Þórólfur: Óskhyggjan megi ekki blinda okkur sýn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 11:25 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mikilvægt að óskhyggja blindi ekki okkur sýn þegar lagt sé mat á stöðu kórónuveirufaraldursins og afleiðingar hans. Hann bendir á að tæplega helmingur þjóðarinnar sé móttækilegur fyrir alvarlegum veikindum vegna ómikron-afbrigðsins. Þetta kemur fram í pistli Þórólfs sem birtur var á Covid.is fyrir stundu. Pistilinn er birtur á sama tíma og ríkisstjórnin situr á fundi þar sem viðfangsefnið eru tillögur Þórólfs um hertar sóttvarnarreglur til að bregðast við fjölgun á þeim sem greinast smitaðir á degi hverjum. Viðfangsefni pistilsins eru bólusetningar og áhrif þeirra á faraldurinn. Útgangspunkturinn er spurningun um það hvort að hægt sé að fá slæman Covid-19 faraldur þrátt fyrir góða þátttöku í bólusetningum. Takmarkanir vægari en fyrir ári síðan, þökk sé bólusetningu Bendir Þórólfur á að almennar takmarkanir séu vægari nú en fyrir ári síðan og það megi þakka góðu bólusetningarhlutfalli þjóðarinnar, um 77 prósent hafa fengið tvo skamma, en 43 prósent þrjá skammta. En af hverju þarf þá að vera með takmarkanir fyrst að þátttaka í bólusetningum er góð, spyr Þórólfur. Svarið er að tvær bólusetningar veiti takmarkaða vernd gegn smiti af völdum delta-afbrigðsins. „Örvunarskammturinn veitir hins vegar mjög góða vernd bæði gegn smiti og alvarlegum veikindum og þá erum við að tala um smit af völdum delta afbrigðisins. Enn sem komið er hafa hins vegar 57% landsmanna ekki fengið örvunarbólusetningu og eru því móttækilegir fyrir smiti og alvarlegum veikindum,“ skrifar Þórólfur. Omíkron að taka yfir En hvað með omíkron-afbrigðið, spyr þá Þórólfur Bendir hann á að yfirgnæfandi líkur séu á því að það muni yfirtaka Covid-19 faraldurinn á næstu dögum eða vikum, vegna mikillar smithæfni. Tvær bólusetningar veiti að öllum líkinum litla sem enga vernd gegn smiti eða alvarlegum veikindum, þriðja bólusetningin veiti hins vegar talsverða vernd gegn alvarlegum veikdinum en litla vernd gegn smiti. „Þannig eru um 57% þjóðarinnar móttækileg fyrir alvarlegum veikindum af völdum omíkron afbrigðisins og jafnvel þó alvarleg veikindi séu hlutfallslega fátíðari en af völdum annarra afbrigða þá getur fjöldi smita orðið slíkur að fjöldi alvarlegra veikra skapi neyðarástand á sjúkrahúsum,“ skrifar hann. Segir Þórólfur að bólusetningin hafi vissulega skilað miklu í baráttunni við faraldurinn en óskhyggjan megi hins vegar ekki ráða förinni. „Þó að bólusetning gegn COVID-19 hafi vissulega skilað miklu í baráttunni við faraldurinn þá má óskhyggjan ekki blinda okkur sýn þegar við leggjum mat á COVID-19 faraldurinn og alvarlegar afleiðingar hans. Við verðum að nýta okkur þær upplýsingar sem liggja fyrir um raunverulegan árangur bólusetninganna og leggja þannig mat á þá hættu sem stafar af COVID-19.