Forseti Alþjóðahandboltasambandsins gerði sig að fífli í ræðu eftir úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2021 08:00 Norsku stelpurnar fagna hér sigri og létu fáránlega ræðu forsetans ekki trufla sig en þær frönsku urðu enn svekktari eftir að forseti IHF mundi ekki einu sinn eftir því að þær höfðu spilað úrslitaleikinn. Samsett/EPA-EFE/Enric Fontcuberta Norðmenn tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í gær eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum. Ræða eftir leik hneykslaði marga. Eftir leikinn hélt Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandboltasambandsins, nefnilega ansi skrautlega ræðu. Instagram/Sportbladet Þar sem Noregur og Frakkland voru að spila til úrslita þá ætti það ekki að fara fram hjá neinum hvaða lið vann gullið og hvaða lið varð í öðru sæti. Norsku stelpurnar fögnuðu og þær frönsku gengi niðurlútar af velli. Moustafa tókst hins vegar að klúðra því í þessari fáránlegu ræðu sinni. „Ég lýsi því yfir að Noregur er heimsmeistari,“ sagði Hassan Moustafa og tók sér smá hlé áður en hann hélt áfram: „og Danmörk ... og Danmörk varð í öðru sæti. Og Frakkland varð í þriðja sæti. Hamingjuóskir til liðanna,“ sagði Moustafa. Dönsku stelpurnar höfðu fyrr um daginn tryggt sér bronsverðlaunin með sigri á Spáni í leiknum um þriðja sætið. I m more interested in who won the Presidents Cup #handball pic.twitter.com/uE9ZpfGYPP— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 19, 2021 Fólkið í Granollers púaði á forsetann sem var að fara með fáránlegar fleipur og gera sig að fífli þrátt fyrir að vera að greinilega að lesa upplýsingarnar af miða. Það er ekki nóg með að hann gerði þessi mistök heldur sýndi hann bestu handboltakonum heims algjört virðingaleysi með þessu bulli sínu. Moustafa skildi ekkert í viðbrögðum áhorfenda og heldur ekki þegar aðstoðarmaður hans reyndi að útskýra fyrir honum að Frakkland hafði í raun lent í öðru sætinu. „Annað sætið til Danmerkur. Ég skil ekki,“ sagði Moustafa. Ups: Håndboldpræsident udråbte Danmark som sølvvinder https://t.co/bYngG37U5l pic.twitter.com/UHqrss6kGM— JP Sport (@sportenJP) December 19, 2021 HM 2021 í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Eftir leikinn hélt Hassan Moustafa, forseti Alþjóðahandboltasambandsins, nefnilega ansi skrautlega ræðu. Instagram/Sportbladet Þar sem Noregur og Frakkland voru að spila til úrslita þá ætti það ekki að fara fram hjá neinum hvaða lið vann gullið og hvaða lið varð í öðru sæti. Norsku stelpurnar fögnuðu og þær frönsku gengi niðurlútar af velli. Moustafa tókst hins vegar að klúðra því í þessari fáránlegu ræðu sinni. „Ég lýsi því yfir að Noregur er heimsmeistari,“ sagði Hassan Moustafa og tók sér smá hlé áður en hann hélt áfram: „og Danmörk ... og Danmörk varð í öðru sæti. Og Frakkland varð í þriðja sæti. Hamingjuóskir til liðanna,“ sagði Moustafa. Dönsku stelpurnar höfðu fyrr um daginn tryggt sér bronsverðlaunin með sigri á Spáni í leiknum um þriðja sætið. I m more interested in who won the Presidents Cup #handball pic.twitter.com/uE9ZpfGYPP— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) December 19, 2021 Fólkið í Granollers púaði á forsetann sem var að fara með fáránlegar fleipur og gera sig að fífli þrátt fyrir að vera að greinilega að lesa upplýsingarnar af miða. Það er ekki nóg með að hann gerði þessi mistök heldur sýndi hann bestu handboltakonum heims algjört virðingaleysi með þessu bulli sínu. Moustafa skildi ekkert í viðbrögðum áhorfenda og heldur ekki þegar aðstoðarmaður hans reyndi að útskýra fyrir honum að Frakkland hafði í raun lent í öðru sætinu. „Annað sætið til Danmerkur. Ég skil ekki,“ sagði Moustafa. Ups: Håndboldpræsident udråbte Danmark som sølvvinder https://t.co/bYngG37U5l pic.twitter.com/UHqrss6kGM— JP Sport (@sportenJP) December 19, 2021
HM 2021 í handbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti