Háþrýstisvæði er yfir Bretlandseyjum núna og teygir það anga sína alla leið hingað til Íslands. Hæðin gerir það að verkum að mildara veður er yfir landinu en gengur og gerist á þessum árstíma og hefur hitastigið á höfuðborgarsvæðinu til dæmis varla farið yfir frostmark síðustu daga.
Um helgina verður suðlæg átt og hlýtt veður yfir landinu öllu með dálítilli úrkomu hér og þar. Útlit er fyrir að þetta muni ekki breytast fyrir jól.
„Í stórum dráttum heldur þetta áfram næstu daga. Það er svolítið úrkomumeira vestantil á morgun,“ segir Marcel de Vries, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Þó er útlit fyrir að það kólni í veðri þegar líður á vikuna, þó ekki mikið.
En það er ennþá útlit fyrir að verði rauð jól?
„Já, einmitt. Ég geri ekki ráð fyrir að það verði mikil snjókoma,“ segir Marcel.