„Aðalmarkmiðið að komast í landsliðshópinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. desember 2021 09:00 Viðar Ari í leik Íslands og Síle þann 15. janúar 2017. Visual China Group/Getty Images Viðar Ari Jónsson átti sitt besta tímabil á ferlinum í ár er hann fór á kostum með Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð. Hann jafnaði markamet Sandefjord í efstu deild og þakkar því góðu baklandi heima fyrir. Í fyrri hluta viðtalsins við Vísi fór hann yfir hvernig það hjálpaði honum innan vallar að verða fjölskyldufaðir utan vallar. Þá fór hann yfir tímabilið með Sandefjord þar sem allt gekk upp persónulega og nokkuð vel hjá liði sem spáð falli hvert sem litið var. Frétt Viðar Ari er samningslaus í dag en flýtir sér hægt. Þá ræddi hann einnig stöðu sína innan íslenska landsliðsins en það eru hartnær fjögur ár síðan hann spilaði síðast landsleik. „Það er eitthvað verið að þreifa fyrir sér en allt voða rólegt eins og staðan er í dag. Það er mikill áhugi frá Sandefjord að halda mér, skiljanlega,“ sagði Viðar Ari og hló er hann ræddi samningsmál sín. „Það hafa einhver lið frá Norðurlönd haft samband og svo er áhugi frá allskonar löndum. Það hafa einhverjir jólasveinar sent manni skilaboð í gegnum Instagram og WhatsApp, bjóðandi manni hitt og þetta. Maður veit svo sem ekkert hvað er til í svoleiðis rugli svo ég tek því lítið alvarlega.“ „Það er áhugi víða sýnist mér í fljótu bragði. Ég vona það allavega eftir gott tímabil. Samt ekkert sem er farið neitt af stað, bara Sandefjord til þessa sem er með eitthvað á borðinu. Við ætlum samt aðeins að bíða og sjá, höldum öllu opnu sem stendur. Er til í að skoða næstum hvað sem er. Við erum mjög vongóð með framhaldið þar sem við vitum að eftir góða spilamennsku í ár gæti komið eitthvað spennandi.“ Kom aldrei til greina að koma heim Viðar Ari í leik með FH gegn Val sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Viðar Ari er búinn að vera í Noregi – með stuttu stoppi hjá FH – síðan 2017. Það hefur gengið upp og ofan en hann hefur aldrei lagt árar í bát og sagði það ekki hafa komið til greina að koma heim ef tímabilið í ár hefði endað illa. „Nei ég hefði ekki verið tilbúinn í það (að koma heim). Ég hefði viljað prófa að vera aðeins lengur út í heimi þar sem það er alltaf allt eins heima á Íslandi. Ég kom heim í FH sumarið 2018 en var frekar týndur þá, sést kannski best á tímabilinu. Best að gleyma því bara,“ sagði Viðar Ari og hló. „Það var alveg auðvitað frábær tímasetning að byrja skora af fullt af mörkum núna, einmitt þegar ég er að renna út á samning. Hefði ekki getað byrjað að skora á betri tíma.“ „Auðvitað var maður hundsvekktur“ Anton Sverrir Jensson, góðvinur Viðars Ara, lagðist í ígrundaða heimildarvinnu fyrr á árinu þegar hann bar saman tölfræði Viðars Ara á leiktíðinni við þá sem voru í eða voru viðloðandi íslenska landsliðið. Viðar Ari á að baki fimm A-landsleiki en sá síðasti kom í ársbyrjun 2018. Um er að ræða fimm æfingaleiki á tólf mánaða tímabili. Hann spilaði í 0-1 tapi gegn Síle og Mexíkó, 1-0 sigri á Írlandi ásamt 6-0 og 4-1 sigrum á Indónesíu. Íslenska landsliðið var ekki upp á sitt besta í ár og mikið af breytingum gerðar milli leikja. Viðar Ari fékk kallið þó ekki að þessu sinni. ATH alvöru Kyocera skýrsla.Fékk þessa senda í dag.Gjörsamlega galið að Viðar Ari sé ekki valinn í þetta landslið.Kannski vænlegri leið að vera bekkjarmatur, vera með gott eftirnafn eða úr réttu ættunum.Annars góður - Áfram Ísland@footballiceland @Fotboltinet pic.twitter.com/XG48XXj1B2— Anton Sverrir Jensson (@AntonSverrir) November 14, 2021 „Auðvitað var maður hundsvekktur. Ég var að eiga mitt besta tímabil til þessa á ferlinum. Markahæstur í mínu liði og minnir að ég hafi verið fimmti markahæstur í Noregi. Það var mikið af breytingum í landsliðinu og margir nýir að koma inn.“ „Maður vonaðist eftir því að fá tækifæri en það kom ekki að þessu sinni. Maður verður bara að halda áfram og gera betur, gömul góð klisja aftur. Þetta var samt auðvitað svekkjandi en við gefumst ekkert upp. Við eigum nóg inni og aðalmarkmiðið mitt er að komast í landsliðshópinn.“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, heyrði þó í Viðari Ara á liðnu ári. „Ég fékk bara jákvætt ´feedback´ frá honum. Ég er vongóður þar sem maður er alltaf inn í myndinni ef maður stendur sig vel. Ég verð bara að halda áfram og sjá hvað gerist,“ sagði Viðar Ari Jónsson að lokum. Hann er nú staddur á Íslandi í verðskulduðu jólafríi áður en hann ákveður hvað næsta skref á ferli sínum verður. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira
