Kæra ríkisstjórn! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. desember 2021 08:30 Í nýjum stjórnarsàttmála ykkar kemur skýrt fram að bæta eigi hag fatlaðs fólks. Talað er um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og setja á laggirnar sérstaka mannréttindastofnun. Afar gleðilegt en því miður ekki ný loforð því að Alþingi hafði með ályktun sinni 3. júní 2019 mótatkvæðalaust lagt fyrir ykkur að leggja fram frumvarp þannig að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 og skyldan til að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun féll á ykkur þegar samningurinn var fullgiltur árið 2016, þ.e. fyrir meira en 5 árum síðan. En við skulum halda í vonina vera bjartsýn og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hvetja ykkur áfram til dáða vera til taks og liðsinna ykkur þegar á þarf að halda. Í sáttmálanum ykkar er fleira gleðilegt en þar stendur að auka þurfi menntunartækifæri fatlaðs fólks sem og atvinnutækifærin. Eins gleðilegt og mikilvægt það er að þessum málum sé fundinn staður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er jafn dapurlegt að finna ekkert um fjármögnun menntunartækifæranna í fjárlögum. Menntun er eitt mikilvægasta tækið fyrir einstakling til þess að styrkja stöðu sína og möguleika á atvinnu við hæfi. Málið er alvarlegt og það er brýnt. Í dag útskrifast á bilinu 60-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmenni sem eins og við öll eiga sínar vonir og drauma um frekari tækifæri til þess að efla færni sína og gera sig enn meira gildandi á vinnumarkaði. Því eins og við vitum öll þá er menntun lykill að þátttöku í samfélagi þar sem breytingar eru hraðar. Störf breytast og umbyltast, úreltast og ný verða til. Það sem hins vegar bíður þessa hóps á komandi hausti eru 12 pláss við Háskóla Íslands við starfstengt diplómanám og einhver örnámskeið hingað og þangað en þó aðallega hjá Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk sem býr við svo þröngan kost að ekki næst að halda uppi heildstæðum atvinnutengdum námsbrsutum því fjármagnið skortir. Aðrar leiðir innan okkar góða menntakerfis eru ekki færar. Fyrir utan einstaka ungmenni sem er leitt áfram inn á almennar brautir framhaldsskólans sem er þó allt undir þeim sem fara fyrir námi á hverjum stað komið að ákveða hvort sé gerlegt. Þessi staða er því miður ekki boðleg og hreint út sagt algjörlega til skammar. Því vil ég hvetja ykkur kæra ríkisstjórn sem allt getið að kippa þessu í liðinn og skapa raunveruleg tækifæri fyrir öll ungmenni til þess að byggja upp sína framtíð á sínum forsendum. Það skiptir okkur sem samfélag máli og það skiptir ungt fatlað fólk gríðarlega miklu máli að geta horft til framtíðar full sjálfstraust með þau skilaboð frá ykkur að þau séu einhvers virði og verðugir samfélagsþegnar sem ætlast er til að taki virkan þátt í samfélaginu okkar. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýjum stjórnarsàttmála ykkar kemur skýrt fram að bæta eigi hag fatlaðs fólks. Talað er um að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og setja á laggirnar sérstaka mannréttindastofnun. Afar gleðilegt en því miður ekki ný loforð því að Alþingi hafði með ályktun sinni 3. júní 2019 mótatkvæðalaust lagt fyrir ykkur að leggja fram frumvarp þannig að samningurinn yrði lögfestur eigi síðar en 13. desember 2020 og skyldan til að stofna sjálfstæða mannréttindastofnun féll á ykkur þegar samningurinn var fullgiltur árið 2016, þ.e. fyrir meira en 5 árum síðan. En við skulum halda í vonina vera bjartsýn og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hvetja ykkur áfram til dáða vera til taks og liðsinna ykkur þegar á þarf að halda. Í sáttmálanum ykkar er fleira gleðilegt en þar stendur að auka þurfi menntunartækifæri fatlaðs fólks sem og atvinnutækifærin. Eins gleðilegt og mikilvægt það er að þessum málum sé fundinn staður í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar er jafn dapurlegt að finna ekkert um fjármögnun menntunartækifæranna í fjárlögum. Menntun er eitt mikilvægasta tækið fyrir einstakling til þess að styrkja stöðu sína og möguleika á atvinnu við hæfi. Málið er alvarlegt og það er brýnt. Í dag útskrifast á bilinu 60-90 fötluð ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Ungmenni sem eins og við öll eiga sínar vonir og drauma um frekari tækifæri til þess að efla færni sína og gera sig enn meira gildandi á vinnumarkaði. Því eins og við vitum öll þá er menntun lykill að þátttöku í samfélagi þar sem breytingar eru hraðar. Störf breytast og umbyltast, úreltast og ný verða til. Það sem hins vegar bíður þessa hóps á komandi hausti eru 12 pláss við Háskóla Íslands við starfstengt diplómanám og einhver örnámskeið hingað og þangað en þó aðallega hjá Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð fyrir fatlað fólk sem býr við svo þröngan kost að ekki næst að halda uppi heildstæðum atvinnutengdum námsbrsutum því fjármagnið skortir. Aðrar leiðir innan okkar góða menntakerfis eru ekki færar. Fyrir utan einstaka ungmenni sem er leitt áfram inn á almennar brautir framhaldsskólans sem er þó allt undir þeim sem fara fyrir námi á hverjum stað komið að ákveða hvort sé gerlegt. Þessi staða er því miður ekki boðleg og hreint út sagt algjörlega til skammar. Því vil ég hvetja ykkur kæra ríkisstjórn sem allt getið að kippa þessu í liðinn og skapa raunveruleg tækifæri fyrir öll ungmenni til þess að byggja upp sína framtíð á sínum forsendum. Það skiptir okkur sem samfélag máli og það skiptir ungt fatlað fólk gríðarlega miklu máli að geta horft til framtíðar full sjálfstraust með þau skilaboð frá ykkur að þau séu einhvers virði og verðugir samfélagsþegnar sem ætlast er til að taki virkan þátt í samfélaginu okkar. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar námsframboðs og atvinnutækifæra hjá Þroskahjálp.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar