Kolbrún gapandi hissa á Jóni Rúnari Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2021 09:37 Kolbrún Hrund og Jón Rúnar hafa verið öflug í sjálfboðavinnu innan knattspyrnuhreyfingarinnar undanfarin ár. Vísir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum, segist vera gapandi hissa á orðum Jóns Rúnars Halldórssonar, stjórnarmanns í Íslenskum toppfótbolta, í hennar garð. Jón Rúnar hefur sent stjórn KSÍ bréf þar sem hann sagði stjórn sambandsins verða að ræða framgöngu Kolbrúnar Hrundar og í framhaldinu víkja henni frá verkefnum á vegum KSÍ. Hún væri ekki hæf til að sinna þeim verkefnum, stuðningsyfirlýsing hennar til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. Fjallað var um málið á Vísi í gær. „Vitið þið, að ég er bara gapandi hissa. Mér brá svo þegar ég sá þessa frétt vegna þess að hingað til hef ég bara átt jákvæð og góð samskipti við bæði félagið hans, FH, og aðra aðila innan ÍTF, og taldi einhvern veginn að við værum öll á sömu leið. Að sigla að því að byggja aftur upp traust, að sinna málum betur sem þurfti að sinna betur,“ sagði Kolbrún í Bítinu á morgun, aðspurð um gagnrýni Jóns Rúnars. Hissa á persónulegri árás Í bréfinu, sem Jón Rúnar tók fram að væri sent í eigin nafni, hélt hann því fram að Kolbrúnu væri ekki stætt á því að starfa á vegum KSÍ. „Siðferði í allri sinni mynd. Það er ekki hægt að berjast fyrir bættu siðferði öðru megin lækjar en vera svo bullandi siðblindur hinum megin,“ skrifaði Jón Rúnar. Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.Vísir/Vilhelm Þessi orð komu Kolbrúnu á óvart. „Það kom mér líka á óvart að hann skyldi ráðast á mér persónulega, ekki bara gagnrýna orðin mín heldur líka að kalla mig bullandi siðblinda. Fyrir að lýsa yfir stuðningi við Vöndu. Ég var auðvitað ekki að gera upp á milli frambjóðenda, það er enginn annar í framboði heldur en Vanda,“ sagði Kolbrún Hrund. Nýtti tækifærið til að hvetja fólk til að standa við stóru orðin Vísaði hún þar í lokaorð sín á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Þar greip Kolbrún tækifærið og hvatti fólk til að styðja við Vöndu Sigurgeirsdóttur í komandi formannskosningum, eitthvað sem Jón Rúnar er af ósáttur með. „Á meðan það er enginn annar kominn í framboð taldi ég sjálfsagt á þessu málþingi þar sem við vorum að fjalla um jafnrétti í íþróttum að nota tækifærið til þess að hvetja fólk við að standa við stóru orðin og fylkja sér á bak við það, að við séum að sigla í rétta átt.“ Hún telur að með þessum orðum hafi hún ekki verið að misnota aðstöðu sína, enda sé enginn annar en Vanda í framboði, eins og staðan er núna. „Nei, ef að það væri kominn einhver mótframbjóðandi, ef ég vissi að það væru einhverjir að berjast um einhverja stöðu hefði ég ekki verið að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda fram yfir annann. Ég hef hvergi séð og tel að það sé hvergi komið fram annað framboð.“ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál KSÍ Bítið Tengdar fréttir Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Jón Rúnar hefur sent stjórn KSÍ bréf þar sem hann sagði stjórn sambandsins verða að ræða framgöngu Kolbrúnar Hrundar og í framhaldinu víkja henni frá verkefnum á vegum KSÍ. Hún væri ekki hæf til að sinna þeim verkefnum, stuðningsyfirlýsing hennar til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. Fjallað var um málið á Vísi í gær. „Vitið þið, að ég er bara gapandi hissa. Mér brá svo þegar ég sá þessa frétt vegna þess að hingað til hef ég bara átt jákvæð og góð samskipti við bæði félagið hans, FH, og aðra aðila innan ÍTF, og taldi einhvern veginn að við værum öll á sömu leið. Að sigla að því að byggja aftur upp traust, að sinna málum betur sem þurfti að sinna betur,“ sagði Kolbrún í Bítinu á morgun, aðspurð um gagnrýni Jóns Rúnars. Hissa á persónulegri árás Í bréfinu, sem Jón Rúnar tók fram að væri sent í eigin nafni, hélt hann því fram að Kolbrúnu væri ekki stætt á því að starfa á vegum KSÍ. „Siðferði í allri sinni mynd. Það er ekki hægt að berjast fyrir bættu siðferði öðru megin lækjar en vera svo bullandi siðblindur hinum megin,“ skrifaði Jón Rúnar. Höfuðstöðvar KSÍ eru á Laugardalsvelli.Vísir/Vilhelm Þessi orð komu Kolbrúnu á óvart. „Það kom mér líka á óvart að hann skyldi ráðast á mér persónulega, ekki bara gagnrýna orðin mín heldur líka að kalla mig bullandi siðblinda. Fyrir að lýsa yfir stuðningi við Vöndu. Ég var auðvitað ekki að gera upp á milli frambjóðenda, það er enginn annar í framboði heldur en Vanda,“ sagði Kolbrún Hrund. Nýtti tækifærið til að hvetja fólk til að standa við stóru orðin Vísaði hún þar í lokaorð sín á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Þar greip Kolbrún tækifærið og hvatti fólk til að styðja við Vöndu Sigurgeirsdóttur í komandi formannskosningum, eitthvað sem Jón Rúnar er af ósáttur með. „Á meðan það er enginn annar kominn í framboð taldi ég sjálfsagt á þessu málþingi þar sem við vorum að fjalla um jafnrétti í íþróttum að nota tækifærið til þess að hvetja fólk við að standa við stóru orðin og fylkja sér á bak við það, að við séum að sigla í rétta átt.“ Hún telur að með þessum orðum hafi hún ekki verið að misnota aðstöðu sína, enda sé enginn annar en Vanda í framboði, eins og staðan er núna. „Nei, ef að það væri kominn einhver mótframbjóðandi, ef ég vissi að það væru einhverjir að berjast um einhverja stöðu hefði ég ekki verið að lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda fram yfir annann. Ég hef hvergi séð og tel að það sé hvergi komið fram annað framboð.“
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Jafnréttismál KSÍ Bítið Tengdar fréttir Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Sakar Kolbrúnu um siðblindu og vill að stjórn KSÍ sparki henni Jón Rúnar Halldórsson, stjórnarmaður í Íslenskum toppfótbolta, segir Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í jafnréttismálum, ekki hæfa til að sinna þeim verkefnum sem hún hafi tekið að sér fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stuðningsyfirlýsing til nýkjörins formanns í aðdraganda ársþings var dropinn sem fyllti mæli Jóns Rúnars. 14. desember 2021 11:46
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent