Forsetinn og fjölmenni heiðruðu Fjölni við útförina Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2021 11:15 Gestir við útföfrina í dag höfðu um margt að ræða enda minningarnar margar. Vísir/Vilhelm Útför Fjölnis Geirs Bragasonar húðflúrlistamanns verður gerð frá Fossvogskirkju klukkan 13 í dag. Útförinni verður streymt á Vísi. Fjölnir Geir var vinamargur maður en hann andaðist 11. desember. Húðflúr, eða tattoo, hafa orðið algengari í seinni tíð og þar fór Fjölnir fremstur í flokki. Hann þekkti því fólk af öllum þjóðfélagsstigum og fór ekki í manngreinarálit. Fjölnir var ásatrúar og virkur mótorhjólamaður. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést þann 11. desember 56 ára að aldri.Vísir/Vilhelm Sem dæmi um viðbúnaðinn vegna útfararinnar má nefna að fangar í fangelsinu að Sogni í Ölfusi hyggjast fjölmenna í skólastofu til að minnast Fjölnis Tatto í gegnum streymið. Þar átti hann nokkra góða vini og kunningja sem vilja minnast hans og kveðja með þessum hætti. En streymið má finna hér: „Ég fékk leyfi varðstjórans hér til að setja upp stóran skjá og græjur úti í skólastofunni hér og er núna að græja stofuna með stólum og kertum svo hægt sé að hafa smá kveðjustund fyrir hann á morgun,“ segir Andrea Unnarsdóttir í samtali við Vísi. Fjölmenni var við útförina í Fossvogskirkju í dag og enn fleiri fylgdust með í streymi.Vísir/Vilhelm Hún segist alls ekki hafa átt von á því að fangaverðir þar tækju svona vel í hugmyndina en þeir reyndust ekkert nema hjálplegir og allir af vilja gerðir til að aðstoða Andreu við þetta framtak. Hún segist mjög þakklát. „Hér eru um 20 fangar og meiriparturinn hefur einhverjar sögur að segja af kallinum. Ég þekkti hann sjálf, hjólaði oft með honum og var mikið gaman að hitta hann á förnum vegi. Hann var alltaf svo hjálplegur þeim sem þurftu og var góður vinur margra. Mikill missir af þessum mikla meistara,“ segir Andrea. Fjölnir var vinamargur en hann kvaddi langt fyrir aldur fram.Vísir/Vilhelm Fjölmargir minnast nú Fjölnis á samfélagsmiðlum, meðal annarra Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem birtir um hann minningarorð þar sem segir meðal annars: „Fjölnir var stórskemmtilegur maður og viðræðugóður, víðlesinn og margfróður um ótrúlegustu kima mannlegs lífs og dauða.“ Kista Fjölnis borin út úr kirkjunni í dag.Vísir/Vilhelm Útförin fór fram í Fossvogskirkju en þó að heiðnum sið.Vísir/Vilhelm Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20. desember 2021 11:39 Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11. desember 2021 20:22 „Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. 2. febrúar 2021 10:30 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Fjölnir Geir var vinamargur maður en hann andaðist 11. desember. Húðflúr, eða tattoo, hafa orðið algengari í seinni tíð og þar fór Fjölnir fremstur í flokki. Hann þekkti því fólk af öllum þjóðfélagsstigum og fór ekki í manngreinarálit. Fjölnir var ásatrúar og virkur mótorhjólamaður. Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést þann 11. desember 56 ára að aldri.Vísir/Vilhelm Sem dæmi um viðbúnaðinn vegna útfararinnar má nefna að fangar í fangelsinu að Sogni í Ölfusi hyggjast fjölmenna í skólastofu til að minnast Fjölnis Tatto í gegnum streymið. Þar átti hann nokkra góða vini og kunningja sem vilja minnast hans og kveðja með þessum hætti. En streymið má finna hér: „Ég fékk leyfi varðstjórans hér til að setja upp stóran skjá og græjur úti í skólastofunni hér og er núna að græja stofuna með stólum og kertum svo hægt sé að hafa smá kveðjustund fyrir hann á morgun,“ segir Andrea Unnarsdóttir í samtali við Vísi. Fjölmenni var við útförina í Fossvogskirkju í dag og enn fleiri fylgdust með í streymi.Vísir/Vilhelm Hún segist alls ekki hafa átt von á því að fangaverðir þar tækju svona vel í hugmyndina en þeir reyndust ekkert nema hjálplegir og allir af vilja gerðir til að aðstoða Andreu við þetta framtak. Hún segist mjög þakklát. „Hér eru um 20 fangar og meiriparturinn hefur einhverjar sögur að segja af kallinum. Ég þekkti hann sjálf, hjólaði oft með honum og var mikið gaman að hitta hann á förnum vegi. Hann var alltaf svo hjálplegur þeim sem þurftu og var góður vinur margra. Mikill missir af þessum mikla meistara,“ segir Andrea. Fjölnir var vinamargur en hann kvaddi langt fyrir aldur fram.Vísir/Vilhelm Fjölmargir minnast nú Fjölnis á samfélagsmiðlum, meðal annarra Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður sem birtir um hann minningarorð þar sem segir meðal annars: „Fjölnir var stórskemmtilegur maður og viðræðugóður, víðlesinn og margfróður um ótrúlegustu kima mannlegs lífs og dauða.“ Kista Fjölnis borin út úr kirkjunni í dag.Vísir/Vilhelm Útförin fór fram í Fossvogskirkju en þó að heiðnum sið.Vísir/Vilhelm
Andlát Húðflúr Tengdar fréttir Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20. desember 2021 11:39 Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11. desember 2021 20:22 „Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. 2. febrúar 2021 10:30 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Von á miklum fjölda við útför Fjölnis Fjölnir Geir Bragason húðflúrlistamaður, sem lést 11. desember, verður kvaddur í Fossvogskirkju á morgun klukkan 13. Óvissuástand er vegna útbreiðslu Covid, sem gæti raskað athöfninni og hefur reyndar þegar sett strik í reikninginn. 20. desember 2021 11:39
Fjölnir Tattoo er látinn Fjölnir Geir Bragason, af mörgum kenndur við Tattoo, lést í morgun 56 ára að aldri. 11. desember 2021 20:22
„Eftir að ég skoðaði augun á honum sá ég að hann var látinn“ Fjölnir Geir Bragason, eða Fjölnir Tattoo, er einn þekktasti húðflúrari landsins. Fjölnir hefur í gegnum tíðina unnið langa vinnudaga og húðflúrað ótal manns og hann hefur tekið tímabil þar sem greiðslurnar voru ekki bara peningar en hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. 2. febrúar 2021 10:30