Innlent

Brotist inn í netkerfi Strætó

Samúel Karl Ólason skrifar
Verið er að kanna hvort tölvuþrjótar komu höndum yfir persónuupplýsingar.
Verið er að kanna hvort tölvuþrjótar komu höndum yfir persónuupplýsingar. Vísir/Vilhelm

Tölvuþrjótar hafa brotið sér leið inn í tölvukerfi Strætó. Verið er að skoða umfang árásarinnar, sem uppgötvaðist í gær og er ekki hægt að útiloka leka á persónuupplýsingum.

Í tilkynningu frá Strætó segir að greiningin á tölvuinnbrotinu sé unnin í samvinnu við sérfræðinga hjá Syndis og Advania. Þá hafi atvikið verið tilkynnt til Persónuverndar, CERT-IS og lögreglu.

„Ekki er hægt að útiloka upplýsingaleka í tengslum við innbrotið, en of snemmt er að segja til um hvort og hvaða upplýsingar innbrotsþjófarnir komust yfir,“ segir í tilkynningunni. „Nú þegar hefur gripið til allra aðgerða til að fyrirbyggja hættuna á frekari gagnalekum.“

Ítrekað er í tilkynningunni að Strætó sendir aldrei út tölvupósta þar sem fólk er beðið um kortaupplýsingar viðskiptavina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×