Baðst afsökunar á gallabuxunum: „Ég er kominn í ný föt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. desember 2021 14:26 Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins mætti í gallabuxum í þingsal á dögunum. Vísir/Vilhelm Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni en nú þingmaður Flokks fólksins, baðst í dag á þingi afsökunar á því að hafa stigið í ræðustól í gallabuxum á dögunum. Tómas kvað sér hljóðs á þingi um hádegisbilið þar sem hann baðst afsökunar á þessum mistökum hans. „Mér láðist að geta þess áðan í þessari stuttu ræðu minni, síðast þegar ég kom hér í þennan ræðustól varð mér það á þau mistök, það er að segja á miðvikudaginn var, ég var í gallabuxum. Mér var bent á það góðfúslega að þetta tilheyri ekki siðareglum Alþingins. Ég biðst velvirðingar á þessu hér og nú og tilkynni hér með að ég er kominn í ný föt. Takk,“ sagði Tómas á þingi í dag. Raunar setja siðareglur Alþingis engar skorður á klæðaburð þingmanna en hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur. Kveðið er á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Tómas er ekki fyrsti þingmaðurinn sem gerir þau mistök að mæta í gallabuxnum í vinnuna sem þingmaður. Árið 2013 sendi forseti Alþingis Elínu Hirst, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins heim til að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Hún, líkt og Tómas nú, baðst afsökunar vegna málsins. Þingferill Tómasar, sem hófst í vetur, hefur vakið nokkra athygli, ekki síst þegar hann dottaði örlítið eftir langan dag á þingi í nóvember. Þá vakti jómfrúarræða hans mikla athygli fyrr í mánuðinum, þar sem hann gerði 50 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja að umtalsefni sínu. Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01 Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37 Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29 „Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28 Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Tómas kvað sér hljóðs á þingi um hádegisbilið þar sem hann baðst afsökunar á þessum mistökum hans. „Mér láðist að geta þess áðan í þessari stuttu ræðu minni, síðast þegar ég kom hér í þennan ræðustól varð mér það á þau mistök, það er að segja á miðvikudaginn var, ég var í gallabuxum. Mér var bent á það góðfúslega að þetta tilheyri ekki siðareglum Alþingins. Ég biðst velvirðingar á þessu hér og nú og tilkynni hér með að ég er kominn í ný föt. Takk,“ sagði Tómas á þingi í dag. Raunar setja siðareglur Alþingis engar skorður á klæðaburð þingmanna en hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur. Kveðið er á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Tómas er ekki fyrsti þingmaðurinn sem gerir þau mistök að mæta í gallabuxnum í vinnuna sem þingmaður. Árið 2013 sendi forseti Alþingis Elínu Hirst, þáverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins heim til að skipta um föt, en hún var þá klædd í bláar gallabuxur. Hún, líkt og Tómas nú, baðst afsökunar vegna málsins. Þingferill Tómasar, sem hófst í vetur, hefur vakið nokkra athygli, ekki síst þegar hann dottaði örlítið eftir langan dag á þingi í nóvember. Þá vakti jómfrúarræða hans mikla athygli fyrr í mánuðinum, þar sem hann gerði 50 þúsund króna eingreiðslu til öryrkja að umtalsefni sínu.
Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01 Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37 Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29 „Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28 Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Sjá meira
Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. 1. mars 2021 19:01
Talaði um gallabuxur í tvær mínútur á Alþingi "Það viðgengst ákveðið misrétti í þessum málum hér á Alþingi," sagði Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem talaði um sögu gallabuxna í tvær mínútur á Alþingi í dag. 4. júlí 2013 12:37
Baðst afsökunar á gallabuxunum Elín Hirst, þingkona Sjálftæðisflokksins, baðst afsökunar á klæðaburði sínum í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og lofaði að fara heim að skipta um föt. 2. júlí 2013 14:29
„Eru ekki allir í stuði?“ Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. 15. desember 2021 21:28
Þingmaður Flokks fólksins dottaði í þingsal Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, virðist hafa orðið þreyttur á umræðum í þinginu. Umræða og atkvæðagreiðsla um tillögur fulltrúa í kjörbréfanefnd fór fram í dag og í kvöld. 25. nóvember 2021 21:42