Hann jafnaði markamet Sandefjord í efstu deild og þakkar því góðu baklandi heima fyrir. Í fyrri hluta viðtalsins við Vísi fór hann yfir hvernig það hjálpaði honum innan vallar að verða fjölskyldufaðir utan vallar. Þá fór hann yfir tímabilið með Sandefjord þar sem allt gekk upp persónulega og nokkuð vel hjá liði sem spáð falli hvert sem litið var. Frétt Viðar Ari er samningslaus í dag en flýtir sér hægt. Þá ræddi hann einnig stöðu sína innan íslenska landsliðsins en það eru hartnær fjögur ár síðan hann spilaði síðast landsleik. „Það er eitthvað verið að þreifa fyrir sér en allt voða rólegt eins og staðan er í dag. Það er mikill áhugi frá Sandefjord að halda mér, skiljanlega,“ sagði Viðar Ari og hló er hann ræddi samningsmál sín. „Það hafa einhver lið frá Norðurlönd haft samband og svo er áhugi frá allskonar löndum. Það hafa einhverjir jólasveinar sent manni skilaboð í gegnum Instagram og WhatsApp, bjóðandi manni hitt og þetta. Maður veit svo sem ekkert hvað er til í svoleiðis rugli svo ég tek því lítið alvarlega.“ „Það er áhugi víða sýnist mér í fljótu bragði. Ég vona það allavega eftir gott tímabil. Samt ekkert sem er farið neitt af stað, bara Sandefjord til þessa sem er með eitthvað á borðinu. Við ætlum samt aðeins að bíða og sjá, höldum öllu opnu sem stendur. Er til í að skoða næstum hvað sem er. Við erum mjög vongóð með framhaldið þar sem við vitum að eftir góða spilamennsku í ár gæti komið eitthvað spennandi.“ Kom aldrei til greina að koma heim Viðar Ari í leik með FH gegn Val sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Viðar Ari er búinn að vera í Noregi – með stuttu stoppi hjá FH – síðan 2017. Það hefur gengið upp og ofan en hann hefur aldrei lagt árar í bát og sagði það ekki hafa komið til greina að koma heim ef tímabilið í ár hefði endað illa. „Nei ég hefði ekki verið tilbúinn í það (að koma heim). Ég hefði viljað prófa að vera aðeins lengur út í heimi þar sem það er alltaf allt eins heima á Íslandi. Ég kom heim í FH sumarið 2018 en var frekar týndur þá, sést kannski best á tímabilinu. Best að gleyma því bara,“ sagði Viðar Ari og hló. „Það var alveg auðvitað frábær tímasetning að byrja skora af fullt af mörkum núna, einmitt þegar ég er að renna út á samning. Hefði ekki getað byrjað að skora á betri tíma.“ „Auðvitað var maður hundsvekktur“ Anton Sverrir Jensson, góðvinur Viðars Ara, lagðist í ígrundaða heimildarvinnu fyrr á árinu þegar hann bar saman tölfræði Viðars Ara á leiktíðinni við þá sem voru í eða voru viðloðandi íslenska landsliðið. Viðar Ari á að baki fimm A-landsleiki en sá síðasti kom í ársbyrjun 2018. Um er að ræða fimm æfingaleiki á tólf mánaða tímabili. Hann spilaði í 0-1 tapi gegn Síle og Mexíkó, 1-0 sigri á Írlandi ásamt 6-0 og 4-1 sigrum á Indónesíu. Íslenska landsliðið var ekki upp á sitt besta í ár og mikið af breytingum gerðar milli leikja. Viðar Ari fékk kallið þó ekki að þessu sinni. ATH alvöru Kyocera skýrsla.Fékk þessa senda í dag.Gjörsamlega galið að Viðar Ari sé ekki valinn í þetta landslið.Kannski vænlegri leið að vera bekkjarmatur, vera með gott eftirnafn eða úr réttu ættunum.Annars góður - Áfram Ísland@footballiceland @Fotboltinet pic.twitter.com/XG48XXj1B2— Anton Sverrir Jensson (@AntonSverrir) November 14, 2021 „Auðvitað var maður hundsvekktur. Ég var að eiga mitt besta tímabil til þessa á ferlinum. Markahæstur í mínu liði og minnir að ég hafi verið fimmti markahæstur í Noregi. Það var mikið af breytingum í landsliðinu og margir nýir að koma inn.“ „Maður vonaðist eftir því að fá tækifæri en það kom ekki að þessu sinni. Maður verður bara að halda áfram og gera betur, gömul góð klisja aftur. Þetta var samt auðvitað svekkjandi en við gefumst ekkert upp. Við eigum nóg inni og aðalmarkmiðið mitt er að komast í landsliðshópinn.“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, heyrði þó í Viðari Ara á liðnu ári. „Ég fékk bara jákvætt ´feedback´ frá honum. Ég er vongóður þar sem maður er alltaf inn í myndinni ef maður stendur sig vel. Ég verð bara að halda áfram og sjá hvað gerist,“ sagði Viðar Ari Jónsson að lokum. Hann er nú staddur á Íslandi í verðskulduðu jólafríi áður en hann ákveður hvað næsta skref á ferli sínum verður.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Sjá meira