Heilbrigðisvandamálið fíknisjúkdómar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 22. desember 2021 07:31 Um þessar mundir er fjárlagafrumvarp ársins 2022 til umræðu á Alþingi. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, sendu inn umsögn um frumvarpið þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum af framlögum til sín. Að mati samtakanna er fólki með fíknisjúkdóma ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, en stór hluti rekstrar SÁÁ er greiddur með söfnunarfé. Vegna takmarkana sem ríkið hefur beitt til að vernda líf og heilsu fólks gagnvart Covid-19 hefur SÁÁ ekki getað treyst á fjáraflanir. Það leiddi til þess að 455 færri innlagnir en ella urðu á árinu 2020 . Þeir sjúklingar urðu margir hverjir af lífsbjargandi meðferð. Í umsögn SÁÁ kemur fram að um 600 manns bíði eftir því að komast í meðferð á sjúkrahúsið Vog. Á meðan sjúklingarnir bíði, versni vandinn og fjölskyldur þeirra líði kvalir. Biðin valdi ótímabærum dauðsföllum og þjáningum. Samtökin lýsa yfir sérstökum áhyggjum af fjárskorti til meðferða við ópíóíðafíkn, en vandinn vegna misnotkunar ópíóíða er vaxandi og dauðsföllum vegna ofskömmtunar fer fjölgandi. Það er því ánægjulegt að meirihluti fjárlaganefndar hafi komið til móts við athugasemdir SÁÁ með tillögu um 120 m.kr. viðbótarframlag. Sömuleiðis gerir meirihlutinn tillögu um 48 m.kr. framlag til reksturs Hlaðgerðarkots og um 30 m. kr. framlag til að vinna gegn fíknisjúkdómum sem lagt er til að heilbrigðisráðuneytið nýti til samningagerðar við frjáls félagasamtök sem hafa að markmiði að vinna gegn fíknisjúkdómum. En betur má ef duga skal. Það hefur orðið mikilvæg viðhorfsbreyting í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun, en við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Það á að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Fíkn Alþingi Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er fjárlagafrumvarp ársins 2022 til umræðu á Alþingi. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, sendu inn umsögn um frumvarpið þar sem þau lýstu yfir miklum áhyggjum af framlögum til sín. Að mati samtakanna er fólki með fíknisjúkdóma ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, en stór hluti rekstrar SÁÁ er greiddur með söfnunarfé. Vegna takmarkana sem ríkið hefur beitt til að vernda líf og heilsu fólks gagnvart Covid-19 hefur SÁÁ ekki getað treyst á fjáraflanir. Það leiddi til þess að 455 færri innlagnir en ella urðu á árinu 2020 . Þeir sjúklingar urðu margir hverjir af lífsbjargandi meðferð. Í umsögn SÁÁ kemur fram að um 600 manns bíði eftir því að komast í meðferð á sjúkrahúsið Vog. Á meðan sjúklingarnir bíði, versni vandinn og fjölskyldur þeirra líði kvalir. Biðin valdi ótímabærum dauðsföllum og þjáningum. Samtökin lýsa yfir sérstökum áhyggjum af fjárskorti til meðferða við ópíóíðafíkn, en vandinn vegna misnotkunar ópíóíða er vaxandi og dauðsföllum vegna ofskömmtunar fer fjölgandi. Það er því ánægjulegt að meirihluti fjárlaganefndar hafi komið til móts við athugasemdir SÁÁ með tillögu um 120 m.kr. viðbótarframlag. Sömuleiðis gerir meirihlutinn tillögu um 48 m.kr. framlag til reksturs Hlaðgerðarkots og um 30 m. kr. framlag til að vinna gegn fíknisjúkdómum sem lagt er til að heilbrigðisráðuneytið nýti til samningagerðar við frjáls félagasamtök sem hafa að markmiði að vinna gegn fíknisjúkdómum. En betur má ef duga skal. Það hefur orðið mikilvæg viðhorfsbreyting í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins. Það þekkjum við aðstandendur fíkniefnaneytenda af eigin raun, en við vitum að forvarnir og meðhöndlun fíknisjúkdóma er besta leiðin til að draga úr vandanum. Ef ætlunin er að hjálpa fíkniefnaneytendum þá eigum við að gera einmitt það. Það á að vera algjört forgangsmál að efla og auka skilvirkar forvarnir, fræðslu og meðferðarúrræði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar