Fær að fara aftur heim Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. desember 2021 13:00 Hilmar Örn Kolbeins hefur loks fengið samþykki fyrir heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg og leitar nú að starfsfólki Vísir/Egill Fjölfatlaður maður sem hefur verið fastur á Hrafnistu mánuðum saman vegna skorts á heimaþjónustu var tilkynnt rétt fyrir jól að borgin hafi loks samþykkti að veita honum hana. Maðurinn segist ekki hafa getað fengið betri jólagjöf. Í vikunni sögðum við frá stöðu Hilmars Arnar Kolbeins sem hefur frá í í október verið fastur á Hrafnistu vegna þess að borgin neitaði honum um heimaþjónustu sem hann hafði áður þá einkum þeim hluta sem lítur að heimahjúkrun. Hilmar sem er fjölfatlaður þurfti að fara á spítala í febrúar á þessu ári vegna legusárs og var sagður nógu heilbrigður til útskriftar í maí. Hann dvaldi hins vegar á spítalanum þar til í október þegar hann var sendur á elliheimili en Hilmar er 45 ára gamall. Hilmari var svo tilkynnt á miðvikudaginn að hann fengi þá þjónustu sem hann þarf þannig að hann geti flutt aftur heim. „Velferðarsvið bauð mér samning og ég skrifaði undir á Þorláksmessu þannig að nú fer tíminn bara í að finna fólk,“ segir Hilmar. Hilmar missir plássið á Hrafnistu þann 2. janúar og vonar að það takist að ráða starfsfólk fyrir þann tíma. Hann segist ekki geta hafa fengið betri jólagjöf. „Heyrðu þetta er bara frábært, þetta er algjört frábært. Gleðileg jól og mig langar að þakka öllum sem hafa staðið við bakið á mér og lögfræðingnum mínum sem hefur staðið sig frábærlega í þessu,“ segir hann. Félagsmál Reykjavík Hjúkrunarheimili Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20. desember 2021 19:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Í vikunni sögðum við frá stöðu Hilmars Arnar Kolbeins sem hefur frá í í október verið fastur á Hrafnistu vegna þess að borgin neitaði honum um heimaþjónustu sem hann hafði áður þá einkum þeim hluta sem lítur að heimahjúkrun. Hilmar sem er fjölfatlaður þurfti að fara á spítala í febrúar á þessu ári vegna legusárs og var sagður nógu heilbrigður til útskriftar í maí. Hann dvaldi hins vegar á spítalanum þar til í október þegar hann var sendur á elliheimili en Hilmar er 45 ára gamall. Hilmari var svo tilkynnt á miðvikudaginn að hann fengi þá þjónustu sem hann þarf þannig að hann geti flutt aftur heim. „Velferðarsvið bauð mér samning og ég skrifaði undir á Þorláksmessu þannig að nú fer tíminn bara í að finna fólk,“ segir Hilmar. Hilmar missir plássið á Hrafnistu þann 2. janúar og vonar að það takist að ráða starfsfólk fyrir þann tíma. Hann segist ekki geta hafa fengið betri jólagjöf. „Heyrðu þetta er bara frábært, þetta er algjört frábært. Gleðileg jól og mig langar að þakka öllum sem hafa staðið við bakið á mér og lögfræðingnum mínum sem hefur staðið sig frábærlega í þessu,“ segir hann.
Félagsmál Reykjavík Hjúkrunarheimili Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20. desember 2021 19:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Fastur á elliheimili og fær ekki að flytja heim Fjölfatlaður 45 ára karlmaður er fastur á elliheimili því borgin neitar honum um heimaþjónustu sem hann fékk áður. Hann missir plássið eftir nokkrar vikur og veit ekki hvar hann endar. Baráttan hefur tekið sinn toll og telur hann sig hafa elst um tuttugu ár. 20. desember 2021 19:00