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 20. desember 2021 20:00 „Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“ Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum. 20. desember 2021 23:02 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli Þórólfs sem birtur var á Covid.is fyrir stundu. Pistilinn er birtur á sama tíma og ríkisstjórnin situr á fundi þar sem viðfangsefnið eru tillögur Þórólfs um hertar sóttvarnarreglur til að bregðast við fjölgun á þeim sem greinast smitaðir á degi hverjum. Viðfangsefni pistilsins eru bólusetningar og áhrif þeirra á faraldurinn. Útgangspunkturinn er spurningun um það hvort að hægt sé að fá slæman Covid-19 faraldur þrátt fyrir góða þátttöku í bólusetningum. Takmarkanir vægari en fyrir ári síðan, þökk sé bólusetningu Bendir Þórólfur á að almennar takmarkanir séu vægari nú en fyrir ári síðan og það megi þakka góðu bólusetningarhlutfalli þjóðarinnar, um 77 prósent hafa fengið tvo skamma, en 43 prósent þrjá skammta. En af hverju þarf þá að vera með takmarkanir fyrst að þátttaka í bólusetningum er góð, spyr Þórólfur. Svarið er að tvær bólusetningar veiti takmarkaða vernd gegn smiti af völdum delta-afbrigðsins. „Örvunarskammturinn veitir hins vegar mjög góða vernd bæði gegn smiti og alvarlegum veikindum og þá erum við að tala um smit af völdum delta afbrigðisins. Enn sem komið er hafa hins vegar 57% landsmanna ekki fengið örvunarbólusetningu og eru því móttækilegir fyrir smiti og alvarlegum veikindum,“ skrifar Þórólfur. Omíkron að taka yfir En hvað með omíkron-afbrigðið, spyr þá Þórólfur Bendir hann á að yfirgnæfandi líkur séu á því að það muni yfirtaka Covid-19 faraldurinn á næstu dögum eða vikum, vegna mikillar smithæfni. Tvær bólusetningar veiti að öllum líkinum litla sem enga vernd gegn smiti eða alvarlegum veikindum, þriðja bólusetningin veiti hins vegar talsverða vernd gegn alvarlegum veikdinum en litla vernd gegn smiti. „Þannig eru um 57% þjóðarinnar móttækileg fyrir alvarlegum veikindum af völdum omíkron afbrigðisins og jafnvel þó alvarleg veikindi séu hlutfallslega fátíðari en af völdum annarra afbrigða þá getur fjöldi smita orðið slíkur að fjöldi alvarlegra veikra skapi neyðarástand á sjúkrahúsum,“ skrifar hann. Segir Þórólfur að bólusetningin hafi vissulega skilað miklu í baráttunni við faraldurinn en óskhyggjan megi hins vegar ekki ráða förinni. „Þó að bólusetning gegn COVID-19 hafi vissulega skilað miklu í baráttunni við faraldurinn þá má óskhyggjan ekki blinda okkur sýn þegar við leggjum mat á COVID-19 faraldurinn og alvarlegar afleiðingar hans. Við verðum að nýta okkur þær upplýsingar sem liggja fyrir um raunverulegan árangur bólusetninganna og leggja þannig mat á þá hættu sem stafar af COVID-19.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 20. desember 2021 20:00 „Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“ Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum. 20. desember 2021 23:02 Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01
Mun færri smit og miklu harðari aðgerðir síðustu jól Eðli faraldursins var töluvert annað fyrir ári síðan. Samkomutakmarkanir voru mjög strangar og margt var lokað, en daglegur smitfjöldi var einungis brot af því sem er að greinast í dag. Síðustu jól þurftum við að stofna jólakúlu, enda var bóluefnið ekki komið, og flestir hugguðu sig við að þetta yrðu bara þessi einu skrýtnu jól. 20. desember 2021 20:00
„Þetta heldur ekki svona áfram endalaust“ Yfirvofandi samkomutakmarkanir munu að líkindum koma hvað verst niður á skemmtanalífi eins og endranær. Fréttastofa leit við á Röntgen og tók stöðuna, í ljósi þess að þar mega að líkindum ekki fleiri en 20 koma saman á næstu vikum. 20. desember 2021 23:02
Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 20. desember 2021 12:12