Finnur lítið fyrir veirunni á Tene þrátt fyrir hærra nýgengi en á Íslandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2021 20:37 Jakob er um þessar mundir staddur í bænum Adeje, sem er vinsæll meðal íslenskra Tenerife-fara. Samsett Nýgengi kórónuveirusmita á spænsku eyjunni Tenerife, sem er vinsæll áfangastaður sólarþyrstra Íslendinga, er hærra en hér á landi. Ísland er með hæsta nýgengi allra Evrópulanda. Á vefsíðunni cvcanarias, þar sem er haldið utan um helstu tölfræði er varðar Covid-faraldurinn á Kanaríeyjum, ekki ósvipað því sem gert er á covid.is fyrir Ísland, má sjá að 14 daga nýgengi smita á Tenerife, eða Tene eins og margir Íslendingar kjósa að kalla eyjuna, er rúmlega 1.908. Nýgengi smita á Íslandi fyrir sama tíma er hins vegar rúmlega 1.359. Nýgengi er samanlagður fjöldi smita yfir ákveðið tímabil, í þessu tilfelli 14 daga, sem síðan er deilt niður á hverja 100.000 íbúa, og er talið gefa nokkuð góða mynd af þróun faraldursins á hverju svæði fyrir sig. Ferðamenn finni lítið fyrir faraldrinum Uppistandarinn Jakob Birgisson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hefur lagt leið sína til Tenerife að undanförnu. Fréttastofa náði stuttlega tali af honum þar sem hann var staddur á eyjunni sólríku, en hann sagði Covid-ástandið þar ekki sérlega áþreifanlegt. „Ég er bara að gæða mér á dýrindis pizzu og verð eiginlega ekkert var við veiruna skæðu,“ sagði Jakob þegar fréttamaður sló á þráðinn. Hann bætti því við að grímunotkun væri þó útbreidd á Adeje, hvar hann dvelur, og fólk almennt duglegt að sinna persónubundnum sóttvörnum, til að mynda með því að spritta sig. „Svo er fólk bara mikið úti. Ég held að það sé ágætis sýnidæmi að nú virðast allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vera smitaðir. Nema Guðlaugur Þór, því hann er á Tene. Ég held að hann sé lifandi dæmi þess að það sé gott að vera hér á Tenerife.“ Grímuleysi í strætó ekki tekið af léttúð Jakob segist ekki hafa orðið sérstaklega var við miklar takmarkanir á opnunartímum og öðru slíku. Hins vegar sé gríman í hávegum höfð. „Þeir eru mjög strangir á grímum þar sem þær eru. Ég rambaði óvart inn í strætó grímulaus og ég var nánast barinn, þannig að ég var fljótur að setja hana upp. Allt svona er mjög strangt og það fara bara allir eftir reglunum,“ segir Jakob. Hann segist þá feginn að vera staddur á Tenerife um þessar mundir, þar sem fjöldi vina hans og ættingja sé ýmist í sóttkví eða einangrun heima á Íslandi. Jakob segist ekki kvíða því að koma aftur til Íslands en kveðst engu að síður feginn að vera ekki staddur í „skammdegisþunglyndinu.“ „En verst þykir mér nú að ég ætlaði að taka mér frí yfir jólin og koma öflugur inn í nýtt ár en það er bara byrjað að afbóka allar skemmtanir þá. Þannig að ég vona að Bjarni [Benediktsson, fjármálaráðherra] skoði styrkjamálin og haldi áfram með þessa frábæru styrki sem hann hefur verið að veita okkur verktökunum. Þannig að ég sendi bara formlegt ákall til hans um áframhaldandi styrkveitingar ef það á að hafa þetta svona, og það er svo sem lítið annað hægt en að hafa þessar takmarkanir,“ segir Jakob að lokum. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28. desember 2021 18:31 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Á vefsíðunni cvcanarias, þar sem er haldið utan um helstu tölfræði er varðar Covid-faraldurinn á Kanaríeyjum, ekki ósvipað því sem gert er á covid.is fyrir Ísland, má sjá að 14 daga nýgengi smita á Tenerife, eða Tene eins og margir Íslendingar kjósa að kalla eyjuna, er rúmlega 1.908. Nýgengi smita á Íslandi fyrir sama tíma er hins vegar rúmlega 1.359. Nýgengi er samanlagður fjöldi smita yfir ákveðið tímabil, í þessu tilfelli 14 daga, sem síðan er deilt niður á hverja 100.000 íbúa, og er talið gefa nokkuð góða mynd af þróun faraldursins á hverju svæði fyrir sig. Ferðamenn finni lítið fyrir faraldrinum Uppistandarinn Jakob Birgisson er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hefur lagt leið sína til Tenerife að undanförnu. Fréttastofa náði stuttlega tali af honum þar sem hann var staddur á eyjunni sólríku, en hann sagði Covid-ástandið þar ekki sérlega áþreifanlegt. „Ég er bara að gæða mér á dýrindis pizzu og verð eiginlega ekkert var við veiruna skæðu,“ sagði Jakob þegar fréttamaður sló á þráðinn. Hann bætti því við að grímunotkun væri þó útbreidd á Adeje, hvar hann dvelur, og fólk almennt duglegt að sinna persónubundnum sóttvörnum, til að mynda með því að spritta sig. „Svo er fólk bara mikið úti. Ég held að það sé ágætis sýnidæmi að nú virðast allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vera smitaðir. Nema Guðlaugur Þór, því hann er á Tene. Ég held að hann sé lifandi dæmi þess að það sé gott að vera hér á Tenerife.“ Grímuleysi í strætó ekki tekið af léttúð Jakob segist ekki hafa orðið sérstaklega var við miklar takmarkanir á opnunartímum og öðru slíku. Hins vegar sé gríman í hávegum höfð. „Þeir eru mjög strangir á grímum þar sem þær eru. Ég rambaði óvart inn í strætó grímulaus og ég var nánast barinn, þannig að ég var fljótur að setja hana upp. Allt svona er mjög strangt og það fara bara allir eftir reglunum,“ segir Jakob. Hann segist þá feginn að vera staddur á Tenerife um þessar mundir, þar sem fjöldi vina hans og ættingja sé ýmist í sóttkví eða einangrun heima á Íslandi. Jakob segist ekki kvíða því að koma aftur til Íslands en kveðst engu að síður feginn að vera ekki staddur í „skammdegisþunglyndinu.“ „En verst þykir mér nú að ég ætlaði að taka mér frí yfir jólin og koma öflugur inn í nýtt ár en það er bara byrjað að afbóka allar skemmtanir þá. Þannig að ég vona að Bjarni [Benediktsson, fjármálaráðherra] skoði styrkjamálin og haldi áfram með þessa frábæru styrki sem hann hefur verið að veita okkur verktökunum. Þannig að ég sendi bara formlegt ákall til hans um áframhaldandi styrkveitingar ef það á að hafa þetta svona, og það er svo sem lítið annað hægt en að hafa þessar takmarkanir,“ segir Jakob að lokum.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Tengdar fréttir Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28. desember 2021 18:31 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Fleiri fréttir Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Sjá meira
Nýgengi mest hér á landi Nýgengi smitaðra hér á landi er nú með því mesta í Evrópu. Þrjú þúsund og sex hundruð manns hafa smitast af veirunni á einni viku. Sóttvarnalæknir segir stöðuna á Landspítalanum stjórna því hvort aðgerðir verði hertar. 28. desember 2021 18:31