Hörður Axel: Verður skrýtið að spila gegn Hauki Helga Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2021 22:23 Hörður Axel er algjör lykilmaður í sterku liði Keflvíkinga. Vísir/Bára Dröfn Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga sem gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu þar 90-76 sigur í Subway deildinni í kvöld. „Heilt yfir var þetta mjög gott, sérstaklega til að byrja með. Þá vorum við mjög fastir fyrir og grimmir. Þetta datt niður á köflum en við lokuðum alltaf á það sem við þurftum að loka á og gerðum vel í að klára leikinn,“ sagði Hörður Axel í samtali við Vísi eftir leik. Keflvíkingar voru með yfirhöndina nær allan tímann og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Hörður Axel sagði þó varasamt að slaka á gegn Grindavík. „Það er stórhættulegt að spila í Grindavík og á móti þeim ef maður heldur að maður sé kominn með eitthvað. Þá koma þeir með einhver áhlaup eins og þeir gerðu í kvöld og það er stórhættulegt. Þeir eru þannig að lið að ef þeir komast í taktinn er erfitt að eiga við þá.“ David Okeke. lykilmaður Keflavíkur, sleit hásin á dögunum og verður ekkert meira með í vetur. „Þetta auðvitað breytir heilmiklu fyrir okkur, það eru fleiri sem þurfa að taka meira til sín og stíga upp. Við erum búnir að vera full passívir nokkrir í liðinu og höfum látið boltann rúlla full mikið. Í kvöld var Jaka mjög góður og Halldór Garðar líka. Þetta var skref í rétta átt að ef við missum mann út að aðrir stígi upp og geri góða hluti.“ Framundan er jólahátíðin en núna verður spilað í Subway deildinni á milli jóla og nýárs. Keflvíkingar eiga risaleik en þeir mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík þann 29.desember. Þar er Haukur Helgi Pálsson, félagi Harðar í landsliðinu til fjölda ára. „Það verður mjög skrýtið að spila gegn Hauki, ég hef aldrei spilað gegn honum og það verður mjög sérstakt fyrir mig. Fyrst ætla ég að fá að njóta jólanna með fjölskyldunni og taka smá pásu frá þessu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Keflavík ÍF UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Heilt yfir var þetta mjög gott, sérstaklega til að byrja með. Þá vorum við mjög fastir fyrir og grimmir. Þetta datt niður á köflum en við lokuðum alltaf á það sem við þurftum að loka á og gerðum vel í að klára leikinn,“ sagði Hörður Axel í samtali við Vísi eftir leik. Keflvíkingar voru með yfirhöndina nær allan tímann og virtust vera með leikinn algjörlega í hendi sér. Hörður Axel sagði þó varasamt að slaka á gegn Grindavík. „Það er stórhættulegt að spila í Grindavík og á móti þeim ef maður heldur að maður sé kominn með eitthvað. Þá koma þeir með einhver áhlaup eins og þeir gerðu í kvöld og það er stórhættulegt. Þeir eru þannig að lið að ef þeir komast í taktinn er erfitt að eiga við þá.“ David Okeke. lykilmaður Keflavíkur, sleit hásin á dögunum og verður ekkert meira með í vetur. „Þetta auðvitað breytir heilmiklu fyrir okkur, það eru fleiri sem þurfa að taka meira til sín og stíga upp. Við erum búnir að vera full passívir nokkrir í liðinu og höfum látið boltann rúlla full mikið. Í kvöld var Jaka mjög góður og Halldór Garðar líka. Þetta var skref í rétta átt að ef við missum mann út að aðrir stígi upp og geri góða hluti.“ Framundan er jólahátíðin en núna verður spilað í Subway deildinni á milli jóla og nýárs. Keflvíkingar eiga risaleik en þeir mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík þann 29.desember. Þar er Haukur Helgi Pálsson, félagi Harðar í landsliðinu til fjölda ára. „Það verður mjög skrýtið að spila gegn Hauki, ég hef aldrei spilað gegn honum og það verður mjög sérstakt fyrir mig. Fyrst ætla ég að fá að njóta jólanna með fjölskyldunni og taka smá pásu frá þessu,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum.
Keflavík ÍF UMF Grindavík Íslenski körfuboltinn Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri gegn Grindavík í seinasta leik deildarinnar fyrir jól. Lokatölur 76-90. 17. desember 2021 22:03