Landamæratakmarkanir á Íslandi hafi brotið í bága við reglur EES Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 17:14 Reglur sem tóku í gildi á landamærum Íslands í maí síðastliðnum eru sagðar brjóta í bága við jafnræðisreglur EES. Reglurnar hafi mismunað EES-borgurum þar sem þær giltu ekki fyrir íslenska ríkisborgara. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur nú sent Íslandi formlegt áminningarbréf vegna aðgangstakmarkanna sem mismuna EES-borgurum sem búsettir eru hér á landi. en í tilkynningu frá stofnuninni er vísað til þess að í maí 2021 hafi verið sett lög á Íslandi þar sem mælt er fyrir skyldu flugrekenda að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins. Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að með lögum sem sett voru í maí 2021, þar sem mælt var fyrir skyldu flugrekenda til að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins hafi EES-borgurum verið mismunað á óréttmætan hátt þar sem krafan átti ekki við íslenska ríkisborgara. Vísað er til þess að EES ríkjum sé heimilt að takmarka för milli landa til að hefta útbreiðslu faraldursins en aðgerðir eigi ekki að ganga lengra en nauðsynlegt er og verða þær að vera samræmdar. Stofnunin segist ekki hafa fengið viðunandi svör sem sýna fram á að aðgerðirnar gæti meðalhófs. Ísland hefur nú tvo mánuði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en ESA ákveður hvort fara skuli lengra með málið. „Íslenskt, láttu það ganga“ brjóti í bága við reglur EES Þá hefur eftirlitsstofnunin ESA sömuleiðis sent rökstutt álit til Íslands vegna þátttöku yfirvalda í herferð þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að velja íslenska vöru og þjónustu fram yfir erlenda. Ísland er með því sagt brjóta í bága við EES-reglur með því að standa ekki við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins til að tryggja frjálsa vöruflutninga og frelsi til að veita þjónustu. Um er að ræða herferð sem ber yfirskriftina „Íslenskt, láttu það ganga“ og segir í tilkynningu ESA að slagorðið sendi þau skilaboð að val á íslenskum vörum og þjónustu skili sér aftur til neytenda. Herferðin er sögð hvetja neytendur til að velja frekar íslenska vöru en erlenda, sem brýtur í bága við grundvallaratriði EES-samningsins.Aðsend „Í kjölfar upplýsingabeiðni sem ESA sendi til Íslands í júní 2020 héldu íslensk stjórnvöld því fram að herferðin væri hluti af víðtækari aðgerðum til að styðja við atvinnulífið og fyrirtæki í landinu, til að bregðast við Covid-19 heimsfaraldrinum. Í kjölfar bréfaskipta við Íslands sendi ESA í desember 2020 formlegt áminningarbréf til Íslands þar sem bent var á að herferðin væri ekki í samræmi við EES-reglur,“ segir í tilkynningunni. Þá sé það mat stofnunarinnar að aðstæður á Íslandi í tengslum við Covid-19 faraldurinn réttlæti ekki ráðstöfunina. Þar að auki sé herferðin miðuð að því að vernda innlend fyrirtæki og vörur á kostnað fyrirtækja og vara frá öðrum EES-ríkjum andstætt grundvallarmarkmiði EES-samningsins um að efla viðskipta- og efnahagstengsl innan EES. Evrópusambandið Samkeppnismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. 15. desember 2021 14:31 ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. 17. nóvember 2021 10:34 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni að með lögum sem sett voru í maí 2021, þar sem mælt var fyrir skyldu flugrekenda til að kanna hvort farþegar hafi tilskilin vottorð vegna Covid-19 við komuna til landsins hafi EES-borgurum verið mismunað á óréttmætan hátt þar sem krafan átti ekki við íslenska ríkisborgara. Vísað er til þess að EES ríkjum sé heimilt að takmarka för milli landa til að hefta útbreiðslu faraldursins en aðgerðir eigi ekki að ganga lengra en nauðsynlegt er og verða þær að vera samræmdar. Stofnunin segist ekki hafa fengið viðunandi svör sem sýna fram á að aðgerðirnar gæti meðalhófs. Ísland hefur nú tvo mánuði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en ESA ákveður hvort fara skuli lengra með málið. „Íslenskt, láttu það ganga“ brjóti í bága við reglur EES Þá hefur eftirlitsstofnunin ESA sömuleiðis sent rökstutt álit til Íslands vegna þátttöku yfirvalda í herferð þar sem íslenskir neytendur eru hvattir til að velja íslenska vöru og þjónustu fram yfir erlenda. Ísland er með því sagt brjóta í bága við EES-reglur með því að standa ekki við skuldbindingar sínar á grundvelli EES-samningsins til að tryggja frjálsa vöruflutninga og frelsi til að veita þjónustu. Um er að ræða herferð sem ber yfirskriftina „Íslenskt, láttu það ganga“ og segir í tilkynningu ESA að slagorðið sendi þau skilaboð að val á íslenskum vörum og þjónustu skili sér aftur til neytenda. Herferðin er sögð hvetja neytendur til að velja frekar íslenska vöru en erlenda, sem brýtur í bága við grundvallaratriði EES-samningsins.Aðsend „Í kjölfar upplýsingabeiðni sem ESA sendi til Íslands í júní 2020 héldu íslensk stjórnvöld því fram að herferðin væri hluti af víðtækari aðgerðum til að styðja við atvinnulífið og fyrirtæki í landinu, til að bregðast við Covid-19 heimsfaraldrinum. Í kjölfar bréfaskipta við Íslands sendi ESA í desember 2020 formlegt áminningarbréf til Íslands þar sem bent var á að herferðin væri ekki í samræmi við EES-reglur,“ segir í tilkynningunni. Þá sé það mat stofnunarinnar að aðstæður á Íslandi í tengslum við Covid-19 faraldurinn réttlæti ekki ráðstöfunina. Þar að auki sé herferðin miðuð að því að vernda innlend fyrirtæki og vörur á kostnað fyrirtækja og vara frá öðrum EES-ríkjum andstætt grundvallarmarkmiði EES-samningsins um að efla viðskipta- og efnahagstengsl innan EES.
Evrópusambandið Samkeppnismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. 15. desember 2021 14:31 ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. 17. nóvember 2021 10:34 Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Þrenn jarðgöng uppfylla ekki lágmarksöryggiskröfur EES Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng. 15. desember 2021 14:31
ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. 17. nóvember 2021 10:34
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00