menn að auki fleiri hesta til reiðar, en hestar sem ekki eru notaðir hlaupa þá yfirleitt með. Í hefðbundnum hestaferðum er venjulega farið um 30-40 km leið yfir daginn og skipt reglulega um reiðskjóta. Í þessum ferðum er ætlunin að njóta náttúru Íslands með hestunum og hraði ferðarinnar í samræmi við það, séu menn að huga vel að hestum sínum. Um verður að ræða illa meðferð á hestum Dýralæknir mun meta hestana eftir hvern legg í Survive Iceland, taka púls og skoða líkamlegt ástand. Hinsvegar getur dýralæknir ekki metið líðan hestanna eða áhrifin á stoðkerfi þeirra að bera knapa svo lengi. Vert er að taka fram að erlendar rannsóknir hafa sýnt að hestar þurfi líklega um 2-3 daga hvíld til að endurhlaða orkubirgðir vöðvanna eftir mikið líkamlegt álag. Við megum ekki gleyma því að íslenski hesturinn er einn harðgerðasti hestur heims, sem þýðir að hann harkar meira af sér en önnur hestakyn myndu gera í sömu aðstæðum. Það þýðir hinsvegar ekki að við eigum að ofbjóða honum. Að ætlast til þess að láta hesta bera knapa svona langa dagleið er ekkert annað en pynting og ill meðferð á hestum. Þess má geta að LH framkvæmdi sambærilega prufukeppni síðastliðið sumar þar sem hestar frá hestaleigufyrirtækjum voru látnir fara þessar dagleiðir með knapa. Áskorun til LH og ÍSÍ Það er sannarlega undarlegt að stærstu samtök hestamanna ætli sér að standa fyrir svona meðferð á hestum í þeim tilgangi að kynna hestinn út fyrir landið. Það er alvarlegt mál að samtökin ætli sér í þessari kynningarherferð á íslenska hestinum að vega svo gróflega að velferð hans. Samtökin munu einnig með þessu setja fordæmi fyrir hestamenn í landinu og fara af þeirri leið sem hestasamfélagið hefur verið á hvað varðar aukna velferð hesta. LH er er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Hér með er skorað á LH að breyta áformum sínum um lengd dagleiða á hest í þolreiðakeppninni Survive Iceland, þannig að ekki sé lagt meira á hesta en hefðbundið er í ferðum hér á landi og hestum sé ekki ofboðið. Sömuleiðis er skorað á ÍSÍ að ganga á eftir því að LH stuðli að velferð hesta í sínu starfi í hvívetna og komi í veg fyrir þessa meðferð alfarið. Höfundur er hestafræðingur.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar