Patrekur: Var búinn að segja við hann að ég tæki hann út af ef hann færi úr færunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2021 22:51 Annan leikinn í röð var Hjálmtýr Alfreðsson hetja Stjörnunnar. vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var merkilega rólegur eftir sigurinn á Aftureldingu, 36-35, í 32-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í kvöld, enda ekki að byrja í bransanum. „Það var sáralítið sem skildi að. Arnór [Freyr Stefánsson] varði bolta í restina. Þetta var búið að gerast svo oft að maður var eiginlega orðinn rólegur,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi og vísaði þar til sveiflanna í leiknum. „Þetta var hörkuleikur. Bæði lið áttu góða kafla en hikstuðu á milli. Ég er ánægður með að við skildum vinna en þetta var mjög jafnt.“ Þetta var annar leikur Aftureldingar og Stjörnunnar á fimm dögum en þau gerðu jafntefli, 26-26, í Olís-deildinni á föstudaginn. Þar unnu Stjörnumenn upp tíu marka forskot Mosfellinga á síðustu 22 mínútum leiksins. „Í heildina spiluðum við betur,“ sagði Patrekur um muninn milli leikjanna. „Við erum að spila voða mikið á sömu mönnunum og þetta voru áttatíu mínútur. Sóknin var stundum svolítið hæg og þess vegna fór ég í sjö á sex á köflum og það gekk ágætlega. Ég vil hrósa strákunum því þetta reyndi á taugarnar en við vorum kannski heppnari í restina.“ Hjálmtýr Alfreðsson hefur fengið stærra hlutverk hjá Stjörnunni í fjarveru Dags Gautasonar. Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Aftureldingu á föstudaginn og sigurmarkið í leiknum í kvöld. Patrekur gat ekki annað en verið sáttur með strákinn. „Þetta er algjör öðlingur, þessi drengur. Ég var búinn að segja við hann að ég tæki hann út af ef hann færi úr færunum. Hann klikkaði mikið gegn Víkingi og Aftureldingu síðast en hann tók stóru skotin í dag og þorði og það er frábært að vera með hann og Dag,“ sagði Patrekur að lokum. Íslenski handboltinn Stjarnan Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
„Það var sáralítið sem skildi að. Arnór [Freyr Stefánsson] varði bolta í restina. Þetta var búið að gerast svo oft að maður var eiginlega orðinn rólegur,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi og vísaði þar til sveiflanna í leiknum. „Þetta var hörkuleikur. Bæði lið áttu góða kafla en hikstuðu á milli. Ég er ánægður með að við skildum vinna en þetta var mjög jafnt.“ Þetta var annar leikur Aftureldingar og Stjörnunnar á fimm dögum en þau gerðu jafntefli, 26-26, í Olís-deildinni á föstudaginn. Þar unnu Stjörnumenn upp tíu marka forskot Mosfellinga á síðustu 22 mínútum leiksins. „Í heildina spiluðum við betur,“ sagði Patrekur um muninn milli leikjanna. „Við erum að spila voða mikið á sömu mönnunum og þetta voru áttatíu mínútur. Sóknin var stundum svolítið hæg og þess vegna fór ég í sjö á sex á köflum og það gekk ágætlega. Ég vil hrósa strákunum því þetta reyndi á taugarnar en við vorum kannski heppnari í restina.“ Hjálmtýr Alfreðsson hefur fengið stærra hlutverk hjá Stjörnunni í fjarveru Dags Gautasonar. Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Aftureldingu á föstudaginn og sigurmarkið í leiknum í kvöld. Patrekur gat ekki annað en verið sáttur með strákinn. „Þetta er algjör öðlingur, þessi drengur. Ég var búinn að segja við hann að ég tæki hann út af ef hann færi úr færunum. Hann klikkaði mikið gegn Víkingi og Aftureldingu síðast en hann tók stóru skotin í dag og þorði og það er frábært að vera með hann og Dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Íslenski handboltinn Stjarnan Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti