Yngst til að taka sæti á þingi Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2021 12:05 Varaþingmenn Pírata, þær Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Lenya Rún Taha Karim, tóku sæti á Alþingi í dag. Píratar Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. Fyrra metið átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tuttugu ára og 355 daga gamall þegar hann tók sæti árið 2018. Frá þessu segir í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þær varaþingkonurnar Gunnhildur Fríða og Lenya Rún Taha Karim, tóku báðar sæti á þingi í dag fyrir þá Björn Leví Gunnarsson og Andrés Inga Jónsson. „Gunnhildur Fríða er þekkt fyrir baráttu sína fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. Frábær innáskipting hjá @PiratarXP síðustu þingfundaviku ársins. Hlakka til að fylgjast með @GunnhildurF og @Lenyarun! pic.twitter.com/9IY9PKtGAi— Andrés Ingi (@andresingi) December 27, 2021 Lenya Rún Taha Karim komst í fréttirnar fyrr í haust þegar niðurstöður Alþingiskosninga bentu til þess að hún væri yngsti kjörni alþingismaður sögunnar. Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi datt hún af þingi og varð þess í stað 1. varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún tekur nú sæti á Alþingi í fyrsta skipti en baráttumál hennar eru afglæpavæðing vímuefna, réttindi innflytjenda og flóttafólks og aðgengi jaðarsettra hópa að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu,“ segir í tilkynningunni frá Pírötum. Jújú það er komið að því - gellu takeover á Alþingi enda er ykkar kona að taka sæti þar í dag Orkan sem ég fer með inn í daginn minn í boði @HeklaElisabet pic.twitter.com/ZEAxlChgFO— Lenya Rún (@Lenyarun) December 27, 2021 Hér má sjá upplýsingar um yngstu varamenn til að taka sæti á þingi. Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem fædd er 1991 og var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 2013, er yngsta manneskjan til að verða kjörin á þing en hún var þá 21 árs gömul og 303 daga. Alþingi Píratar Tímamót Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fyrra metið átti Karl Liljendal Hólmgeirsson sem var tuttugu ára og 355 daga gamall þegar hann tók sæti árið 2018. Frá þessu segir í tilkynningu frá þingflokki Pírata en þær varaþingkonurnar Gunnhildur Fríða og Lenya Rún Taha Karim, tóku báðar sæti á þingi í dag fyrir þá Björn Leví Gunnarsson og Andrés Inga Jónsson. „Gunnhildur Fríða er þekkt fyrir baráttu sína fyrir aðgerðum í loftslagsmálum og innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. Frábær innáskipting hjá @PiratarXP síðustu þingfundaviku ársins. Hlakka til að fylgjast með @GunnhildurF og @Lenyarun! pic.twitter.com/9IY9PKtGAi— Andrés Ingi (@andresingi) December 27, 2021 Lenya Rún Taha Karim komst í fréttirnar fyrr í haust þegar niðurstöður Alþingiskosninga bentu til þess að hún væri yngsti kjörni alþingismaður sögunnar. Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi datt hún af þingi og varð þess í stað 1. varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún tekur nú sæti á Alþingi í fyrsta skipti en baráttumál hennar eru afglæpavæðing vímuefna, réttindi innflytjenda og flóttafólks og aðgengi jaðarsettra hópa að menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu,“ segir í tilkynningunni frá Pírötum. Jújú það er komið að því - gellu takeover á Alþingi enda er ykkar kona að taka sæti þar í dag Orkan sem ég fer með inn í daginn minn í boði @HeklaElisabet pic.twitter.com/ZEAxlChgFO— Lenya Rún (@Lenyarun) December 27, 2021 Hér má sjá upplýsingar um yngstu varamenn til að taka sæti á þingi. Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem fædd er 1991 og var kjörin á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 2013, er yngsta manneskjan til að verða kjörin á þing en hún var þá 21 árs gömul og 303 daga.
Alþingi Píratar Tímamót Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira