Að alast upp í heimsfaraldri Valgerður Sigurðardóttir skrifar 21. desember 2021 08:31 Við hlykkjuðumst áfram í endalausri röð við Suðurlandsbrautina. Ég reyndi að stappa stálinu í mína litlu konu sem var ekkert spennt að fara í enn eina sýnatökuna. Hún reyndi að rifja upp nr. hvað þetta skipti væri í sýnatöku, við mundum það hvorug. Fórum í skæri, blað, steinn og köstuðum kveðju á bekkjarfélaga sem voru líka að koma í sýnatöku. Ekkert verður af því að sýna leikritið sem hún var búin að æfa, jólaskemmtanir hafa verið blásnar af í skólanum og ekki komst hún á mótið í frjálsum af því enn einu sinni vorum við í smitgát. Í fréttum er um fátt annað talað en slæma stöðu vegna Covid, ekkert verður af því að við förum til ömmu og afa. Alveg eins og í fyrra. Mamma hvenær getum við eiginlega hitt ömmu og afa? Ég hef engin svör. Fyrir tveim árum þá var svarið „Þegar Covid klárast“, núna bara veit ég ekki hverju ég á að svara. Í huganum máta ég mig í spor barnanna minna sem eru í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ég hefði nú ekki verið að blómstra í þessu ástandi í minni skólagöngu þar sem félagslíf og samskipti eru svo ólík öllu sem við þekkjum. Ég hef miklar áhyggjur af geðheilbrigði unga fólksins okkar. Covid á brátt tveggja ára afmæli, tvö ár þar sem við höfum upplifað heim sem einkennist af endalausum innilokunum og takmörkunum á því hvað má og hvað ekki má. Heimur þar sem samskipti eru takmörkuð og félagslífið er allt úr skorðum. Heim þar sem allur fókus er á að reyna að hefta útbreiðslu Covid með því að setja takmarkanir á daglegt líf. Vitanlega hefur þetta áhrif á geðheilbrigði okkar allra. Í fréttum er greint frá brotum á sóttvarnarreglum þar sem lögreglan er að gæta þess að við brjótum ekki sóttvarnarreglur á tónleikum og komum okkur heim á réttum tíma úr miðbænum. Sum okkar eru að bugast á þessu ástandi. Það er þekkt að þegar við upplifum erfiða tíma bregðumst við misjafnlega við. Hins vegar er það merkilegt að eftir að ástandið er gengið yfir koma oft upp andlegir erfiðleikar. Hvernig mun unga fólkið okkar koma út úr þessu ástandi? Við verðum að fara að huga að því, án þess þó að sjúkdómsvæða þeirra líðan. Við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar, það getum við gert með því að t.d. kenna geðrækt í skólunum. Nú þegar höfum við lagt það til og það væri óskandi að vel væri tekið í þá tillögu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Við hlykkjuðumst áfram í endalausri röð við Suðurlandsbrautina. Ég reyndi að stappa stálinu í mína litlu konu sem var ekkert spennt að fara í enn eina sýnatökuna. Hún reyndi að rifja upp nr. hvað þetta skipti væri í sýnatöku, við mundum það hvorug. Fórum í skæri, blað, steinn og köstuðum kveðju á bekkjarfélaga sem voru líka að koma í sýnatöku. Ekkert verður af því að sýna leikritið sem hún var búin að æfa, jólaskemmtanir hafa verið blásnar af í skólanum og ekki komst hún á mótið í frjálsum af því enn einu sinni vorum við í smitgát. Í fréttum er um fátt annað talað en slæma stöðu vegna Covid, ekkert verður af því að við förum til ömmu og afa. Alveg eins og í fyrra. Mamma hvenær getum við eiginlega hitt ömmu og afa? Ég hef engin svör. Fyrir tveim árum þá var svarið „Þegar Covid klárast“, núna bara veit ég ekki hverju ég á að svara. Í huganum máta ég mig í spor barnanna minna sem eru í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Ég hefði nú ekki verið að blómstra í þessu ástandi í minni skólagöngu þar sem félagslíf og samskipti eru svo ólík öllu sem við þekkjum. Ég hef miklar áhyggjur af geðheilbrigði unga fólksins okkar. Covid á brátt tveggja ára afmæli, tvö ár þar sem við höfum upplifað heim sem einkennist af endalausum innilokunum og takmörkunum á því hvað má og hvað ekki má. Heimur þar sem samskipti eru takmörkuð og félagslífið er allt úr skorðum. Heim þar sem allur fókus er á að reyna að hefta útbreiðslu Covid með því að setja takmarkanir á daglegt líf. Vitanlega hefur þetta áhrif á geðheilbrigði okkar allra. Í fréttum er greint frá brotum á sóttvarnarreglum þar sem lögreglan er að gæta þess að við brjótum ekki sóttvarnarreglur á tónleikum og komum okkur heim á réttum tíma úr miðbænum. Sum okkar eru að bugast á þessu ástandi. Það er þekkt að þegar við upplifum erfiða tíma bregðumst við misjafnlega við. Hins vegar er það merkilegt að eftir að ástandið er gengið yfir koma oft upp andlegir erfiðleikar. Hvernig mun unga fólkið okkar koma út úr þessu ástandi? Við verðum að fara að huga að því, án þess þó að sjúkdómsvæða þeirra líðan. Við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar, það getum við gert með því að t.d. kenna geðrækt í skólunum. Nú þegar höfum við lagt það til og það væri óskandi að vel væri tekið í þá tillögu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun