Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2021 08:02 Þórólfur segir ljóst að ómíkron smitist auðveldlega en það sé mögulega vægara en delta. Enn sé þó margt á huldu og upplýsingar um hið nýja afbrigði að koma fram í rauntíma. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu á Bylgjunni nú fyrir stundu en hann skilar í dag nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnalæknir vildi ekkert gefa upp um efni minnisblaðsins en sagði nauðsynlegt að horfa raunhæft á stöðuna. Þórólfur sagði flesta vera að passa sig mjög vel en á sama tíma væru margir sem gerðu það ekki. Þá væri ómíkron-afbrigðið komið á siglingu og það væri afar smitandi. Sóttvarnalæknir sagðist fylgjast náið með stöðunni erlendis og ef horft væri til Danmerkur, þar sem 18 þúsund manns hefðu greinst með ómíkron, væru 0,7 prósent að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta væri nokkuð minna en við hefðum séð með delta en hingað til hefðu 1,2 til 1,3 prósent lagst inn. Þórólfur sagði að ef Íslendingar færu að sjá sambærilegar tölur og Danir væri um að ræða allt að 7 til 800 greinda á dag, sem þýddi nokkrar innlagnir á dag. Ljóst væri að Landspítalinn myndi að óbreyttu ekki ráða við 4 til 6 innlagnir vegna Covid á degi hverjum. Spurður að því hvort það væri raunverulega svo að tveir bóluefnaskammtar veittu litla vörn sagði Þórólfur svo vera en að miklar vonir væru bundnar við að örvunarskammturinn veitti góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Örvunarbólusetningar hefðu gengið vel hérlendis og um 150 þúsund þegar fengið örvunarskammt en engu að síður ætti ennþá helmingur bólusettra eftir að fá örvunarskammt og þá væri fjöldi enn óbólusettur. Ómíkron ætti því greiða leið um samfélagið enn sem komið er. Þórólfur sagði þá sem væru að veikjast yngra fólk og fólk á miðjum aldri. Þetta væri fólkið sem væri minnst bólusett og mest á ferðinni. Þúsundir væru í sóttkví en hún væri helsta ráðið sem við ættum til að freista þess að hamla útbreiðslu veirunnar. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt ástand,“ sagði Þórólfur um jólahátíðina sem er framundan. „Þetta er vissulega óskemmtilegt fyrir þá sem lenda í því og ekkert hægt að draga fjöður yfir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu á Bylgjunni nú fyrir stundu en hann skilar í dag nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnalæknir vildi ekkert gefa upp um efni minnisblaðsins en sagði nauðsynlegt að horfa raunhæft á stöðuna. Þórólfur sagði flesta vera að passa sig mjög vel en á sama tíma væru margir sem gerðu það ekki. Þá væri ómíkron-afbrigðið komið á siglingu og það væri afar smitandi. Sóttvarnalæknir sagðist fylgjast náið með stöðunni erlendis og ef horft væri til Danmerkur, þar sem 18 þúsund manns hefðu greinst með ómíkron, væru 0,7 prósent að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta væri nokkuð minna en við hefðum séð með delta en hingað til hefðu 1,2 til 1,3 prósent lagst inn. Þórólfur sagði að ef Íslendingar færu að sjá sambærilegar tölur og Danir væri um að ræða allt að 7 til 800 greinda á dag, sem þýddi nokkrar innlagnir á dag. Ljóst væri að Landspítalinn myndi að óbreyttu ekki ráða við 4 til 6 innlagnir vegna Covid á degi hverjum. Spurður að því hvort það væri raunverulega svo að tveir bóluefnaskammtar veittu litla vörn sagði Þórólfur svo vera en að miklar vonir væru bundnar við að örvunarskammturinn veitti góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Örvunarbólusetningar hefðu gengið vel hérlendis og um 150 þúsund þegar fengið örvunarskammt en engu að síður ætti ennþá helmingur bólusettra eftir að fá örvunarskammt og þá væri fjöldi enn óbólusettur. Ómíkron ætti því greiða leið um samfélagið enn sem komið er. Þórólfur sagði þá sem væru að veikjast yngra fólk og fólk á miðjum aldri. Þetta væri fólkið sem væri minnst bólusett og mest á ferðinni. Þúsundir væru í sóttkví en hún væri helsta ráðið sem við ættum til að freista þess að hamla útbreiðslu veirunnar. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt ástand,“ sagði Þórólfur um jólahátíðina sem er framundan. „Þetta er vissulega óskemmtilegt fyrir þá sem lenda í því og ekkert hægt að draga fjöður yfir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira