Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2021 09:57 Galeries Lafayette verslanamiðstöðin. Gripið hefur verið til verulegra takmarkana í Evrópu hvað varðar veitingastaði og öldurhús en verslanir fengið að starfa áfram að mestu. epa/Christophe Petit Tesson Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. Veran sagði í samtali við BFM TV að ómíkron yrði ráðandi afbrigðið í landinu í snemma í janúar. Engar nýjar aðgerðir væru á teikniborðinu og jafnvel þótt ekki væri hægt að útiloka neitt þá vonuðust stjórnvöld til að auknar bólusetningar yrðu til þess að halda veirunni í skefjum. Á Bretlandseyjum eru 129 einstaklingar á spítala með ómíkron og fjórtán hafa látist. Gillian Keegan, undirráðherra í heilbrigðisráðuneytinu, sagði í samtali við Sky News að stjórnvöld myndu ekki hika við að grípa til hertra aðgerða ef tölurnar sýndu að það væri nauðsynlegt. Boris Johnson forsætisráðherra greindi hins vegar frá því í gær að engar nýjar aðgerðir yrðu tilkynntar fyrir jól en opnaði á þann möguleika að eitthvað yrði gert eftir hátíðirnar. Johnson er í nokkuð erfiðri stöðu, þar sem sérfræðingar hafa kallað eftir aðgerðum síðustu daga og vikur á sama tíma og þær eru afar umdeildar innan Íhaldsflokksins. Í Þýskalandi hefur kanslarinn Olaf Scholz varað við því að fimmta bylgjan sé „rétt handan við hornið“ og stjórnvöld hafa tilkynnt um nýjar sóttvarnaðgerðir sem munu taka gildi í síðasta lagi 28. desember. Stjórnvöld í Portúgal hafa fyrirskipað lokun bara og næturklúbba og fólk verið hvatt til að vinna heima frá 26. desember til 9. janúar. Þá verður ekki heimilt að safnast saman í stærri hópum en sem telja tíu einstaklinga utandyra á gamlárskvöld. 775 létust úr Covid í Póllandi á föstudag en um er að ræða mesta fjölda sem látist hefur á einum degi í fjórðu bylgju faraldursins þar í landi. Um 18 þúsund greindust með veiruna í Póllandi á föstudaginn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Bretland Portúgal Pólland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Veran sagði í samtali við BFM TV að ómíkron yrði ráðandi afbrigðið í landinu í snemma í janúar. Engar nýjar aðgerðir væru á teikniborðinu og jafnvel þótt ekki væri hægt að útiloka neitt þá vonuðust stjórnvöld til að auknar bólusetningar yrðu til þess að halda veirunni í skefjum. Á Bretlandseyjum eru 129 einstaklingar á spítala með ómíkron og fjórtán hafa látist. Gillian Keegan, undirráðherra í heilbrigðisráðuneytinu, sagði í samtali við Sky News að stjórnvöld myndu ekki hika við að grípa til hertra aðgerða ef tölurnar sýndu að það væri nauðsynlegt. Boris Johnson forsætisráðherra greindi hins vegar frá því í gær að engar nýjar aðgerðir yrðu tilkynntar fyrir jól en opnaði á þann möguleika að eitthvað yrði gert eftir hátíðirnar. Johnson er í nokkuð erfiðri stöðu, þar sem sérfræðingar hafa kallað eftir aðgerðum síðustu daga og vikur á sama tíma og þær eru afar umdeildar innan Íhaldsflokksins. Í Þýskalandi hefur kanslarinn Olaf Scholz varað við því að fimmta bylgjan sé „rétt handan við hornið“ og stjórnvöld hafa tilkynnt um nýjar sóttvarnaðgerðir sem munu taka gildi í síðasta lagi 28. desember. Stjórnvöld í Portúgal hafa fyrirskipað lokun bara og næturklúbba og fólk verið hvatt til að vinna heima frá 26. desember til 9. janúar. Þá verður ekki heimilt að safnast saman í stærri hópum en sem telja tíu einstaklinga utandyra á gamlárskvöld. 775 létust úr Covid í Póllandi á föstudag en um er að ræða mesta fjölda sem látist hefur á einum degi í fjórðu bylgju faraldursins þar í landi. Um 18 þúsund greindust með veiruna í Póllandi á föstudaginn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Bretland Portúgal Pólland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira