Raforkuskortur gæti valdið 3,4% meiri losun Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar 21. desember 2021 20:30 Aðilar sem starfa í raforkugeiranum á Íslandi virðast ósammála um hvort raforkuskortur sé til staðar á Íslandi eða ekki. Þannig hefur algengt svar við vangaveltum um raforkuskort verið á þá leið að á Íslandi sé framleitt mest af raforkuorku miðað við höfðatölu í heiminum og að álverin séu einfaldlega að nota of mikið af orku sem nota þarf í annað. Það er rétt að Ísland framleiðir mikið af raforku þegar miðað er við höfðatölu, en Ísland veiðir hins vegar líka mikið af fiski miðað við höfðatölu og við tökum á móti mörgum ferðamönnum miðað við höfðatölu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst að hérlendis eru til staðar mikil tækifæri fyrir þessar atvinnugreinar. Hægt er að nýta þá möguleika sem eru til staðar til að framleiða orku á vistvænan hátt, veiða og selja út fisk og veita margvíslega þjónustu til ferðamanna. Sérstaða Íslands á alþjóðavettvangi hvað varðar hreina orku og ásýnd getur nýst samfélaginu til hagsbóta, bæði efnahagslega og umhverfislega. Þegar raforkuframleiðsla Íslands er skoðuð í alþjóðlegu samhengi erum við engir risar í framleiðslu og vandamál flutningskerfisins er greinilegt. Orkumagnið er lítið miðað við stærð landsins, sem þýðir að flytja þarf orkuna um langan veg þegar þörf er á henni á stöðum sem eru fjarri uppruna orkunnar. Álframleiðsla á Íslandi er sú leið sem valin hefur verið til þess að flytja út íslenska raforku, þ.e. kosið hefur verið að breyta raforkunni fyrst í ál áður en hún er seld úr landi. Því hefur verið haldið fram að skynsamlegra væri að nota orkuna frekar innanlands í önnur verkefni eða að flytja hana frá landinu í öðru formi. Það eru góðar og gildar skoðanir og ekkert eitt rétt svar við því hvernig best er að fara með íslenska raforku. Ál mun hins vegar áfram verða framleitt, hvort sem það er gert hérlendis eða annars staðar. Nota þarf ál til dæmis við framleiðslu rafbíla og rafmagnshjóla sem nauðsynleg eru fyrir orkuskipti í samgöngum. Hvort það er raunverulega til hagsbóta fyrir loftslagsmálin að framleiða álið annars staðar en á Íslandi skal ósagt látið. Álverin eru hins vegar flest með samninga til langs tíma um kaup á raforku sem þýðir að sú orka sem fer til þeirra í dag getur ekki farið annað á meðan samningarnir eru í gildi. Raforkan er ekki aðgengileg öllum Staðreynd málsins er sú að margir aðilar sem hafa áhuga á að kaupa raforku í dag geta ekki keypt hana. Vegna slæms vatnsárs er ekki hægt að afhenda fiskimjölsverksmiðjum, sem keypt hafa skerðanlega orku undanfarin ár, þá raforku sem þær hefðu viljað. Fiskimjölsverksmiðjurnar eru sérstakar að því leyti að þær búa við mikla tímabundna orkuþörf og því óeðlilegt út frá hagkvæmnissjónarmiði að raforkukerfið sé sérstaklega byggt upp til að þjóna þeirra þörfum. Hins vegar eru skerðingar til þeirra einkenni raforkukerfis sem er komið að þolmörkum. Ekki er hægt að bæta við auknu álagi í takmarkaðan tíma þar sem að raforkukerfið er keyrt á fullum afköstum nú þegar. Fiskimjölsverksmiðjur færa sig yfir í olíu En hvaða áhrif hefur raforkuskorturinn? Tökum nýlegt dæmi. Í aðsendri grein frá framkvæmdastjóra SFS kemur fram að skerðing á raforku til fiskimjölsverksmiðja hefur í för með sér að brenna þurfi 20-30 þúsund tonnum af olíu til viðbótar. Fyrir flesta hljómar 20-30 þúsund tonn eins og mikið magn olíu en það er gagnlegt að setja það í samhengi: 30 þúsund tonn af olíu er um 20% af allri olíunotkun fiskiskipa árið 2020* 30 þúsund tonn af olíu er um 11,5% af notkun allra bifreiða á Íslandi árið 2020* Ef skoðuð eru gögn fyrir rafbílavæðingu landsins þá kemur fram á vef Samgöngustofu að frá 2010 hafa verið skráðir 10.163 rafbílar og 7.455 tengiltvinnbílar. Með útreikningi og einföldun[1] má áætla hversu mikla olíu þeir hefðu notað ef þeir hefðu allir verið bensínbílar. Þannig kemur í ljós að frá 2010, yfir 11 ára tímabil, hafa 47 milljón lítrar af bensíni sparast, eða um 36 þúsund tonn olíuígildi. Á ofangreindu má því segja að það séu ágætis líkur á að stærstur hluti af þeirri losun sem hefur sparast vegna rafbílavæðingar Íslendinga frá 2010 hverfi á fyrstu mánuðum ársins 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda gæti aukist um 3,4% Bruni á 30 þúsund tonnum af olíu jafngildir losun 97,2 þúsund tonnum CO2 ígilda samkvæmt stuðlum Umhverfisstofnunar. Losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2019 var mæld 2.883 þúsund tonn CO2 ígilda. Losun Íslendinga gæti því aukist um 3,4% árið 2022 miðað við 2019. Ef orkuskipti Íslendinga eigi að skila tilætluðum árangri og stuðla að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 þá verður að vera til staðar raforka til að mæta orkuþörfinni sem er til staðar. Annars er einfaldlega verið að færa olíunotkun milli flokka í bókhaldinu. Höfundur er hagfræðingur hjá EFLU. [1] Gerum ráð fyrir að bifreiðar hefðu verið bensínbílar í stað nýorkubíla. Keyra að meðaltali 12.000 km á ári og eyða 8L/100 km. Gerum einnig ráð fyrir að tengiltvinnbílar keyri 50% af eknum kílómetrum á rafmagni. *Tölur Orkustofnunar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Aðilar sem starfa í raforkugeiranum á Íslandi virðast ósammála um hvort raforkuskortur sé til staðar á Íslandi eða ekki. Þannig hefur algengt svar við vangaveltum um raforkuskort verið á þá leið að á Íslandi sé framleitt mest af raforkuorku miðað við höfðatölu í heiminum og að álverin séu einfaldlega að nota of mikið af orku sem nota þarf í annað. Það er rétt að Ísland framleiðir mikið af raforku þegar miðað er við höfðatölu, en Ísland veiðir hins vegar líka mikið af fiski miðað við höfðatölu og við tökum á móti mörgum ferðamönnum miðað við höfðatölu. Ástæðurnar eru fyrst og fremst að hérlendis eru til staðar mikil tækifæri fyrir þessar atvinnugreinar. Hægt er að nýta þá möguleika sem eru til staðar til að framleiða orku á vistvænan hátt, veiða og selja út fisk og veita margvíslega þjónustu til ferðamanna. Sérstaða Íslands á alþjóðavettvangi hvað varðar hreina orku og ásýnd getur nýst samfélaginu til hagsbóta, bæði efnahagslega og umhverfislega. Þegar raforkuframleiðsla Íslands er skoðuð í alþjóðlegu samhengi erum við engir risar í framleiðslu og vandamál flutningskerfisins er greinilegt. Orkumagnið er lítið miðað við stærð landsins, sem þýðir að flytja þarf orkuna um langan veg þegar þörf er á henni á stöðum sem eru fjarri uppruna orkunnar. Álframleiðsla á Íslandi er sú leið sem valin hefur verið til þess að flytja út íslenska raforku, þ.e. kosið hefur verið að breyta raforkunni fyrst í ál áður en hún er seld úr landi. Því hefur verið haldið fram að skynsamlegra væri að nota orkuna frekar innanlands í önnur verkefni eða að flytja hana frá landinu í öðru formi. Það eru góðar og gildar skoðanir og ekkert eitt rétt svar við því hvernig best er að fara með íslenska raforku. Ál mun hins vegar áfram verða framleitt, hvort sem það er gert hérlendis eða annars staðar. Nota þarf ál til dæmis við framleiðslu rafbíla og rafmagnshjóla sem nauðsynleg eru fyrir orkuskipti í samgöngum. Hvort það er raunverulega til hagsbóta fyrir loftslagsmálin að framleiða álið annars staðar en á Íslandi skal ósagt látið. Álverin eru hins vegar flest með samninga til langs tíma um kaup á raforku sem þýðir að sú orka sem fer til þeirra í dag getur ekki farið annað á meðan samningarnir eru í gildi. Raforkan er ekki aðgengileg öllum Staðreynd málsins er sú að margir aðilar sem hafa áhuga á að kaupa raforku í dag geta ekki keypt hana. Vegna slæms vatnsárs er ekki hægt að afhenda fiskimjölsverksmiðjum, sem keypt hafa skerðanlega orku undanfarin ár, þá raforku sem þær hefðu viljað. Fiskimjölsverksmiðjurnar eru sérstakar að því leyti að þær búa við mikla tímabundna orkuþörf og því óeðlilegt út frá hagkvæmnissjónarmiði að raforkukerfið sé sérstaklega byggt upp til að þjóna þeirra þörfum. Hins vegar eru skerðingar til þeirra einkenni raforkukerfis sem er komið að þolmörkum. Ekki er hægt að bæta við auknu álagi í takmarkaðan tíma þar sem að raforkukerfið er keyrt á fullum afköstum nú þegar. Fiskimjölsverksmiðjur færa sig yfir í olíu En hvaða áhrif hefur raforkuskorturinn? Tökum nýlegt dæmi. Í aðsendri grein frá framkvæmdastjóra SFS kemur fram að skerðing á raforku til fiskimjölsverksmiðja hefur í för með sér að brenna þurfi 20-30 þúsund tonnum af olíu til viðbótar. Fyrir flesta hljómar 20-30 þúsund tonn eins og mikið magn olíu en það er gagnlegt að setja það í samhengi: 30 þúsund tonn af olíu er um 20% af allri olíunotkun fiskiskipa árið 2020* 30 þúsund tonn af olíu er um 11,5% af notkun allra bifreiða á Íslandi árið 2020* Ef skoðuð eru gögn fyrir rafbílavæðingu landsins þá kemur fram á vef Samgöngustofu að frá 2010 hafa verið skráðir 10.163 rafbílar og 7.455 tengiltvinnbílar. Með útreikningi og einföldun[1] má áætla hversu mikla olíu þeir hefðu notað ef þeir hefðu allir verið bensínbílar. Þannig kemur í ljós að frá 2010, yfir 11 ára tímabil, hafa 47 milljón lítrar af bensíni sparast, eða um 36 þúsund tonn olíuígildi. Á ofangreindu má því segja að það séu ágætis líkur á að stærstur hluti af þeirri losun sem hefur sparast vegna rafbílavæðingar Íslendinga frá 2010 hverfi á fyrstu mánuðum ársins 2022. Losun gróðurhúsalofttegunda gæti aukist um 3,4% Bruni á 30 þúsund tonnum af olíu jafngildir losun 97,2 þúsund tonnum CO2 ígilda samkvæmt stuðlum Umhverfisstofnunar. Losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2019 var mæld 2.883 þúsund tonn CO2 ígilda. Losun Íslendinga gæti því aukist um 3,4% árið 2022 miðað við 2019. Ef orkuskipti Íslendinga eigi að skila tilætluðum árangri og stuðla að kolefnishlutlausu Íslandi 2040 þá verður að vera til staðar raforka til að mæta orkuþörfinni sem er til staðar. Annars er einfaldlega verið að færa olíunotkun milli flokka í bókhaldinu. Höfundur er hagfræðingur hjá EFLU. [1] Gerum ráð fyrir að bifreiðar hefðu verið bensínbílar í stað nýorkubíla. Keyra að meðaltali 12.000 km á ári og eyða 8L/100 km. Gerum einnig ráð fyrir að tengiltvinnbílar keyri 50% af eknum kílómetrum á rafmagni. *Tölur Orkustofnunar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun