Patrekur: Var búinn að segja við hann að ég tæki hann út af ef hann færi úr færunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2021 22:51 Annan leikinn í röð var Hjálmtýr Alfreðsson hetja Stjörnunnar. vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var merkilega rólegur eftir sigurinn á Aftureldingu, 36-35, í 32-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla í kvöld, enda ekki að byrja í bransanum. „Það var sáralítið sem skildi að. Arnór [Freyr Stefánsson] varði bolta í restina. Þetta var búið að gerast svo oft að maður var eiginlega orðinn rólegur,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi og vísaði þar til sveiflanna í leiknum. „Þetta var hörkuleikur. Bæði lið áttu góða kafla en hikstuðu á milli. Ég er ánægður með að við skildum vinna en þetta var mjög jafnt.“ Þetta var annar leikur Aftureldingar og Stjörnunnar á fimm dögum en þau gerðu jafntefli, 26-26, í Olís-deildinni á föstudaginn. Þar unnu Stjörnumenn upp tíu marka forskot Mosfellinga á síðustu 22 mínútum leiksins. „Í heildina spiluðum við betur,“ sagði Patrekur um muninn milli leikjanna. „Við erum að spila voða mikið á sömu mönnunum og þetta voru áttatíu mínútur. Sóknin var stundum svolítið hæg og þess vegna fór ég í sjö á sex á köflum og það gekk ágætlega. Ég vil hrósa strákunum því þetta reyndi á taugarnar en við vorum kannski heppnari í restina.“ Hjálmtýr Alfreðsson hefur fengið stærra hlutverk hjá Stjörnunni í fjarveru Dags Gautasonar. Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Aftureldingu á föstudaginn og sigurmarkið í leiknum í kvöld. Patrekur gat ekki annað en verið sáttur með strákinn. „Þetta er algjör öðlingur, þessi drengur. Ég var búinn að segja við hann að ég tæki hann út af ef hann færi úr færunum. Hann klikkaði mikið gegn Víkingi og Aftureldingu síðast en hann tók stóru skotin í dag og þorði og það er frábært að vera með hann og Dag,“ sagði Patrekur að lokum. Íslenski handboltinn Stjarnan Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Sjá meira
„Það var sáralítið sem skildi að. Arnór [Freyr Stefánsson] varði bolta í restina. Þetta var búið að gerast svo oft að maður var eiginlega orðinn rólegur,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi og vísaði þar til sveiflanna í leiknum. „Þetta var hörkuleikur. Bæði lið áttu góða kafla en hikstuðu á milli. Ég er ánægður með að við skildum vinna en þetta var mjög jafnt.“ Þetta var annar leikur Aftureldingar og Stjörnunnar á fimm dögum en þau gerðu jafntefli, 26-26, í Olís-deildinni á föstudaginn. Þar unnu Stjörnumenn upp tíu marka forskot Mosfellinga á síðustu 22 mínútum leiksins. „Í heildina spiluðum við betur,“ sagði Patrekur um muninn milli leikjanna. „Við erum að spila voða mikið á sömu mönnunum og þetta voru áttatíu mínútur. Sóknin var stundum svolítið hæg og þess vegna fór ég í sjö á sex á köflum og það gekk ágætlega. Ég vil hrósa strákunum því þetta reyndi á taugarnar en við vorum kannski heppnari í restina.“ Hjálmtýr Alfreðsson hefur fengið stærra hlutverk hjá Stjörnunni í fjarveru Dags Gautasonar. Hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Aftureldingu á föstudaginn og sigurmarkið í leiknum í kvöld. Patrekur gat ekki annað en verið sáttur með strákinn. „Þetta er algjör öðlingur, þessi drengur. Ég var búinn að segja við hann að ég tæki hann út af ef hann færi úr færunum. Hann klikkaði mikið gegn Víkingi og Aftureldingu síðast en hann tók stóru skotin í dag og þorði og það er frábært að vera með hann og Dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Íslenski handboltinn Stjarnan Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fleiri fréttir Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Sjá meira