Fótbolti

Öruggt hjá Dort­mund | Augs­burg náði í stig án Al­freðs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Norðmaðurinn var á skotskónum í kvöld.
Norðmaðurinn var á skotskónum í kvöld. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Borussia Dortmund vann þægilegan 3-0 sigur á botnliði Greuther Fürth í þýsku úrvalsdeildinni. Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni er Augsburg náði 1-1 jafntefli gegn RB Leipzig.

Thorgan Hazard hélt hann hefði komið Dortmund yfir en markið var dæmt af eftir að myndbandsdómari leiksins hafði séð það oftar en einu sinni. Eftir rúman hálftíma fengu heimamenn hins vegar vítaspyrnu sem Erling Braut Håland skoraði úr.

Staðan 1-0 í hálfleik og þannig var hún allt fram á 82. mínútu þegar Håland skoraði annað mark sitt og annað merk Dortmund. Donyell Malen gulltryggði svo sigurinn með marki einni mínútu fyrir leikslok, lokatölur 3-0 heimamönnum í vil.

Augsburg bjargaði svo stigi eftir að lenda 1-0 undir á heimavelli gegn RB Leipzig.

Dortmund er í 2. sæti með 34 stig, sex stigum á eftir toppliði Bayern. RB Leipzig er sem stendur í 9. sæti með 22 stig á meðan Augsbug er í 16. sæti með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×