Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 15:35 Samsæriskenningasmiðir vilja nú meina að Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, sé trans. EPA-EFE/LUDOVIC MARIN Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. Kenningin birtist fyrst í september á vefsíðu sem rekin er af öfgahægrimönnum í Frakklandi og hefur síðan verið dreift um og haldið fram af samsæriskenningarmönnum. Samkvæmt kenningunni fæddist Brigitte með karlkyns kynfæri og var skírð Jean-Michel Trogneux. Nafnið hefur „trendað“ á samfélagsmiðlum undanfarið og meira en 10 þúsund minnst á nafnið í samfélagsmiðlaumræðu. Lögmaður Brigitte, Jean Ennochi, hefur staðfest í samtali við fréttastofu AFP að hún leiti nú allra leiða til að binda endi á þessar falssögur. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru það einna helst andstæðingar eiginmanns hennar, Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem deilt hafa kenningunni. Þar á meðal séu öfgahægri samfélgasmiðlarásir, andstæðingar bólusetninga og meira að segja þeir sem trúa QAnon samsæriskenningunni. Franskir fjölmiðlar hafa rakið kenninguna til greinar sem skrifuð var af Natachu Rey og birt var á öfgahægri síðu. Kenningin fór í enn meiri dreifingu þegar hún var til umræðu á vinsælli YouTube rás og hefur því myndbandi síðan verð deilt af andstæðingum bólusetninga, þeim sem ekki trúa á kórónuveirufaraldurinn og öfgahægri-aðgerðasinna samkvæmt umfjöllun dagblaðsins Libération. Franskir fjölmiðlar telja tímasetninguna sem kenningin kemur út enga tilviljun. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram í vor og þó Macron hafi ekki formlega tilkynnt framboð þá eru taldar yfirgnæfandi líkur á að hann gefi kost á sér. Tveir hafa tilkynnt framboð: Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, og Eric Zemmour, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sem vonast eftir því að verða fulltrúi þeirra sem aðhyllast stjórnmálum lengst á hægrivængnum. Þar fyrir utan er þetta ekki fyrst skiptið sem Brigitte er gerð að skotmarki andstæðinga eiginmanns hennar. Í kosningunum 2017 var það til að mynda mál málanna að Brigitte væri næstum 25 árum eldri en Emmanuel, en hún er 68 ára gömul. Frakkland Hinsegin Kosningar í Frakklandi Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Kenningin birtist fyrst í september á vefsíðu sem rekin er af öfgahægrimönnum í Frakklandi og hefur síðan verið dreift um og haldið fram af samsæriskenningarmönnum. Samkvæmt kenningunni fæddist Brigitte með karlkyns kynfæri og var skírð Jean-Michel Trogneux. Nafnið hefur „trendað“ á samfélagsmiðlum undanfarið og meira en 10 þúsund minnst á nafnið í samfélagsmiðlaumræðu. Lögmaður Brigitte, Jean Ennochi, hefur staðfest í samtali við fréttastofu AFP að hún leiti nú allra leiða til að binda endi á þessar falssögur. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins eru það einna helst andstæðingar eiginmanns hennar, Emmanuels Macron Frakklandsforseta, sem deilt hafa kenningunni. Þar á meðal séu öfgahægri samfélgasmiðlarásir, andstæðingar bólusetninga og meira að segja þeir sem trúa QAnon samsæriskenningunni. Franskir fjölmiðlar hafa rakið kenninguna til greinar sem skrifuð var af Natachu Rey og birt var á öfgahægri síðu. Kenningin fór í enn meiri dreifingu þegar hún var til umræðu á vinsælli YouTube rás og hefur því myndbandi síðan verð deilt af andstæðingum bólusetninga, þeim sem ekki trúa á kórónuveirufaraldurinn og öfgahægri-aðgerðasinna samkvæmt umfjöllun dagblaðsins Libération. Franskir fjölmiðlar telja tímasetninguna sem kenningin kemur út enga tilviljun. Forsetakosningar í Frakklandi fara fram í vor og þó Macron hafi ekki formlega tilkynnt framboð þá eru taldar yfirgnæfandi líkur á að hann gefi kost á sér. Tveir hafa tilkynnt framboð: Valérie Pécresse, frambjóðandi Repúblikanaflokksins, og Eric Zemmour, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sem vonast eftir því að verða fulltrúi þeirra sem aðhyllast stjórnmálum lengst á hægrivængnum. Þar fyrir utan er þetta ekki fyrst skiptið sem Brigitte er gerð að skotmarki andstæðinga eiginmanns hennar. Í kosningunum 2017 var það til að mynda mál málanna að Brigitte væri næstum 25 árum eldri en Emmanuel, en hún er 68 ára gömul.
Frakkland Hinsegin Kosningar í Frakklandi Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira