Starfsfólk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mætti upp úr klukkan sjö í morgun í Laugardalshöll til að blanda bóluefnum. Gert hafði verið ráð fyrir að um eitt til tvö hundruð manns myndu láta bólusetja sig á dag en sá fjöldi hefur tvöfaldast
Dagný Hængsdóttir verkefnastjóri bólusetningar í Laugardalshöll segir starfsfólk mætt snemma til að gera allt tilbúið.
„Við bjuggumst við að það komu svona eitt til tvö hundruð manns á dag en svo hafa um fimm til sex hundruð verið að mæta. Starfsfólkið mætir eldsnemma til að gera bóluefnin tilbúin en svo er opnað hér klukkan tíu og við lokum klukkan tólf en allir fá þó bólusetningu þ.e. vil lokum ekki á fólk,“ segir hún.
Hún segir fólk aðalega vera að koma í örvunarbólusetningu.
Örvunarbólusetningin það er annað hvort Pfizer eða Moderna í boði en í þessari fyrstu bólusetningu er bara Pfizer eða Jansen í boði,“ segir hún.
Hún segir að ungt fólk hafi verið meðal þeirra sem koma en minnir á að mælst er til þess að fólk láti 5 mánuði líða á milli annars skammts bóluefnis og örvunarskammts.